Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 3. Mósebók 5
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

3. Mósebók – yfirlit

      • Ákveðnar syndir og fórnir sem krafist er (1–6)

        • Að segja frá syndum annarra (1)

      • Val um aðrar fórnir fyrir fátæka (7–13)

      • Sektarfórn vegna óviljandi synda (14–19)

3. Mósebók 5:1

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „heyrir rödd formælingar (eiðs)“. Sennilega tilkynning um synd sem fól í sér að syndaranum var formælt eða vitninu ef það steig ekki fram.

Millivísanir

  • +Okv 29:24

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 58

3. Mósebók 5:2

Neðanmáls

  • *

    Orðið getur átt við smádýr sem lifa saman í hópum.

Millivísanir

  • +3Mó 11:21–24; 17:15; 5Mó 14:8

3. Mósebók 5:3

Millivísanir

  • +3Mó 12:2; 13:3; 15:3; 4Mó 19:11

3. Mósebók 5:4

Neðanmáls

  • *

    Það virðist undirskilið að hann haldi ekki heit sitt.

Millivísanir

  • +Mt 5:33

3. Mósebók 5:5

Millivísanir

  • +4Mó 5:7; Sl 32:5; Okv 28:13; 1Jó 1:9

3. Mósebók 5:6

Millivísanir

  • +3Mó 7:1; 14:2, 12; 19:20, 21; 4Mó 6:12

3. Mósebók 5:7

Millivísanir

  • +Lúk 2:24
  • +3Mó 12:7, 8; 14:21, 22; 15:13–15

3. Mósebók 5:9

Millivísanir

  • +3Mó 1:4, 5; 7:2; Heb 9:22

3. Mósebók 5:10

Millivísanir

  • +3Mó 1:15–17
  • +3Mó 6:7

3. Mósebók 5:11

Neðanmáls

  • *

    Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +2Mó 16:36

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.6.2013, bls. 15-16

3. Mósebók 5:12

Neðanmáls

  • *

    Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.

3. Mósebók 5:13

Millivísanir

  • +3Mó 4:26
  • +3Mó 2:10; 7:1, 6
  • +3Mó 6:14–16; 1Kor 9:13

3. Mósebók 5:15

Neðanmáls

  • *

    Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

  • *

    Eða „eftir heilögum sikli“.

Millivísanir

  • +3Mó 10:17, 18
  • +3Mó 6:6
  • +2Mó 30:13; 3Mó 27:25

3. Mósebók 5:16

Millivísanir

  • +3Mó 6:4, 5; 22:14; 4Mó 5:6, 7
  • +2Mó 32:30
  • +3Mó 6:7; 19:22

3. Mósebók 5:17

Millivísanir

  • +3Mó 5:2

3. Mósebók 5:18

Millivísanir

  • +3Mó 6:6

Almennt

3. Mós. 5:1Okv 29:24
3. Mós. 5:23Mó 11:21–24; 17:15; 5Mó 14:8
3. Mós. 5:33Mó 12:2; 13:3; 15:3; 4Mó 19:11
3. Mós. 5:4Mt 5:33
3. Mós. 5:54Mó 5:7; Sl 32:5; Okv 28:13; 1Jó 1:9
3. Mós. 5:63Mó 7:1; 14:2, 12; 19:20, 21; 4Mó 6:12
3. Mós. 5:7Lúk 2:24
3. Mós. 5:73Mó 12:7, 8; 14:21, 22; 15:13–15
3. Mós. 5:93Mó 1:4, 5; 7:2; Heb 9:22
3. Mós. 5:103Mó 1:15–17
3. Mós. 5:103Mó 6:7
3. Mós. 5:112Mó 16:36
3. Mós. 5:133Mó 4:26
3. Mós. 5:133Mó 2:10; 7:1, 6
3. Mós. 5:133Mó 6:14–16; 1Kor 9:13
3. Mós. 5:153Mó 10:17, 18
3. Mós. 5:153Mó 6:6
3. Mós. 5:152Mó 30:13; 3Mó 27:25
3. Mós. 5:163Mó 6:4, 5; 22:14; 4Mó 5:6, 7
3. Mós. 5:162Mó 32:30
3. Mós. 5:163Mó 6:7; 19:22
3. Mós. 5:173Mó 5:2
3. Mós. 5:183Mó 6:6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
Biblían – Nýheimsþýðingin
3. Mósebók 5:1–19

Þriðja Mósebók

5 Ef einhver heyrir að lýst er eftir vitnum*+ og hann hefur séð eitthvað eða heyrt en stígur ekki fram til að segja frá því skal hann svara til saka fyrir synd sína.

2 Snerti einhver eitthvað óhreint, hvort sem það er hræ af óhreinu villtu dýri, óhreinum fénaði eða óhreinu smádýri,*+ þá er hann óhreinn og sekur, jafnvel þó að hann átti sig ekki á því. 3 Og snerti einhver óafvitandi eitthvað óhreint sem maður verður óhreinn af+ og hann uppgötvar það verður hann sekur.

4 Eða sverji einhver í fljótfærni að gera eitthvað – hvort heldur gott eða illt, hvað svo sem það er – en gerir það í hugsunarleysi og áttar sig svo á fljótfærninni verður hann sekur.*+

5 Ef hann gerist sekur um eitthvað af þessu þarf hann að játa+ á hvaða hátt hann hefur syndgað. 6 Hann á einnig að færa Jehóva sektarfórn fyrir synd sína,+ kvendýr úr hjörðinni, annaðhvort gimbur eða kiðling, að syndafórn. Presturinn á síðan að friðþægja fyrir synd hans.

7 En ef hann hefur ekki efni á sauð eða geit skal hann færa Jehóva tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur+ að sektarfórn fyrir syndina, aðra í syndafórn og hina í brennifórn.+ 8 Hann á að færa prestinum þær og hann ber fram aðra þeirra í syndafórn. Hann á að klípa hálsinn sundur að framan án þess að slíta höfuðið af. 9 Hann á að sletta nokkru af blóði syndafórnarinnar á hlið altarisins en það sem eftir er af blóðinu á að drjúpa niður við altarið.+ Þetta er syndafórn. 10 Hina dúfuna á hann að fara með eins og venja er að fara með brennifórnir.+ Presturinn á að friðþægja fyrir hann vegna syndar hans og honum verður fyrirgefið.+

11 Ef hann hefur ekki efni á tveim turtildúfum eða tveim ungum dúfum á hann að færa tíunda hluta úr efu*+ af fínu mjöli að syndafórn fyrir syndina sem hann hefur drýgt. Hann á ekki að blanda það olíu eða leggja reykelsi ofan á það því að þetta er syndafórn. 12 Hann á að færa prestinum það og presturinn skal taka handfylli af því til tákns um alla fórnina* og láta það brenna á altarinu ofan á eldfórnum Jehóva. Þetta er syndafórn. 13 Presturinn á að friðþægja fyrir hann fyrir syndina sem hann hefur drýgt í einhverju áðurnefndra tilvika og honum verður fyrirgefið.+ Afganginn af fórninni fær presturinn+ eins og þegar um kornfórn er að ræða.‘“+

14 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 15 „Ef einhver reynist ótrúr með því að brjóta óviljandi lögin um það sem er Jehóva heilagt+ á hann að færa Jehóva gallalausan hrút úr hjörðinni að sektarfórn.+ Verðgildi hrútsins í silfursiklum* er ákveðið miðað við staðlaðan sikil helgidómsins.*+ 16 Hann á að bæta fyrir syndina sem hann hefur drýgt gegn helgidóminum og bæta við fimmtungi af verðgildi hrútsins.+ Hann á að afhenda það prestinum svo að presturinn geti friðþægt+ fyrir hann með sektarfórnarhrútnum og honum verður fyrirgefið.+

17 Ef einhver syndgar með því að gera eitthvað sem Jehóva bannar, jafnvel óafvitandi, er hann sekur og þarf að svara til saka fyrir synd sína.+ 18 Hann á að færa prestinum í sektarfórn gallalausan hrút úr hjörðinni af réttu verðgildi.+ Presturinn friðþægir þá fyrir yfirsjón hans sem honum varð á óafvitandi og án þess að ætla sér það og honum verður fyrirgefið. 19 Þetta er sektarfórn. Hann hefur sannarlega gert sig sekan um að syndga gegn Jehóva.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila