Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Daníel 4
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Daníel – yfirlit

      • Nebúkadnesar konungur viðurkennir konungdóm Guðs (1–3)

      • Draumur konungs um tré (4–18)

        • Sjö tíðir líða eftir að tréð fellur (16)

        • Guð drottnar yfir mönnunum (17)

      • Daníel ræður drauminn (19–27)

      • Draumurinn rætist fyrst á konunginum (28–36)

        • Konungurinn vitfirrtur í sjö tíðir (32, 33)

      • Konungurinn vegsamar Guð himinsins (37)

Daníel 4:1

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 82-84

Daníel 4:3

Millivísanir

  • +Sl 10:16; 90:2; Jer 10:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 82-84

Daníel 4:5

Millivísanir

  • +Dan 2:1

Daníel 4:6

Millivísanir

  • +Dan 2:2

Daníel 4:7

Neðanmáls

  • *

    Hópur sem lagði stund á spásagnir og stjörnuspeki.

Millivísanir

  • +Jes 47:13
  • +Dan 2:10, 11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nýheimsþýðingin, bls. 1642

Daníel 4:8

Millivísanir

  • +Dan 1:7
  • +Jes 46:1; Jer 50:2
  • +Dan 4:18; 5:11, 12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    10.2016, bls. 14

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 84-85

Daníel 4:9

Millivísanir

  • +Dan 1:20; 2:48
  • +1Mó 41:38; Dan 6:3
  • +Dan 1:17, 20

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.2007, bls. 18

Daníel 4:10

Millivísanir

  • +Dan 4:26
  • +Dan 4:20–22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 85

    Varðturninn,

    1.8.1997, bls. 4-5

    1.1.1987, bls. 3

    Lifað að eilífu, bls. 138-139

Daníel 4:13

Millivísanir

  • +Dan 4:23–26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 85-86

Daníel 4:14

Millivísanir

  • +Dan 4:31; 5:18, 20

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Lifað að eilífu, bls. 138-140

Daníel 4:15

Neðanmáls

  • *

    Eða „látið rótarstofninn“.

Millivísanir

  • +Dan 4:32, 33

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 85-86, 92

Daníel 4:16

Millivísanir

  • +Lúk 21:24
  • +Dan 4:32

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 86-87, 92, 94-97

    Varðturninn,

    1.4.1991, bls. 16

    1.3.1987, bls. 4-7

    1.1.1987, bls. 3

    Lifað að eilífu, bls. 140-141

Daníel 4:17

Millivísanir

  • +Dan 4:13
  • +Dan 4:34

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Biblíuspurningar og svör, grein 75

    Varðturninn (námsútgáfa),

    10.2022, bls. 15-16

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Varðturninn,

    1.11.2014, bls. 11

    1.12.2005, bls. 13-14

    1.4.1991, bls. 16

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 97

Daníel 4:18

Millivísanir

  • +Jes 47:13; Dan 2:27; 5:8, 15

Daníel 4:19

Millivísanir

  • +Dan 1:7

Daníel 4:20

Millivísanir

  • +Dan 4:10, 11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Varðturninn,

    1.10.2007, bls. 18

Daníel 4:21

Millivísanir

  • +Dan 4:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

Daníel 4:22

Millivísanir

  • +Jes 14:13, 14
  • +Dan 2:37, 38

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 87

Daníel 4:23

Neðanmáls

  • *

    Eða „látið rótarstofninn“.

Millivísanir

  • +Dan 4:13; 8:13
  • +Dan 4:13–16; Lúk 21:24

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 94-97

    Þekkingarbókin, bls. 96-97

    Lifað að eilífu, bls. 140-141

Daníel 4:24

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

Daníel 4:25

Millivísanir

  • +Dan 4:31–33
  • +Lúk 21:24; Op 12:6, 14
  • +Dan 4:16
  • +1Sa 2:7, 8; Job 34:24; Jer 27:5; Esk 21:26, 27; Dan 2:21; 7:13, 14; Lúk 1:32, 33

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    8.2023, bls. 3

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 88, 94-97

    Varðturninn,

    1.3.1987, bls. 4-7

Daníel 4:26

Neðanmáls

  • *

    Eða „rótarstofn trésins skyldi skilinn eftir“.

Millivísanir

  • +Dan 4:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 88-89

Daníel 4:27

Millivísanir

  • +1Kon 21:29; Jl 2:14; Jón 3:8–10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 89

Daníel 4:28

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.1987, bls. 4-5

Daníel 4:30

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    7.2023, bls. 31

    Biblíuspurningar og svör, grein 193

    Varðturninn,

    1.1.1989, bls. 11

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 20-21, 89-90

Daníel 4:31

Millivísanir

  • +Dan 4:25; Pos 12:22, 23

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

Daníel 4:32

Millivísanir

  • +Dan 4:17

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 90-92, 94-97

Daníel 4:33

Millivísanir

  • +Dan 4:25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 90-92

    Varðturninn,

    1.1.1987, bls. 3

Daníel 4:34

Millivísanir

  • +Dan 4:16
  • +Sl 10:16; Dan 4:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

Daníel 4:35

Neðanmáls

  • *

    Eða „haldið aftur af hendi hans“.

Millivísanir

  • +Job 34:24; Jes 43:13
  • +Jes 45:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.1.1989, bls. 11

Daníel 4:36

Millivísanir

  • +Dan 4:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 32

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 93

Daníel 4:37

Millivísanir

  • +Dan 4:2, 3
  • +5Mó 32:4; Sl 33:5
  • +2Mó 18:10, 11; Jak 4:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 93

    Varðturninn,

    1.1.1989, bls. 11

Almennt

Dan. 4:3Sl 10:16; 90:2; Jer 10:10
Dan. 4:5Dan 2:1
Dan. 4:6Dan 2:2
Dan. 4:7Jes 47:13
Dan. 4:7Dan 2:10, 11
Dan. 4:8Dan 1:7
Dan. 4:8Jes 46:1; Jer 50:2
Dan. 4:8Dan 4:18; 5:11, 12
Dan. 4:9Dan 1:20; 2:48
Dan. 4:91Mó 41:38; Dan 6:3
Dan. 4:9Dan 1:17, 20
Dan. 4:10Dan 4:26
Dan. 4:10Dan 4:20–22
Dan. 4:13Dan 4:23–26
Dan. 4:14Dan 4:31; 5:18, 20
Dan. 4:15Dan 4:32, 33
Dan. 4:16Lúk 21:24
Dan. 4:16Dan 4:32
Dan. 4:17Dan 4:13
Dan. 4:17Dan 4:34
Dan. 4:18Jes 47:13; Dan 2:27; 5:8, 15
Dan. 4:19Dan 1:7
Dan. 4:20Dan 4:10, 11
Dan. 4:21Dan 4:12
Dan. 4:22Jes 14:13, 14
Dan. 4:22Dan 2:37, 38
Dan. 4:23Dan 4:13; 8:13
Dan. 4:23Dan 4:13–16; Lúk 21:24
Dan. 4:25Dan 4:31–33
Dan. 4:25Lúk 21:24; Op 12:6, 14
Dan. 4:25Dan 4:16
Dan. 4:251Sa 2:7, 8; Job 34:24; Jer 27:5; Esk 21:26, 27; Dan 2:21; 7:13, 14; Lúk 1:32, 33
Dan. 4:26Dan 4:15
Dan. 4:271Kon 21:29; Jl 2:14; Jón 3:8–10
Dan. 4:31Dan 4:25; Pos 12:22, 23
Dan. 4:32Dan 4:17
Dan. 4:33Dan 4:25
Dan. 4:34Dan 4:16
Dan. 4:34Sl 10:16; Dan 4:3
Dan. 4:35Job 34:24; Jes 43:13
Dan. 4:35Jes 45:9
Dan. 4:36Dan 4:26
Dan. 4:37Dan 4:2, 3
Dan. 4:375Mó 32:4; Sl 33:5
Dan. 4:372Mó 18:10, 11; Jak 4:6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
Biblían – Nýheimsþýðingin
Daníel 4:1–37

Daníel

4 „Frá Nebúkadnesari konungi til allra þjóða, þjóðflokka og málhópa sem búa um alla jörð: Ég óska ykkur friðar og farsældar! 2 Það gleður mig að segja frá þeim táknum og undraverkum sem hinn hæsti Guð hefur látið koma fram á mér. 3 Hversu mikilfengleg eru tákn hans og stórkostleg undraverk hans! Ríki hans er eilíft ríki og stjórn hans varir kynslóð eftir kynslóð.+

4 Ég, Nebúkadnesar, var áhyggjulaus í húsi mínu og undi mér vel í höll minni. 5 Þá dreymdi mig draum sem gerði mig óttasleginn. Myndirnar og sýnirnar sem birtust mér í huganum meðan ég lá í rúmi mínu skelfdu mig.+ 6 Ég gaf því skipun um að allir vitringar Babýlonar skyldu leiddir fyrir mig til að segja mér hvað draumurinn merkti.+

7 Þá komu galdraprestarnir, særingamennirnir, Kaldearnir* og stjörnuspekingarnir+ og ég sagði þeim drauminn en þeir gátu ekki ráðið hann fyrir mig.+ 8 Loks kom Daníel til mín sem er kallaður Beltsasar+ eftir nafni guðs míns.+ Í honum býr andi hinna heilögu guða,+ og ég sagði honum drauminn:

9 ‚Beltsasar, þú sem ert yfirmaður galdraprestanna,+ ég veit að andi hinna heilögu guða býr í þér+ og enginn leyndardómur er þér ofviða.+ Útskýrðu nú fyrir mér sýnirnar sem ég sá í draumi mínum og hvað þær merkja.

10 Í sýnunum sem birtust mér í huganum í rúmi mínu sá ég tré.+ Það var geysihátt og stóð á miðri jörðinni.+ 11 Tréð óx og varð sterkt, það náði til himins og var sýnilegt frá endimörkum jarðar. 12 Það var laufskrúðugt, bar mikinn ávöxt og gaf af sér fæðu handa öllum. Dýr jarðar leituðu skjóls í skugga þess, fuglar himins hreiðruðu um sig á greinum þess og allar lífverur nærðust af því.

13 Meðan sýnirnar birtust mér í rúmi mínu sá ég heilagan vörð stíga niður af himni.+ 14 Hann kallaði hárri röddu: „Höggvið tréð,+ skerið af greinarnar, hristið af laufið og dreifið ávöxtunum svo að dýrin flýi undan því og fuglarnir af greinum þess. 15 En látið stubbinn með rótum sínum* vera eftir í jörðinni, bundinn járn- og koparfjötrum á grösugu enginu. Dögg himins skal væta hann og hann skal deila gróðri jarðar með dýrunum.+ 16 Hjarta hans mun breytast. Hann skal ekki lengur hafa mannshjarta heldur verður honum gefið dýrshjarta, og sjö tíðir+ munu líða.+ 17 Verðirnir+ tilkynna þessa ákvörðun, hinir heilögu boða þennan úrskurð svo að allir sem lifa viti að Hinn hæsti drottnar yfir ríki mannanna+ og gefur það hverjum sem hann vill og setur jafnvel yfir það hinn lítilmótlegasta meðal manna.“

18 Þetta var draumurinn sem mig, Nebúkadnesar konung, dreymdi. Segðu mér nú, Beltsasar, hvað hann merkir því að enginn af hinum vitringunum í ríki mínu getur ráðið hann fyrir mig.+ En þú ert fær um það því að andi hinna heilögu guða býr í þér.‘

19 Daníel, sem hafði fengið nafnið Beltsasar,+ stóð þá stjarfur um stund og hugsanir hans gerðu hann óttasleginn.

Konungurinn sagði: ‚Beltsasar, láttu hvorki drauminn né merkingu hans hræða þig.‘

Beltsasar svaraði: ‚Herra minn, ég vildi óska að draumurinn rættist á þeim sem hata þig og merking hans á óvinum þínum.

20 Tréð sem þú sást varð voldugt og sterkt og náði til himins og var sýnilegt um alla jörð.+ 21 Það var laufskrúðugt og bar mikinn ávöxt svo að næg fæða var handa öllum. Dýr jarðar bjuggu undir því og fuglar himins hreiðruðu um sig á greinum þess.+ 22 Þetta tré ert þú, konungur, því að þú ert orðinn voldugur og sterkur og mikilfengleiki þinn hefur vaxið allt til himins+ og stjórn þín til endimarka jarðar.+

23 Konungurinn sá heilagan vörð+ stíga niður af himni og segja: „Höggvið tréð og eyðið því en látið stubbinn með rótum sínum* vera eftir í jörðinni, bundinn járn- og koparfjötrum á grösugu enginu, og dögg himins væti hann. Hann skal búa meðal dýra jarðarinnar þar til sjö tíðir eru liðnar.“+ 24 Ráðningin er þessi, konungur, og þetta er það sem Hinn hæsti hefur ákveðið að komi fyrir herra minn, konunginn. 25 Þú verður hrakinn burt úr samfélagi manna til að búa með dýrum jarðar. Þér verður gefið gras að bíta eins og nautum og dögg himins mun væta þig.+ Sjö tíðir+ munu líða+ þar til þér verður ljóst að Hinn hæsti drottnar yfir ríki mannanna og gefur það hverjum sem hann vill.+

26 En sagt var að stubbur trésins skyldi skilinn eftir með rótum sínum*+ og það merkir að þú munt endurheimta ríki þitt eftir að þér verður ljóst að himnarnir fara með völdin. 27 Þiggðu því ráð mitt, konungur. Segðu skilið við syndir þínar með því að gera það sem er rétt og við ranglæti þitt með miskunnsemi við fátæka. Þá má vera að farsæld þín vari lengur.‘“+

28 Allt þetta rættist á Nebúkadnesari konungi.

29 Tólf mánuðum síðar, þegar konungur var á gangi á þaki konungshallarinnar í Babýlon, 30 sagði hann: „Er þetta ekki Babýlon hin mikla sem ég hef reist sem konungssetur með eigin styrk og mætti, mikilfengleika mínum til dýrðar?“

31 Áður en konungur hafði sleppt orðinu heyrðist rödd af himni: „Um þig er sagt, Nebúkadnesar konungur: ‚Ríkið hefur verið tekið af þér+ 32 og þú verður hrakinn burt úr samfélagi manna. Þú munt búa með dýrum jarðar og þér verður gefið gras að bíta eins og nautum. Sjö tíðir munu líða þar til þér er ljóst að Hinn hæsti drottnar yfir ríki mannanna og gefur það hverjum sem hann vill.‘“+

33 Á sömu stundu rættust þessi orð á Nebúkadnesari. Hann var hrakinn burt úr samfélagi manna og fór að bíta gras eins og naut. Dögg himins vætti líkama hans. Hárið óx og varð sítt eins og arnarfjaðrir og neglurnar eins og fuglsklær.+

34 „Þegar tíminn var liðinn+ leit ég, Nebúkadnesar, til himins og fékk vitið aftur. Ég lofaði Hinn hæsta og vegsamaði og tignaði þann sem lifir eilíflega því að stjórn hans er eilíf stjórn og ríki hans varir kynslóð eftir kynslóð.+ 35 Allir jarðarbúar eru ekki neitt í samanburði við hann og hann fer með her himins og íbúa jarðar eins og hann vill. Enginn getur staðið í vegi fyrir honum*+ eða sagt: ‚Hvað hefurðu gert?‘+

36 Á sömu stundu fékk ég vitið aftur og endurheimti ríki mitt í allri sinni dýrð, mikilfengleika minn og tign.+ Embættismenn mínir og tignarmenn leituðu til mín. Ég settist aftur að völdum og hlaut enn meiri vegsemd en áður.

37 Ég, Nebúkadnesar, lofa nú, vegsama og tigna konung himnanna+ því að öll verk hans eru sannleikur og vegir hans réttlátir.+ Hann er fær um að auðmýkja þá sem ganga fram í hroka.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila