Habakkuk
3 Bæn Habakkuks spámanns, flutt sem sorgarljóð:
2 Jehóva, ég hef heyrt um verk þín.
Afrek þín, Jehóva, fylla mig lotningu.
Endurtaktu þau í fyllingu tímans.*
Gerðu þau kunnug í fyllingu tímans.*
Mundu eftir að sýna miskunn í öllu umrótinu.+
Hátign hans þakti himininn,+
jörðin fylltist lofgjörð um hann.
4 Ljómi hans var eins og dagsbirtan,+
tveim geislum stafaði út frá hendi hans
þar sem máttur hans var fólginn.
6 Hann stóð kyrr og jörðin skalf.+
Hann leit á þjóðirnar og þær hrukku við.+
Eilíf fjöllin molnuðu
og fornar hæðirnar féllu saman.+
Hann gengur hinar gömlu slóðir.
7 Ég sá óðagot í tjöldum Kúsans,
tjalddúkarnir í Midíanslandi skulfu.+
8 Er það gegn fljótunum, Jehóva,
er það gegn fljótunum sem reiði þín brennur?
Eða beinist heift þín að hafinu?+
Þú klýfur jörðina með fljótum.
10 Fjöllin engdust af sársauka við að sjá þig.+
Úrhelli gekk yfir.
Djúpið drundi+
og lyfti höndunum hátt.
11 Sól og tungl voru kyrr í bústað sínum á himnum.+
Örvar þínar þutu af stað eins og ljósið,+
spjót þitt leiftraði eins og elding.
13 Þú gekkst fram til að frelsa þjóð þína, bjarga þínum smurða.
Þú sigraðir leiðtogann* í húsi hins illa.
Það var afhjúpað frá þaki* ofan í grunn. (Sela)
14 Þú rakst vopn hermannanna gegnum höfuð þeirra
þegar þeir þustu fram til að tvístra mér.
Þeir voru himinlifandi að ráðast á hinn þjáða í leyni.
15 Þú fórst yfir hafið með hestum þínum,
yfir ólgandi víðáttur hafsins.
16 Þegar ég heyrði þetta varð mér órótt.*
En ég bíð rólegur eftir hörmungadeginum+
því að hann kemur yfir þjóðina sem ræðst á okkur.
17 Þótt fíkjutréð blómstri ekki
og vínviðurinn beri engan ávöxt,
þótt ólívuuppskeran bregðist
og akrarnir* gefi enga fæðu,
þótt sauðféð hverfi úr fjárbyrginu
og engir nautgripir verði eftir í fjósunum,
18 skal ég samt gleðjast yfir Jehóva
og fagna yfir Guði, frelsara mínum.+
19 Alvaldur Drottinn Jehóva er styrkur minn.+
Hann gerir mig léttan á fæti eins og hind
og lætur mig hlaupa yfir hæðirnar.+
Til tónlistarstjórans. Við undirleik strengjahljóðfæra minna.