Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 45
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Jósef segir til sín (1–15)

      • Bræður Jósefs sækja Jakob (16–28)

1. Mósebók 45:1

Millivísanir

  • +1Mó 43:30
  • +Pos 7:13

1. Mósebók 45:4

Millivísanir

  • +1Mó 37:28; Pos 7:9

1. Mósebók 45:5

Millivísanir

  • +1Mó 47:23, 25; 50:20; Sl 105:17

1. Mósebók 45:6

Millivísanir

  • +1Mó 41:30; 47:18

1. Mósebók 45:7

Neðanmáls

  • *

    Eða „í landinu“.

Millivísanir

  • +1Mó 46:26

1. Mósebók 45:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „sem föður“.

Millivísanir

  • +Sl 105:21; Pos 7:9, 10

1. Mósebók 45:9

Millivísanir

  • +1Mó 45:26
  • +Pos 7:14

1. Mósebók 45:10

Millivísanir

  • +1Mó 46:33, 34; 47:1; 2Mó 8:22; 9:26

1. Mósebók 45:11

Millivísanir

  • +1Mó 47:12

1. Mósebók 45:12

Millivísanir

  • +1Mó 42:23

1. Mósebók 45:14

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „féll hann um háls“.

Millivísanir

  • +1Mó 46:29

1. Mósebók 45:18

Neðanmáls

  • *

    Eða „lifa á feiti“.

Millivísanir

  • +1Mó 47:6

1. Mósebók 45:19

Millivísanir

  • +1Mó 41:39, 40
  • +1Mó 45:27; 46:5
  • +1Mó 47:9

1. Mósebók 45:20

Millivísanir

  • +1Mó 46:6

1. Mósebók 45:22

Millivísanir

  • +1Mó 43:34

1. Mósebók 45:24

Millivísanir

  • +1Mó 42:21, 22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    6.2017, bls. 16-17

1. Mósebók 45:26

Neðanmáls

  • *

    Eða „hjarta hans komst ekki við“.

Millivísanir

  • +Sl 105:21
  • +1Mó 42:38; 44:27, 28

1. Mósebók 45:28

Millivísanir

  • +1Mó 46:30

Almennt

1. Mós. 45:11Mó 43:30
1. Mós. 45:1Pos 7:13
1. Mós. 45:41Mó 37:28; Pos 7:9
1. Mós. 45:51Mó 47:23, 25; 50:20; Sl 105:17
1. Mós. 45:61Mó 41:30; 47:18
1. Mós. 45:71Mó 46:26
1. Mós. 45:8Sl 105:21; Pos 7:9, 10
1. Mós. 45:91Mó 45:26
1. Mós. 45:9Pos 7:14
1. Mós. 45:101Mó 46:33, 34; 47:1; 2Mó 8:22; 9:26
1. Mós. 45:111Mó 47:12
1. Mós. 45:121Mó 42:23
1. Mós. 45:141Mó 46:29
1. Mós. 45:181Mó 47:6
1. Mós. 45:191Mó 41:39, 40
1. Mós. 45:191Mó 45:27; 46:5
1. Mós. 45:191Mó 47:9
1. Mós. 45:201Mó 46:6
1. Mós. 45:221Mó 43:34
1. Mós. 45:241Mó 42:21, 22
1. Mós. 45:26Sl 105:21
1. Mós. 45:261Mó 42:38; 44:27, 28
1. Mós. 45:281Mó 46:30
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 45:1–28

Fyrsta Mósebók

45 Nú gat Jósef ekki lengur haft stjórn á tilfinningum sínum frammi fyrir þjónum sínum.+ „Skipið öllum að fara út!“ kallaði hann. Enginn var því viðstaddur þegar Jósef sagði bræðrum sínum hver hann væri.+

2 Hann brast í grát og grét svo hátt að Egyptar heyrðu það og fréttin barst um hús faraós. 3 Jósef sagði við bræður sína: „Ég er Jósef. Er faðir minn enn á lífi?“ En bræðrum hans var svo brugðið að þeir komu ekki upp orði. 4 Þá sagði Jósef við bræður sína: „Komið hingað til mín.“ Og þeir færðu sig nær.

Hann hélt áfram: „Ég er Jósef bróðir ykkar sem þið selduð til Egyptalands.+ 5 En verið óhræddir. Ásakið ekki hver annan fyrir að hafa selt mig hingað. Það var Guð sem sendi mig á undan ykkur til að bjarga mannslífum.+ 6 Nú hefur hungursneyðin staðið yfir í tvö ár í landinu+ og enn koma fimm ár þar sem menn munu hvorki plægja né uppskera. 7 En Guð sendi mig á undan ykkur til að bjarga lífi ykkar með undraverðum hætti og viðhalda ætt ykkar á jörðinni.*+ 8 Það voruð því ekki þið sem senduð mig hingað heldur hinn sanni Guð. Hann gerði mig að æðsta ráðgjafa* faraós, herra yfir öllu húsi hans og höfðingja yfir öllu Egyptalandi.+

9 Flýtið ykkur heim til föður míns og segið við hann: ‚Jósef sonur þinn sagði þetta: „Guð hefur skipað mig herra yfir öllu Egyptalandi.+ Komdu til mín án tafar.+ 10 Þú skalt búa í Gósenlandi,+ nálægt mér, þú og börn þín og barnabörn, sauðfé þitt og nautgripir og allt sem þú átt. 11 Hungursneyðin mun standa í fimm ár í viðbót en ég mun sjá þér þar fyrir mat+ til að þú og fjölskylda þín líðið ekki skort og þú missir ekki allt sem þú átt.“‘ 12 Þið sjáið nú með eigin augum, þið og Benjamín bróðir minn, að það er ég sem tala við ykkur.+ 13 Segið föður mínum frá allri þeirri vegsemd sem ég hef hlotið í Egyptalandi og frá öllu sem þið hafið séð. Hafið nú hraðann á og sækið föður minn.“

14 Síðan faðmaði hann* Benjamín bróður sinn og grét, og Benjamín grét í örmum hans.+ 15 Og hann kyssti alla bræður sína, faðmaði þá og grét. Eftir það töluðu bræður hans við hann.

16 Í húsi faraós fréttist að bræður Jósefs væru komnir og faraó og þjónar hans glöddust yfir því. 17 Faraó sagði þá við Jósef: „Segðu við bræður þína: ‚Klyfjið burðardýr ykkar og farið til Kanaanslands. 18 Sækið föður ykkar og fjölskyldur og komið til mín. Ég skal gefa ykkur af þeim gæðum sem Egyptaland hefur upp á að bjóða og þið fáið að neyta bestu afurða* landsins.‘+ 19 Þú skalt líka segja þeim:+ ‚Takið vagna+ í Egyptalandi handa konum ykkar og börnum og til að sækja föður ykkar og komið hingað.+ 20 Hafið ekki áhyggjur af eigum ykkar+ því að það besta í öllu Egyptalandi verður ykkar.‘“

21 Synir Ísraels gerðu þetta og Jósef gaf þeim vagna eins og faraó hafði fyrirskipað og nesti til ferðarinnar. 22 Hann gaf hverjum og einum nýja flík til að klæðast en Benjamín gaf hann 300 silfursikla og fimm nýjar flíkur.+ 23 Og föður sínum sendi hann tíu asna klyfjaða því besta sem Egyptaland hafði upp á að bjóða og tíu ösnur klyfjaðar korni, brauði og öðrum matföngum handa föður sínum til ferðarinnar. 24 Hann kvaddi bræður sína og þeir lögðu af stað. Hann sagði við þá: „Deilið ekki á leiðinni.“+

25 Þeir fóru frá Egyptalandi og komu til Kanaanslands, heim til Jakobs föður síns. 26 Þeir sögðu honum: „Jósef er enn á lífi og hann ræður yfir öllu Egyptalandi!“+ En hann sýndi engin viðbrögð* því að hann trúði þeim ekki.+ 27 En þegar þeir sögðu honum frá öllu sem Jósef hafði sagt við þá og hann sá vagnana sem Jósef hafði sent til að flytja hann í þá lifnaði yfir Jakobi föður þeirra. 28 „Þetta nægir mér!“ hrópaði Ísrael. „Jósef sonur minn er enn á lífi! Ég verð að hitta hann áður en ég dey.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila