Uppgönguljóð.
125 Þeir sem treysta á Jehóva+
eru eins og Síonarfjall sem haggast ekki
heldur stendur að eilífu.+
2 Eins og fjöll umkringja Jerúsalem+
umlykur Jehóva fólk sitt+
héðan í frá og að eilífu.
3 Veldissproti illskunnar varir ekki yfir landi hinna réttlátu+
svo að þeir fari ekki að gera það sem er rangt.+
4 Jehóva, gerðu þeim gott sem eru góðir,+
þeim sem eru hjartahreinir.+
5 En þá sem beygja út á krókóttar leiðir
mun Jehóva fjarlægja ásamt hinum illu.+
Friður sé yfir Ísrael.