Jesaja
Ástvinur minn átti víngarð í frjósamri hlíð.
2 Hann stakk upp garðinn og tíndi úr honum grjótið.
Hann vonaði að þar yxu gæðavínber
en garðurinn bar aðeins villt ber.+
Ég vonaðist eftir gæðavínberjum.
Af hverju bar hann þá aðeins villt ber?
5 Nú vil ég segja ykkur
hvað ég ætla að gera við víngarð minn:
Ég ríf upp limgerðið
og garðurinn verður brenndur.+
Ég brýt niður steingarðinn í kringum hann
og hann verður troðinn niður.
Hann vonaðist eftir réttlæti+
en þar var tómt ranglæti,
eftir réttvísi
en heyrði aðeins örvæntingaróp.“+
8 Ógæfa kemur yfir þá sem bæta húsi við hús+
og akri við akur+
þar til ekkert landrými er eftir
og þið búið einir í landinu.
9 Ég heyrði Jehóva hersveitanna sverja
að fjöldi húsa yrði mannlaus+
og myndi vekja skelfingu
þótt þau væru stór og falleg.
11 Ógæfa kemur yfir þá sem fara snemma á fætur til að drekka áfengi,+
þá sem sitja við langt fram á nótt og verða ölvaðir.
12 Í veislum þeirra er leikið á hörpu og lýru,
tambúrínu og flautu og drukkið vín.
En þeir gefa ekki gaum að verkum Jehóva
og sjá ekki verk handa hans.
13 Þjóð mín fer í útlegð
því að hún þekkir mig ekki.+
Tignarmenn hennar munu svelta+
og fólkið allt skrælna af þorsta.
Tignarmenn Jerúsalem, hávær fjöldinn og svallarar
munu steypast ofan í hana.
15 Maðurinn verður beygður,
hann verður auðmýktur
og augu hinna hrokafullu niðurlút.
16 Jehóva hersveitanna verður upphafinn með dómi sínum,*
17 Lömbin verða á beit eins og í haga.
Útlendingar nærast á eyðistöðum þar sem vel alin dýr voru áður á beit.
18 Ógæfa kemur yfir þá sem draga sekt sína með svikareipum
og synd sína eins og spenntir fyrir vagn,
19 þá sem segja: „Flýti hann verki sínu,
verði fljótt úr því svo að við getum séð það.
20 Ógæfa kemur yfir þá sem kalla hið góða illt og hið illa gott,+
þá sem breyta myrkri í ljós og ljósi í myrkur,
þá sem segja að beiskt sé sætt og sætt sé beiskt.
22 Ógæfa bíður þeirra sem drekka hraustlega
og þeirra sem eru snjallir að blanda áfenga drykki,+
23 þeirra sem sýkna hinn illa fyrir mútur+
og láta ekki hinn réttláta ná rétti sínum.+
24 Eins og eldtungur gleypa hálminn
og þurrt grasið skrælnar í logunum
rotna rætur þeirra
og blóm þeirra fjúka eins og ryk
því að þeir höfnuðu lögum* Jehóva hersveitanna
og virtu ekki orð Hins heilaga Ísraels.+
25 Þess vegna blossar reiði Jehóva upp gegn fólki hans
og hann réttir út höndina og slær það.+
Fjöllin skjálfa
og líkin liggja eins og sorp á götunum.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.
26 Hann hefur reist merkisstöng handa fjarlægri þjóð,+
hann hefur blístrað á hana að koma frá endimörkum jarðar.+
Og hún kemur á svipstundu.+
27 Enginn er þreyttur, enginn hrasar.
Enginn er syfjaður né sofandi.
Belti þeirra losna ekki
og sandalaólarnar slitna ekki.
28 Örvar þeirra eru beittar
og bogar þeirra spenntir.*
Hófar hestanna eru tinnuharðir
og vagnhjólin eins og stormur.+
Þeir urra og hremma bráðina,
þeir bera hana burt og enginn getur bjargað henni.
30 Þeir urra yfir bráðinni þann dag
eins og hafið drynur.+
Sá sem horfir yfir landið sér aðeins þrúgandi myrkur,
jafnvel dagsbirtan er myrkvuð af skýjunum.+