Esekíel
13 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, spáðu gegn spámönnum Ísraels+ og segðu við þá sem spinna upp sína eigin spádóma:*+ ‚Heyrið orð Jehóva. 3 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Illa fer fyrir heimskum spámönnum sem spá því sem þeim sjálfum dettur í hug þó að þeir hafi ekki séð neinar sýnir.+ 4 Spámenn þínir, Ísrael, eru eins og refir í rústum. 5 Þið farið ekki að múrnum til að gera við skörðin fyrir Ísraelsmenn+ svo að þeir geti staðist í orrustunni á degi Jehóva.“+ 6 „Sýnir þeirra eru falskar og spár þeirra lygar. ‚Þetta er orð Jehóva,‘ segja þeir þó að Jehóva hafi ekki sent þá, og þeir búast við að orð þeirra rætist.+ 7 Eru ekki sýnir ykkar falskar og spár ykkar lygar? Þið segið: ‚Þetta er orð Jehóva,‘ þó að ég hafi ekkert sagt.“‘
8 ‚Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: „‚Þar sem þið farið með ósannindi og sýnir ykkar eru lygar stend ég gegn ykkur,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“+ 9 Ég lyfti hendi minni gegn spámönnunum sem sjá falskar sýnir og spá lygum.+ Þeir verða ekki í hópi þeirra sem ég sýni trúnað. Þeir verða ekki færðir á skrá yfir Ísraelsmenn og fá ekki að snúa aftur til Ísraelslands. Þið munuð komast að raun um að ég er alvaldur Drottinn Jehóva.+ 10 Allt gerist þetta vegna þess að þeir hafa leitt fólk mitt afvega og sagt: „Það er friður!“ þegar enginn friður er.+ Ef veikbyggður veggur er reistur hvítkalka þeir hann.‘*+
11 Segðu þeim sem hvítkalka vegginn að hann muni falla. Það kemur úrhelli, hagl og stormur og veggurinn hrynur.+ 12 Og þegar hann hrynur spyrja menn ykkur: ‚Hvar er nú kalkhúðin ykkar?‘+
13 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég læt öflugan storm skella á í reiði minni, úrhelli í bræði minni og skaðræðishagl í heift minni. 14 Ég ríf niður vegginn sem þið hvítkölkuðuð og jafna hann við jörðu þannig að grunnurinn blasi við. Þegar borgin fellur farist þið inni í henni og þið komist að raun um að ég er Jehóva.‘
15 ‚Þegar ég úthelli reiði minni yfir vegginn og þá sem hvítkölkuðu hann segi ég við ykkur: „Veggurinn er horfinn og sömuleiðis þeir sem hvítkölkuðu hann.+ 16 Spámenn Ísraels eru horfnir, þeir sem spá um Jerúsalem og sjá sýnir um frið þegar enginn friður er,“‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.
17 En þú, mannssonur, snúðu þér að dætrum þjóðar þinnar sem spinna upp sína eigin spádóma og spáðu gegn þeim. 18 Segðu við þær: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Illa fer fyrir konunum sem sauma handleggsbönd* og slæður af öllum stærðum til að veiða fólk. Leggið þið gildrur fyrir fólk mitt meðan þið reynið að bjarga eigin lífi? 19 Þið vanhelgið mig meðal fólks míns fyrir nokkrar lúkur af byggi og fáeina brauðbita.+ Þið drepið þá sem eiga ekki að deyja og þyrmið þeim sem eiga ekki að lifa með því að ljúga að fólki mínu sem hlustar á lygarnar.“‘+
20 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég ræðst gegn handleggsböndum ykkar, konur, sem þið notið til að veiða fólk eins og fugla. Ég slít þau af handleggjum ykkar og sleppi þeim sem þið veiðið eins og fugla. 21 Ég slít slæðurnar af og bjarga fólki mínu úr höndum ykkar. Það verður ekki lengur bráð ykkar og þið komist að raun um að ég er Jehóva.+ 22 Þið hafið dregið kjarkinn úr hinum réttláta með blekkingum ykkar+ þó að ég vildi ekki gera honum illt.* Og þið hafið stutt hinn illa+ þannig að hann snýr ekki af sinni röngu braut og heldur lífi.+ 23 Þess vegna munuð þið konur ekki lengur sjá falskar sýnir og stunda spákukl.+ Ég frelsa fólk mitt úr höndum ykkar og þið skuluð komast að raun um að ég er Jehóva.‘“