Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Samúelsbók 24
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Samúelsbók – yfirlit

      • Davíð þyrmir lífi Sáls (1–22)

        • Davíð virðir smurðan konung Jehóva (6)

1. Samúelsbók 24:1

Millivísanir

  • +1Sa 23:28, 29

1. Samúelsbók 24:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Líkjum eftir trú þeirra, grein 3

1. Samúelsbók 24:3

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hylja fætur sína“.

Millivísanir

  • +Sl 57:yfirskrift; 142:yfirskrift

1. Samúelsbók 24:4

Millivísanir

  • +1Sa 26:8, 23

1. Samúelsbók 24:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „sló hjartað Davíð“.

Millivísanir

  • +2Sa 24:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.2007, bls. 14

1. Samúelsbók 24:6

Millivísanir

  • +2Mó 22:28; 1Sa 26:11; 2Sa 1:14; 1Kr 16:22

1. Samúelsbók 24:7

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „tvístraði Davíð“.

1. Samúelsbók 24:8

Millivísanir

  • +1Sa 26:17

1. Samúelsbók 24:9

Millivísanir

  • +1Sa 26:19

1. Samúelsbók 24:10

Millivísanir

  • +1Sa 24:4
  • +1Sa 9:16; 10:1; 26:9; Sl 105:15

1. Samúelsbók 24:11

Millivísanir

  • +1Sa 26:18; Sl 35:7
  • +1Sa 23:14

1. Samúelsbók 24:12

Millivísanir

  • +1Sa 26:23
  • +5Mó 32:35
  • +1Sa 26:11

1. Samúelsbók 24:14

Millivísanir

  • +1Sa 26:20

1. Samúelsbók 24:15

Millivísanir

  • +1Sa 25:39; Sl 35:1

1. Samúelsbók 24:16

Millivísanir

  • +1Sa 26:17

1. Samúelsbók 24:17

Millivísanir

  • +1Sa 26:21

1. Samúelsbók 24:18

Millivísanir

  • +1Sa 24:4, 10

1. Samúelsbók 24:19

Millivísanir

  • +1Sa 26:25; Sl 18:20

1. Samúelsbók 24:20

Millivísanir

  • +1Sa 13:14; 15:28; 18:8; 20:31; 23:17

1. Samúelsbók 24:21

Millivísanir

  • +3Mó 19:12; 5Mó 6:13
  • +2Sa 9:1; 21:7

1. Samúelsbók 24:22

Millivísanir

  • +1Sa 15:34
  • +1Sa 23:29

Almennt

1. Sam. 24:11Sa 23:28, 29
1. Sam. 24:3Sl 57:yfirskrift; 142:yfirskrift
1. Sam. 24:41Sa 26:8, 23
1. Sam. 24:52Sa 24:10
1. Sam. 24:62Mó 22:28; 1Sa 26:11; 2Sa 1:14; 1Kr 16:22
1. Sam. 24:81Sa 26:17
1. Sam. 24:91Sa 26:19
1. Sam. 24:101Sa 24:4
1. Sam. 24:101Sa 9:16; 10:1; 26:9; Sl 105:15
1. Sam. 24:111Sa 26:18; Sl 35:7
1. Sam. 24:111Sa 23:14
1. Sam. 24:121Sa 26:23
1. Sam. 24:125Mó 32:35
1. Sam. 24:121Sa 26:11
1. Sam. 24:141Sa 26:20
1. Sam. 24:151Sa 25:39; Sl 35:1
1. Sam. 24:161Sa 26:17
1. Sam. 24:171Sa 26:21
1. Sam. 24:181Sa 24:4, 10
1. Sam. 24:191Sa 26:25; Sl 18:20
1. Sam. 24:201Sa 13:14; 15:28; 18:8; 20:31; 23:17
1. Sam. 24:213Mó 19:12; 5Mó 6:13
1. Sam. 24:212Sa 9:1; 21:7
1. Sam. 24:221Sa 15:34
1. Sam. 24:221Sa 23:29
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Samúelsbók 24:1–22

Fyrri Samúelsbók

24 Þegar Sál kom heim eftir að hafa veitt Filisteum eftirför var honum sagt: „Davíð er í óbyggðum Engedí.“+

2 Sál tók þá með sér 3.000 menn sem hann hafði valið úr öllum Ísrael og fór að leita að Davíð og mönnum hans í klettunum þar sem fjallageiturnar halda sig. 3 Sál kom að grjóthlöðnu fjárréttunum við veginn. Þar var hellir og hann fór þangað inn til að létta á sér,* en Davíð og menn hans sátu í skoti innst í hellinum.+ 4 Menn Davíðs sögðu við hann: „Þetta er dagurinn þegar Jehóva segir við þig: ‚Ég gef óvin þinn í hendur þínar+ og þú mátt gera við hann hvað sem þú vilt.‘“ Davíð stóð þá upp og skar bút af yfirhöfn Sáls án þess að hann tæki eftir því. 5 En eftir á fékk Davíð samviskubit*+ vegna þess að hann hafði skorið bút af yfirhöfn Sáls. 6 Hann sagði við menn sína: „Það kemur ekki til greina að ég leggi hendur á hann því að hann er smurður konungur Jehóva. Það væri rangt í augum Jehóva ef ég gerði herra mínum, smurðum konungi Jehóva, nokkuð illt.“+ 7 Með þessum orðum hélt Davíð aftur af* mönnum sínum og hann leyfði þeim ekki að ráðast á Sál. Sál gekk síðan út úr hellinum og fór leiðar sinnar.

8 Þá gekk Davíð út úr hellinum og kallaði á eftir Sál: „Herra minn, konungur!“+ Þegar Sál leit við féll Davíð á kné og laut höfði til jarðar. 9 Davíð spurði Sál: „Hvers vegna hlustarðu á þá sem segja: ‚Davíð vill gera þér mein‘?+ 10 Í dag hefurðu séð með eigin augum að Jehóva gaf þig í mínar hendur í hellinum. Ég var hvattur til að drepa þig+ en ég fann til með þér og sagði: ‚Ég ætla ekki að leggja hendur á herra minn því að hann er smurður konungur Jehóva.‘+ 11 Sjáðu, faðir minn, ég held hér á bút af yfirhöfn þinni. Þegar ég skar hann af hefði ég getað drepið þig en gerði það ekki. Sérðu ekki núna og skilur að ég ætla hvorki að vinna þér mein né gera uppreisn og að ég hef ekki syndgað gegn þér?+ En þú eltir mig á röndum og vilt drepa mig.+ 12 Jehóva dæmi milli mín og þín+ og Jehóva hefni þess sem þú gerðir mér+ en ég ætla ekki að leggja hendur á þig.+ 13 Gamall málsháttur segir: ‚Af illum kemur illt,‘ en ég legg ekki hendur á þig. 14 Við hvern eltist konungur Ísraels? Hvern ofsækir þú? Dauðan hund? Eina fló?+ 15 Jehóva sé dómari. Hann mun dæma milli mín og þín. Hann sér hvað gengur á og mun verja málstað minn.+ Hann dæmir mér í vil og bjargar mér úr höndum þínum.“

16 Um leið og Davíð sleppti orðinu sagði Sál: „Er þetta röddin þín, Davíð sonur minn?“+ Síðan grét Sál hástöfum 17 og sagði við Davíð: „Þú ert réttlátari en ég. Þú hefur verið mér góður en ég hef komið illa fram við þig.+ 18 Í dag hefurðu sagt mér frá því góða sem þú gerðir, að þú þyrmdir lífi mínu þegar Jehóva gaf mig í þínar hendur.+ 19 Hvaða maður rekst á óvin sinn og lætur hann sleppa án þess að gera honum mein? Jehóva mun launa þér+ það góða sem þú gerðir mér í dag. 20 Nú veit ég að þú verður konungur+ og að konungdómurinn yfir Ísrael verður stöðugur í hendi þinni. 21 Sverðu mér þann eið við Jehóva+ að afmá ekki afkomendur mína eða nafn mitt úr ætt föður míns.“+ 22 Davíð vann Sál eið að því. Síðan fór Sál heim til sín+ en Davíð og menn hans fóru upp í fjallavígið.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila