Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 31
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Jakob stingur af til Kanaanslands (1–18)

      • Laban eltir Jakob (19–35)

      • Jakob og Laban gera sáttmála (36–55)

1. Mósebók 31:1

Millivísanir

  • +1Mó 30:33

1. Mósebók 31:2

Millivísanir

  • +1Mó 30:27

1. Mósebók 31:3

Millivísanir

  • +1Mó 28:15; 32:9; 35:27

1. Mósebók 31:5

Millivísanir

  • +1Mó 30:27
  • +1Mó 48:15

1. Mósebók 31:6

Millivísanir

  • +1Mó 30:29, 30

1. Mósebók 31:8

Millivísanir

  • +1Mó 30:32

1. Mósebók 31:10

Millivísanir

  • +1Mó 30:39

1. Mósebók 31:12

Millivísanir

  • +1Mó 29:25; 31:39

1. Mósebók 31:13

Millivísanir

  • +1Mó 12:8, 9; 35:15
  • +1Mó 28:18, 22
  • +1Mó 35:14; 37:1

1. Mósebók 31:15

Millivísanir

  • +1Mó 31:41; Hós 12:12

1. Mósebók 31:16

Millivísanir

  • +1Mó 31:1
  • +1Mó 31:3

1. Mósebók 31:17

Millivísanir

  • +1Mó 33:13

1. Mósebók 31:18

Millivísanir

  • +1Mó 30:42, 43
  • +1Mó 35:27

1. Mósebók 31:19

Neðanmáls

  • *

    Eða „skurðgoðum“.

Millivísanir

  • +1Mó 35:2; Jós 24:2
  • +1Mó 31:14

1. Mósebók 31:21

Neðanmáls

  • *

    Það er, Efrat.

Millivísanir

  • +1Mó 15:18
  • +4Mó 32:1

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nýheimsþýðingin, bls. 1636

1. Mósebók 31:23

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „bræður“.

1. Mósebók 31:24

Millivísanir

  • +1Mó 25:20; Hós 12:12
  • +1Mó 20:3
  • +Sl 105:15

1. Mósebók 31:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „syni mína“.

1. Mósebók 31:29

Millivísanir

  • +1Mó 31:24

1. Mósebók 31:30

Millivísanir

  • +1Mó 31:19; 35:2

1. Mósebók 31:33

Millivísanir

  • +1Mó 46:18, 25

1. Mósebók 31:35

Neðanmáls

  • *

    Það er, tíðablæðingum.

Millivísanir

  • +3Mó 15:19
  • +1Mó 31:19

1. Mósebók 31:38

Millivísanir

  • +1Mó 30:27

1. Mósebók 31:39

Millivísanir

  • +1Sa 17:34

1. Mósebók 31:40

Millivísanir

  • +1Mó 47:9

1. Mósebók 31:41

Millivísanir

  • +1Mó 31:7

1. Mósebók 31:42

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „ótti Ísaks“.

Millivísanir

  • +1Mó 28:13; 31:29
  • +1Mó 31:53
  • +1Mó 31:24

1. Mósebók 31:45

Millivísanir

  • +1Mó 28:18

1. Mósebók 31:47

Neðanmáls

  • *

    Arameískt heiti sem merkir ‚vitnisvarða‘.

  • *

    Hebreskt heiti sem merkir ‚vitnisvarða‘.

1. Mósebók 31:48

Millivísanir

  • +1Mó 31:22, 23

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Líf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur,

    4.2020, bls. 4

1. Mósebók 31:49

Neðanmáls

  • *

    Eða „Mispa“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Líf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur,

    4.2020, bls. 4

1. Mósebók 31:52

Millivísanir

  • +1Mó 31:44, 45

1. Mósebók 31:53

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „við ótta Ísaks föður hans“.

Millivísanir

  • +1Mó 17:1, 7
  • +1Mó 31:42

1. Mósebók 31:55

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „syni sína“.

Millivísanir

  • +1Mó 31:28
  • +1Mó 24:59, 60
  • +1Mó 27:43; 28:2

Almennt

1. Mós. 31:11Mó 30:33
1. Mós. 31:21Mó 30:27
1. Mós. 31:31Mó 28:15; 32:9; 35:27
1. Mós. 31:51Mó 30:27
1. Mós. 31:51Mó 48:15
1. Mós. 31:61Mó 30:29, 30
1. Mós. 31:81Mó 30:32
1. Mós. 31:101Mó 30:39
1. Mós. 31:121Mó 29:25; 31:39
1. Mós. 31:131Mó 12:8, 9; 35:15
1. Mós. 31:131Mó 28:18, 22
1. Mós. 31:131Mó 35:14; 37:1
1. Mós. 31:151Mó 31:41; Hós 12:12
1. Mós. 31:161Mó 31:1
1. Mós. 31:161Mó 31:3
1. Mós. 31:171Mó 33:13
1. Mós. 31:181Mó 30:42, 43
1. Mós. 31:181Mó 35:27
1. Mós. 31:191Mó 35:2; Jós 24:2
1. Mós. 31:191Mó 31:14
1. Mós. 31:211Mó 15:18
1. Mós. 31:214Mó 32:1
1. Mós. 31:241Mó 25:20; Hós 12:12
1. Mós. 31:241Mó 20:3
1. Mós. 31:24Sl 105:15
1. Mós. 31:291Mó 31:24
1. Mós. 31:301Mó 31:19; 35:2
1. Mós. 31:331Mó 46:18, 25
1. Mós. 31:353Mó 15:19
1. Mós. 31:351Mó 31:19
1. Mós. 31:381Mó 30:27
1. Mós. 31:391Sa 17:34
1. Mós. 31:401Mó 47:9
1. Mós. 31:411Mó 31:7
1. Mós. 31:421Mó 28:13; 31:29
1. Mós. 31:421Mó 31:53
1. Mós. 31:421Mó 31:24
1. Mós. 31:451Mó 28:18
1. Mós. 31:481Mó 31:22, 23
1. Mós. 31:521Mó 31:44, 45
1. Mós. 31:531Mó 17:1, 7
1. Mós. 31:531Mó 31:42
1. Mós. 31:551Mó 31:28
1. Mós. 31:551Mó 24:59, 60
1. Mós. 31:551Mó 27:43; 28:2
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
  • 50
  • 51
  • 52
  • 53
  • 54
  • 55
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 31:1–55

Fyrsta Mósebók

31 Nú heyrði Jakob að synir Labans sögðu: „Jakob hefur tekið allt sem faðir okkar átti. Allur auðurinn sem hann hefur sankað að sér kemur frá föður okkar.“+ 2 Jakob sá á svipbrigðum Labans að honum var ekki lengur vel við hann.+ 3 Loks sagði Jehóva við Jakob: „Snúðu aftur til lands feðra þinna og til ættingja þinna.+ Ég verð með þér.“ 4 Jakob sendi þá boð til Rakelar og Leu um að þær ættu að koma út í hagann þangað sem hjörðin hans var. 5 Hann sagði við þær:

„Ég sé það á föður ykkar að honum er ekki lengur vel við mig,+ en Guð föður míns hefur verið með mér.+ 6 Þið vitið sjálfar að ég hef unnið af öllum kröftum fyrir föður ykkar.+ 7 Og faðir ykkar hefur reynt að svindla á mér og breytt launum mínum tíu sinnum, en Guð hefur ekki leyft honum að valda mér skaða. 8 Þegar hann sagði: ‚Þú færð flekkótta féð í laun,‘ fæddi öll hjörðin flekkótt afkvæmi en þegar hann sagði: ‚Þú færð rílótta féð í laun,‘ fæddi öll hjörðin rílótt afkvæmi.+ 9 Þannig hefur Guð tekið fénaðinn af föður ykkar og gefið mér. 10 Eitt sinn á fengitímanum sá ég í draumi að hafrarnir sem stukku upp á geiturnar voru rílóttir, flekkóttir og dílóttir.+ 11 Engill hins sanna Guðs sagði við mig í draumnum: ‚Jakob!‘ Og ég svaraði: ‚Hér er ég.‘ 12 Hann sagði: ‚Líttu upp og taktu eftir að allir hafrarnir sem stökkva upp á geiturnar eru rílóttir, flekkóttir og dílóttir. Það er vegna þess að ég hef séð allt sem Laban hefur gert þér.+ 13 Ég er hinn sanni Guð sem birtist þér í Betel+ þar sem þú smurðir minnisvarða og vannst mér heit.+ Leggðu nú af stað, farðu burt úr þessu landi og snúðu aftur til heimalands þíns.‘“+

14 Rakel og Lea sögðu þá við Jakob: „Við getum ekki vænst þess lengur að fá nokkurn arf frá föður okkar. 15 Lítur hann ekki á okkur sem útlendinga? Hann hefur selt okkur og eytt peningunum sem hann fékk fyrir okkur.+ 16 Við og börn okkar eigum allan auðinn sem Guð hefur tekið af föður okkar.+ Gerðu því allt sem Guð hefur sagt þér.“+

17 Jakob bjóst þá til ferðar og lyfti börnum sínum og konum upp á úlfaldana.+ 18 Hann tók allan fénað sinn, þann sem hann hafði aflað sér í Paddan Aram, og allar eigurnar sem hann hafði aflað sér+ og hélt af stað til Ísaks föður síns í Kanaanslandi.+

19 Meðan Laban var úti að rýja sauðféð stal Rakel húsgoðum*+ föður síns.+ 20 Og Jakob lék á Laban hinn arameíska með því að segja honum ekki að hann ætlaði að stinga af. 21 Hann stakk af með allt sem hann átti, hélt yfir Fljótið*+ og stefndi á Gíleaðfjöll.+ 22 Á þriðja degi var Laban sagt að Jakob væri stunginn af. 23 Hann tók þá frændur* sína með sér, elti hann sjö dagleiðir og náði honum á Gíleaðfjöllum. 24 Um nóttina kom Guð til Labans hins arameíska+ í draumi+ og sagði við hann: „Gættu þess hvað þú segir við Jakob, hvort sem það er gott eða illt.“+

25 Laban náði Jakobi sem hafði slegið upp tjaldi sínu á fjallinu, en Laban og frændur hans höfðu einnig sett upp búðir sínar á Gíleaðfjöllum. 26 Laban sagði þá við Jakob: „Hvað hefurðu gert? Hvers vegna blekktirðu mig og tókst dætur mínar eins og þær væru herfang? 27 Hvers vegna stakkstu af með leynd og blekktir mig? Þú hefðir getað sagt mér að þú vildir fara. Þá hefði ég getað kvatt þig með fögnuði og söng, tambúrínum og hörpum. 28 En þú gafst mér ekki einu sinni tækifæri til að kyssa barnabörn mín* og dætur. Það var heimskulegt af þér. 29 Það er á mínu valdi að gera ykkur mein en Guð föður ykkar talaði við mig í nótt og sagði: ‚Gættu þess hvað þú segir við Jakob, hvort sem það er gott eða illt.‘+ 30 Ég veit að þú fórst af því að þú saknaðir fjölskyldu þinnar, en hvers vegna þurftirðu að stela goðunum mínum?“+

31 Jakob svaraði Laban: „Ég var hræddur um að þú tækir dætur þínar frá mér með valdi. 32 Sá sem þú finnur goðin hjá skal deyja. Leitaðu í öllu sem ég á frammi fyrir frændum okkar og taktu það sem þú átt.“ En Jakob vissi ekki að Rakel hafði stolið þeim. 33 Laban gekk þá inn í tjald Jakobs og tjald Leu og tjald ambáttanna tveggja+ en fann ekkert. Hann fór úr tjaldi Leu og gekk inn í tjald Rakelar. 34 En Rakel hafði tekið húsgoðin og komið þeim fyrir í úlfaldasöðlinum og sat nú ofan á þeim. Laban leitaði í öllu tjaldinu en fann þau ekki. 35 Rakel sagði við föður sinn: „Ekki reiðast mér, herra minn, þótt ég geti ekki staðið upp fyrir þér. Ég er á þessu mánaðarlega.“*+ Hann leitaði áfram hátt og lágt en fann húsgoðin hvergi.+

36 Þá reiddist Jakob og ásakaði Laban. „Hvað hef ég gert rangt?“ spurði hann. „Hvers vegna eltirðu mig á röndum eins og ég hafi framið glæp? 37 Nú hefurðu leitað í öllu sem ég á. Hvað hefurðu fundið sem tilheyrir þér? Leggðu það hér fram fyrir frændur mína og frændur þína og látum þá dæma í máli okkar. 38 Í þau 20 ár sem ég hef verið hjá þér hafa ær þínar og geitur aldrei fætt andvana lömb og kiðlinga+ og ég hef ekki borðað einn einasta hrút hjarðar þinnar. 39 Ég kom aldrei til þín með skepnu sem villidýr hafði rifið á hol.+ Ég bætti fyrir hana sjálfur því að þú krafðist þess af mér hvort sem dýrið var tekið að degi eða nóttu. 40 Hiti þjáði mig á daginn og kuldi á nóttinni og mér kom ekki dúr á auga.+ 41 Ég hef verið í 20 ár í húsi þínu. Ég hef unnið hjá þér í 14 ár fyrir báðum dætrum þínum og í 6 ár fyrir hjörð þinni, og þú breyttir launum mínum tíu sinnum.+ 42 Þú hefðir látið mig fara tómhentan burt ef Guð föður míns,+ Guð Abrahams og sá sem Ísak óttast,*+ hefði ekki verið með mér. Guð hefur séð raunir mínar og strit handa minna og þess vegna ávítaði hann þig í nótt.“+

43 Laban svaraði Jakobi: „Dæturnar eru mínar dætur, börnin eru mín börn og hjörðin er mín hjörð. Allt sem þú sérð tilheyrir mér og dætrum mínum. Hvernig gæti ég gert þeim eða börnum þeirra nokkuð illt? 44 Gerum nú með okkur sáttmála, þú og ég, og hann skal vera vitni milli mín og þín.“ 45 Jakob tók þá stein og reisti hann sem minnisvarða.+ 46 Síðan sagði hann við frændur sína: „Náið í steina.“ Og þeir komu með steina og reistu vörðu. Síðan fengu þeir sér að borða við vörðuna. 47 Laban kallaði hana Jegar Sahadúta* en Jakob kallaði hana Galeð.*

48 „Í dag er þessi varða vitni milli mín og þín,“ sagði Laban. Þess vegna var hún kölluð Galeð.+ 49 Hún var einnig kölluð Varðturninn* því að hann sagði: „Jehóva skal fylgjast með okkur þegar við erum komnir úr augsýn hvor annars. 50 Ef þú ferð illa með dætur mínar og ef þú tekur þér fleiri konur en þær skaltu muna að þótt enginn maður sjái til okkar er Guð samt vitni okkar.“ 51 Laban hélt áfram og sagði við Jakob: „Sjáðu þessa vörðu og þennan minnisvarða sem ég hef reist milli þín og mín. 52 Varðan og minnisvarðinn eru vitni að því+ að ég mun ekki ganga fram hjá þessari vörðu með það í hyggju að gera þér mein og að þú munt ekki heldur ganga fram hjá þessari vörðu og þessum minnisvarða með það í hyggju að gera mér mein. 53 Guð Abrahams+ og Guð Nahors, Guð föður þeirra, dæmi milli okkar.“ Og Jakob sór við þann sem Ísak faðir hans óttaðist.*+

54 Síðan færði Jakob sláturfórn á fjallinu og bauð frændum sínum að borða. Þeir borðuðu og sváfu á fjallinu um nóttina. 55 Morguninn eftir fór Laban snemma á fætur, kyssti barnabörn sín*+ og dætur og blessaði þau.+ Síðan sneri hann aftur heim til sín.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila