Jobsbók
36 Elíhú hélt áfram:
2 „Sýndu mér þolinmæði aðeins lengur meðan ég skýri mál mitt
því að ég á enn margt ósagt Guði til varnar.
3 Ég ætla að tala ítarlega um það sem ég veit
og sýna fram á að skapari minn sé réttlátur.+
5 Guð er voldugur+ og hafnar engum,
þekking hans á sér engin takmörk.
7 Hann hefur ekki augun af hinum réttlátu,+
hann setur þá í hásæti með konungum*+ og upphefur þá um eilífð.
8 En ef þeir eru hlekkjaðir
og fangaðir í snöru neyðarinnar
9 segir hann þeim hvað þeir hafa gert,
hvaða syndir þeir hafa drýgt í hroka sínum.
10 Hann opnar eyru þeirra fyrir öguninni
og segir þeim að hætta að gera það sem er rangt.+
13 Þeir sem eru guðlausir* í hjarta ala með sér gremju.
Þeir hrópa ekki einu sinni á hjálp þegar hann fjötrar þá.
15 En Guð* bjargar hinum þjáðu úr neyð þeirra,
hann opnar eyru þeirra þegar þeir eru kúgaðir.
16 Hann dregur þig burt frá barmi örvæntingarinnar+
út á víðlendi þar sem ekkert hamlar þér+
og borð þitt, fullt af úrvalsréttum, huggar þig.+
17 Þá fagnarðu dóminum yfir hinum illu,+
dómurinn fellur og réttlætið nær fram að ganga.
18 En gættu þess að reiðin geri þig ekki illgjarnan*+
og láttu ekki háar mútur leiða þig á villigötur.
19 Geta hróp þín á hjálp
eða erfiði þitt bjargað þér úr neyð?+
20 Þráðu ekki nóttina
þegar fólk hverfur af sínum stað.
21 Gættu þess að snúa þér ekki að hinu illa
og velja það í stað þess að þjást.+
22 Sjáðu hve upphafinn Guð er í mætti sínum!
Hvaða kennari jafnast á við hann?
25 Allt mannkyn hefur séð það,
dauðlegur maður horfir á það úr fjarska.
32 Hann hefur eldinguna í hendi sér
og beinir henni að markinu.+
33 Þrumur hans segja frá honum,
jafnvel búféð veit hver* er á leiðinni.