Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 3. Mósebók 18
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

3. Mósebók – yfirlit

      • Óleyfileg kynmök (1–30)

        • Líkið ekki eftir Kanverjum (3)

        • Sifjaspell af ýmsu tagi (6–18)

        • Meðan kona er á blæðingum (19)

        • Mök samkynhneigðra (22)

        • Samfarir við dýr (23)

        • ‚Verið hrein svo að landið spúi ykkur ekki‘ (24–30)

3. Mósebók 18:2

Millivísanir

  • +1Mó 17:7; 2Mó 6:7

3. Mósebók 18:3

Millivísanir

  • +2Mó 23:24; 3Mó 20:23

3. Mósebók 18:4

Millivísanir

  • +3Mó 20:22; 5Mó 4:1

3. Mósebók 18:5

Millivísanir

  • +Lúk 10:27, 28; Róm 10:5; Ga 3:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2009, bls. 6

3. Mósebók 18:6

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „má afhjúpa nekt“, hér og víðar.

Millivísanir

  • +3Mó 20:17

3. Mósebók 18:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Það er nekt föður þíns“.

Millivísanir

  • +1Mó 35:22; 49:4; 3Mó 20:11; 5Mó 27:20; 2Sa 16:21; 1Kor 5:1

3. Mósebók 18:9

Millivísanir

  • +3Mó 20:17; 5Mó 27:22; 2Sa 13:10–12

3. Mósebók 18:10

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „því að þær eru nekt þín“.

3. Mósebók 18:12

Millivísanir

  • +3Mó 20:19

3. Mósebók 18:14

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „afhjúpa nekt“.

Millivísanir

  • +3Mó 20:20

3. Mósebók 18:15

Millivísanir

  • +3Mó 20:12

3. Mósebók 18:16

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „það er nekt bróður þíns“.

Millivísanir

  • +3Mó 20:21; 5Mó 25:5; Mr 6:17, 18

3. Mósebók 18:17

Neðanmáls

  • *

    Eða „blygðunarlaus verknaður“.

Millivísanir

  • +3Mó 20:14; 5Mó 27:23

3. Mósebók 18:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „keppinaut“.

Millivísanir

  • +1Mó 30:15

3. Mósebók 18:19

Millivísanir

  • +3Mó 15:19, 24; 20:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1989, bls. 23

3. Mósebók 18:20

Neðanmáls

  • *

    Eða „náunga þíns; félaga þíns“.

Millivísanir

  • +2Mó 20:14; 3Mó 20:10; 5Mó 22:22; Okv 6:29; Mt 5:27, 28; 1Kor 6:9, 10; Heb 13:4

3. Mósebók 18:21

Neðanmáls

  • *

    Eða „nokkur afkomandi þinn sé helgaður“.

Millivísanir

  • +3Mó 20:2; 5Mó 18:10; 1Kon 11:7; 2Kon 23:10
  • +3Mó 20:3

3. Mósebók 18:22

Millivísanir

  • +1Mó 19:5; 3Mó 20:13; Dóm 19:22; Róm 1:26, 27; 1Kor 6:9, 10; Júd 7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Vaknið!,

    4.2012, bls. 28

3. Mósebók 18:23

Millivísanir

  • +2Mó 22:19; 3Mó 20:15, 16

3. Mósebók 18:24

Millivísanir

  • +3Mó 20:23; 5Mó 18:12

3. Mósebók 18:25

Millivísanir

  • +1Mó 15:16

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Vaknið!,

    8.7.1989, bls. 5

3. Mósebók 18:26

Millivísanir

  • +3Mó 20:22; 5Mó 4:1, 40
  • +2Mó 12:49

3. Mósebók 18:27

Millivísanir

  • +5Mó 20:17, 18; 2Kon 16:2, 3; 21:1, 2

3. Mósebók 18:29

Neðanmáls

  • *

    Eða „tekinn af lífi“.

3. Mósebók 18:30

Millivísanir

  • +3Mó 18:3; 20:23; 5Mó 18:9

Almennt

3. Mós. 18:21Mó 17:7; 2Mó 6:7
3. Mós. 18:32Mó 23:24; 3Mó 20:23
3. Mós. 18:43Mó 20:22; 5Mó 4:1
3. Mós. 18:5Lúk 10:27, 28; Róm 10:5; Ga 3:12
3. Mós. 18:63Mó 20:17
3. Mós. 18:81Mó 35:22; 49:4; 3Mó 20:11; 5Mó 27:20; 2Sa 16:21; 1Kor 5:1
3. Mós. 18:93Mó 20:17; 5Mó 27:22; 2Sa 13:10–12
3. Mós. 18:123Mó 20:19
3. Mós. 18:143Mó 20:20
3. Mós. 18:153Mó 20:12
3. Mós. 18:163Mó 20:21; 5Mó 25:5; Mr 6:17, 18
3. Mós. 18:173Mó 20:14; 5Mó 27:23
3. Mós. 18:181Mó 30:15
3. Mós. 18:193Mó 15:19, 24; 20:18
3. Mós. 18:202Mó 20:14; 3Mó 20:10; 5Mó 22:22; Okv 6:29; Mt 5:27, 28; 1Kor 6:9, 10; Heb 13:4
3. Mós. 18:213Mó 20:2; 5Mó 18:10; 1Kon 11:7; 2Kon 23:10
3. Mós. 18:213Mó 20:3
3. Mós. 18:221Mó 19:5; 3Mó 20:13; Dóm 19:22; Róm 1:26, 27; 1Kor 6:9, 10; Júd 7
3. Mós. 18:232Mó 22:19; 3Mó 20:15, 16
3. Mós. 18:243Mó 20:23; 5Mó 18:12
3. Mós. 18:251Mó 15:16
3. Mós. 18:263Mó 20:22; 5Mó 4:1, 40
3. Mós. 18:262Mó 12:49
3. Mós. 18:275Mó 20:17, 18; 2Kon 16:2, 3; 21:1, 2
3. Mós. 18:303Mó 18:3; 20:23; 5Mó 18:9
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
Biblían – Nýheimsþýðingin
3. Mósebók 18:1–30

Þriðja Mósebók

18 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ég er Jehóva Guð ykkar.+ 3 Þið megið ekki hegða ykkur eins og gert er í Egyptalandi þar sem þið bjugguð og þið megið ekki gera það sem fólk gerir í Kanaanslandi, þangað sem ég fer með ykkur.+ Þið megið ekki fylgja siðum þeirra. 4 Þið skuluð fylgja lögum mínum, halda ákvæði mín og lifa eftir þeim.+ Ég er Jehóva Guð ykkar. 5 Þið skuluð fara eftir ákvæðum mínum og lögum. Sá sem fylgir þeim mun lifa vegna þeirra.+ Ég er Jehóva.

6 Enginn á meðal ykkar má hafa kynmök við* náinn ættingja.+ Ég er Jehóva. 7 Þú mátt ekki hafa kynmök við föður þinn og þú mátt ekki hafa kynmök við móður þína. Hún er móðir þín og þú mátt ekki hafa kynmök við hana.

8 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu föður þíns.+ Það myndi kalla skömm yfir föður þinn.*

9 Þú mátt ekki hafa kynmök við systur þína, hvort heldur hún er dóttir föður þíns eða dóttir móður þinnar og hvort sem hún er fædd á sama heimili og þú eða utan þess.+

10 Þú mátt ekki hafa kynmök við sonardóttur þína eða dótturdóttur því að þá myndirðu kalla skömm yfir sjálfan þig.*

11 Þú mátt ekki hafa kynmök við dóttur konu föður þíns, dóttur föður þíns, því að hún er systir þín.

12 Þú mátt ekki hafa kynmök við föðursystur þína. Hún er náskyld föður þínum.+

13 Þú mátt ekki hafa kynmök við móðursystur þína því að hún er náskyld móður þinni.

14 Þú mátt ekki kalla skömm yfir* föðurbróður þinn með því að hafa kynmök við eiginkonu hans. Hún er nátengd þér.+

15 Þú mátt ekki hafa kynmök við tengdadóttur þína.+ Hún er eiginkona sonar þíns og þú mátt ekki hafa kynmök við hana.

16 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu bróður þíns+ því að þú myndir kalla skömm yfir bróður þinn.*

17 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu og við dóttur hennar.+ Þú mátt ekki hafa kynmök við sonardóttur hennar eða dótturdóttur. Þær eru náskyldar henni. Það er ósómi.*

18 Þú mátt ekki taka systur eiginkonu þinnar sem aðra eiginkonu*+ og hafa kynmök við hana meðan konan þín er á lífi.

19 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu meðan hún er óhrein af blæðingum.+

20 Þú mátt ekki hafa kynmök við konu annars manns* svo að þú verðir óhreinn.+

21 Þú mátt ekki leyfa að nokkrum afkomanda þínum sé fórnað* Mólek.+ Þú mátt ekki vanhelga nafn Guðs þíns með þeim hætti.+ Ég er Jehóva.

22 Þú mátt ekki leggjast með karlmanni á sama hátt og þú leggst með konu.+ Það er viðurstyggð.

23 Karlmaður má ekki hafa samfarir við dýr, þá verður hann óhreinn, og kona má ekki ganga fyrir dýr til að hafa samfarir við það.+ Það stríðir gegn því sem er eðlilegt.

24 Óhreinkið ykkur ekki á neinu af þessu því að á öllu þessu hafa þjóðirnar sem ég hrek burt undan ykkur óhreinkað sig.+ 25 Af þeirri ástæðu er landið óhreint. Ég ætla að refsa íbúum landsins fyrir syndir þeirra og landið mun spúa þeim.+ 26 En þið skuluð halda ákvæði mín og lög+ og þið megið ekki fremja neitt af þessu viðurstyggilega athæfi, hvorki þið sem eruð innfædd né útlendingar sem búa á meðal ykkar.+ 27 Þeir sem bjuggu á undan ykkur í landinu hafa stundað þetta viðurstyggilega athæfi+ og nú er landið óhreint. 28 Ef þið óhreinkið ekki landið mun það ekki spúa ykkur eins og það mun spúa þjóðunum sem voru á undan ykkur. 29 Sá sem fremur einhverja af þessum viðurstyggðum skal upprættur úr þjóð sinni.* 30 Þið skuluð halda skuldbindingar ykkar við mig með því að forðast alla þá viðurstyggilegu siði sem stundaðir voru áður en þið komuð+ svo að þið óhreinkið ykkur ekki af þeim. Ég er Jehóva Guð ykkar.‘“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila