Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 30
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Job lýsir breyttum aðstæðum sínum (1–31)

        • Dugleysingjar hæðast að honum (1–15)

        • Virðist ekki fá neina hjálp frá Guði (20, 21)

        • „Húð mín er orðin svört“ (30)

Jobsbók 30:1

Millivísanir

  • +Job 12:4

Jobsbók 30:5

Millivísanir

  • +1Mó 4:12; Sl 109:10; Dan 4:25

Jobsbók 30:6

Neðanmáls

  • *

    Eða „hlíðum flóðdalanna“.

Jobsbók 30:9

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „ég er orðinn þeim máltæki“.

Millivísanir

  • +Sl 69:12; Hlj 3:14
  • +Job 17:6

Jobsbók 30:10

Millivísanir

  • +Job 19:13
  • +4Mó 12:14; 5Mó 25:9; Jes 50:6; Mt 27:30

Jobsbók 30:11

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „losað bogastreng minn“.

Jobsbók 30:13

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „hjálpi þeim“.

Millivísanir

  • +Job 16:2; Sl 69:26

Jobsbók 30:16

Millivísanir

  • +Sl 22:14
  • +Job 10:15

Jobsbók 30:17

Millivísanir

  • +Sl 6:2
  • +Job 2:8, 13; 7:4

Jobsbók 30:18

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „Miklar þjáningar mínar afmynda mig“.

Jobsbók 30:20

Millivísanir

  • +Job 19:7; Sl 22:2

Jobsbók 30:21

Millivísanir

  • +Job 7:20; 19:6

Jobsbók 30:22

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „leysir mig upp með miklum gný“.

Jobsbók 30:24

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „á rústahaug“.

Millivísanir

  • +Job 13:25

Jobsbók 30:25

Neðanmáls

  • *

    Eða „eiga erfiða daga“.

Millivísanir

  • +Okv 14:21, 31; 19:17

Jobsbók 30:28

Millivísanir

  • +Sl 38:6; 42:9; 43:2

Jobsbók 30:29

Millivísanir

  • +Mík 1:8

Jobsbók 30:30

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „sótthita“.

Millivísanir

  • +Job 7:5; Hlj 4:8

Almennt

Job. 30:1Job 12:4
Job. 30:51Mó 4:12; Sl 109:10; Dan 4:25
Job. 30:9Sl 69:12; Hlj 3:14
Job. 30:9Job 17:6
Job. 30:10Job 19:13
Job. 30:104Mó 12:14; 5Mó 25:9; Jes 50:6; Mt 27:30
Job. 30:13Job 16:2; Sl 69:26
Job. 30:16Sl 22:14
Job. 30:16Job 10:15
Job. 30:17Sl 6:2
Job. 30:17Job 2:8, 13; 7:4
Job. 30:20Job 19:7; Sl 22:2
Job. 30:21Job 7:20; 19:6
Job. 30:24Job 13:25
Job. 30:25Okv 14:21, 31; 19:17
Job. 30:28Sl 38:6; 42:9; 43:2
Job. 30:29Mík 1:8
Job. 30:30Job 7:5; Hlj 4:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 30:1–31

Jobsbók

30 Nú hlæja þeir að mér+

– mér yngri menn.

Ég hefði ekki treyst feðrum þeirra

til að vera með fjárhundum mínum.

 2 Hvaða gagn hef ég haft af styrk handa þeirra?

Þrek þeirra er þrotið.

 3 Þeir eru örmagna af skorti og hungri,

þeir naga skrælnaða jörðina

sem var þegar orðin lífvana auðn.

 4 Þeir safna söltu laufi af runnunum

og hafa rætur gýfilrunnans til matar.

 5 Þeir eru hraktir burt úr samfélaginu,+

fólk hrópar á eftir þeim eins og þeir væru þjófar.

 6 Þeir búa í gilbrekkum,*

í jarðholum og hellum.

 7 Þeir kveina úr runnunum

og hnipra sig saman innan um netlurnar.

 8 Þeir eru börn dugleysingja og nafnlausra

og eru því reknir burt úr landinu.

 9 En nú syngja þeir níðvísur um mig+

og þeir hæðast að mér.*+

10 Þeir fyrirlíta mig og forðast,+

þeir hika ekki við að hrækja framan í mig.+

11 Guð hefur afvopnað mig* og auðmýkt,

þess vegna sleppa þeir fram af sér beislinu frammi fyrir mér.

12 Þeir rísa upp eins og skríll mér á hægri hönd,

þeir reka mig á flótta

og leggja dauðagildrur fyrir mig á leið minni.

13 Þeir rífa upp stíga mína

og auka á þjáningar mínar+

án þess að nokkur hindri þá.*

14 Þeir koma eins og gegnum breitt múrskarð,

þeir streyma fram innan um rústirnar.

15 Skelfingin gagntekur mig,

reisn mín fýkur út í veður og vind

og björgun mín hverfur eins og ský.

16 Nú fjarar líf mitt út,+

dagar eymdarinnar+ halda mér föstum.

17 Sársaukinn nístir gegnum bein mín um nætur,+

nagandi kvölunum linnir ekki.+

18 Sterk öfl hafa afskræmt klæðnað minn,*

hann þrengir að mér eins og kragi um hálsinn.

19 Guð hefur kastað mér niður í leðjuna,

ég er orðinn að mold og ösku.

20 Ég hrópa á hjálp en þú svarar ekki,+

ég stend á fætur en þú horfir bara á mig.

21 Þú hefur snúist miskunnarlaust gegn mér,+

þú ræðst á mig af alefli.

22 Þú lyftir mér upp og vindurinn feykir mér burt,

þú lætur mig kastast til í storminum.*

23 Ég veit að þú sendir mig í dauðann,

í húsið þar sem allir lifandi menn eiga að mætast.

24 En enginn myndi ráðast á bugaðan mann*+

sem hrópaði á hjálp á neyðarstund.

25 Hef ég ekki grátið yfir þeim sem hafa átt erfitt?*

Hef ég ekki vorkennt hinum fátæku?+

26 Ég vonaðist eftir góðu en hið illa kom yfir mig,

ég bjóst við ljósi en þá kom myrkur.

27 Ólgan innra með mér hætti ekki,

dag eftir dag mættu mér þjáningar.

28 Niðurdreginn geng ég um+ og sé ekki sólarglætu.

Ég rís á fætur í mannsöfnuðinum og hrópa á hjálp.

29 Ég er orðinn bróðir sjakalanna

og félagi strútanna.+

30 Húð mín er orðin svört og flagnar af,+

beinin brenna af hita.*

31 Á hörpu mína eru aðeins leikin sorgarljóð,

á flautuna er leikið undir grát.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila