Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Samúelsbók 28
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Samúelsbók – yfirlit

      • Sál fer til miðils í Endór (1–25)

1. Samúelsbók 28:1

Millivísanir

  • +1Sa 14:52
  • +1Sa 27:12; 29:3

1. Samúelsbók 28:2

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „verndara höfuðs míns alla daga“.

Millivísanir

  • +1Sa 29:2

1. Samúelsbók 28:3

Millivísanir

  • +1Sa 25:1
  • +2Mó 22:18; 3Mó 19:31; 20:6, 27; 5Mó 18:10, 11; Op 21:8

1. Samúelsbók 28:4

Millivísanir

  • +Jós 19:17, 18; 2Kon 4:8
  • +1Sa 31:1; 2Sa 1:21; 21:12

1. Samúelsbók 28:5

Millivísanir

  • +1Sa 28:20

1. Samúelsbók 28:6

Millivísanir

  • +1Sa 14:37
  • +2Mó 28:30; 4Mó 27:21

1. Samúelsbók 28:7

Millivísanir

  • +2Mó 22:18; 3Mó 19:31; 20:6; 1Sa 15:23; 28:3
  • +Jós 17:11

1. Samúelsbók 28:8

Millivísanir

  • +5Mó 18:10, 11; 1Kr 10:13

1. Samúelsbók 28:9

Millivísanir

  • +1Sa 28:3
  • +2Mó 22:18; 3Mó 20:27

1. Samúelsbók 28:12

Neðanmáls

  • *

    Eða „það sem leit út fyrir að vera Samúel“.

Millivísanir

  • +1Sa 28:3

1. Samúelsbók 28:14

Millivísanir

  • +1Sa 15:27

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1988, bls. 3-4

1. Samúelsbók 28:15

Millivísanir

  • +1Sa 28:6
  • +3Mó 19:31

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Lifað að eilífu, bls. 91-92

1. Samúelsbók 28:16

Millivísanir

  • +1Sa 15:23; 16:14

1. Samúelsbók 28:17

Millivísanir

  • +1Sa 13:14; 15:28; 16:13; 24:20

1. Samúelsbók 28:18

Millivísanir

  • +1Sa 15:9; 1Kr 10:13

1. Samúelsbók 28:19

Millivísanir

  • +1Sa 28:1; 31:1
  • +1Sa 31:2, 5; 2Sa 2:8
  • +1Sa 31:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.1988, bls. 3-4

1. Samúelsbók 28:21

Millivísanir

  • +3Mó 20:27

1. Samúelsbók 28:24

Neðanmáls

  • *

    Eða „fórna“.

1. Samúelsbók 28:25

Millivísanir

  • +1Sa 28:8

Almennt

1. Sam. 28:11Sa 14:52
1. Sam. 28:11Sa 27:12; 29:3
1. Sam. 28:21Sa 29:2
1. Sam. 28:31Sa 25:1
1. Sam. 28:32Mó 22:18; 3Mó 19:31; 20:6, 27; 5Mó 18:10, 11; Op 21:8
1. Sam. 28:4Jós 19:17, 18; 2Kon 4:8
1. Sam. 28:41Sa 31:1; 2Sa 1:21; 21:12
1. Sam. 28:51Sa 28:20
1. Sam. 28:61Sa 14:37
1. Sam. 28:62Mó 28:30; 4Mó 27:21
1. Sam. 28:72Mó 22:18; 3Mó 19:31; 20:6; 1Sa 15:23; 28:3
1. Sam. 28:7Jós 17:11
1. Sam. 28:85Mó 18:10, 11; 1Kr 10:13
1. Sam. 28:91Sa 28:3
1. Sam. 28:92Mó 22:18; 3Mó 20:27
1. Sam. 28:121Sa 28:3
1. Sam. 28:141Sa 15:27
1. Sam. 28:151Sa 28:6
1. Sam. 28:153Mó 19:31
1. Sam. 28:161Sa 15:23; 16:14
1. Sam. 28:171Sa 13:14; 15:28; 16:13; 24:20
1. Sam. 28:181Sa 15:9; 1Kr 10:13
1. Sam. 28:191Sa 28:1; 31:1
1. Sam. 28:191Sa 31:2, 5; 2Sa 2:8
1. Sam. 28:191Sa 31:7
1. Sam. 28:213Mó 20:27
1. Sam. 28:251Sa 28:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Samúelsbók 28:1–25

Fyrri Samúelsbók

28 Um þetta leyti kölluðu Filistear saman hersveitir sínar til að berjast við Ísrael.+ Akís sagði við Davíð: „Þér er ljóst að þú og menn þínir eigið að berjast með mér.“+ 2 Davíð svaraði: „Þú veist vel hvað þjónn þinn mun gera.“ Akís sagði þá við Davíð: „Þess vegna ætla ég að gera þig að lífverði mínum héðan í frá.“*+

3 Nú var Samúel dáinn og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað í Rama, heimaborg hans.+ En Sál hafði upprætt miðla og spásagnarmenn úr landinu.+

4 Filistear söfnuðust saman og fóru til Súnem+ og settu þar upp herbúðir. Sál safnaði þá saman öllum Ísrael og setti upp herbúðir í Gilbóa.+ 5 Þegar Sál sá herbúðir Filistea varð hann hræddur og hjartað barðist í brjósti hans.+ 6 Sál leitaði svara hjá Jehóva+ mörgum sinnum en Jehóva svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím+ né fyrir milligöngu spámannanna. 7 Loks sagði Sál við þjóna sína: „Finnið fyrir mig konu sem er miðill+ svo að ég geti farið til hennar og fengið svör.“ „Í Endór+ er kona sem er miðill,“ svöruðu þjónarnir.

8 Sál klæddi sig í dulargervi til að þekkjast ekki og fór síðan til konunnar að næturlagi ásamt tveim mönnum sínum. Hann sagði: „Notaðu miðilsgáfuna til að spá fyrir mér+ og vektu upp þann sem ég bið þig um.“ 9 En konan svaraði honum: „Þú hlýtur að vita hvað Sál hefur gert. Hann lét uppræta miðla og spásagnarmenn úr landinu.+ Hvers vegna leggurðu fyrir mig gildru? Viltu að ég verði drepin?“+ 10 Sál sór henni þá eið við Jehóva og sagði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir mun enginn saka þig um neitt.“ 11 „Hvern viltu að ég veki upp fyrir þig?“ spurði konan. „Vektu upp Samúel,“ svaraði hann. 12 Þegar konan sá „Samúel“*+ æpti hún upp yfir sig og sagði við Sál: „Hvers vegna blekktirðu mig? Þú ert Sál!“ 13 Konungurinn sagði við hana: „Vertu ekki hrædd. Hvað sérðu?“ „Ég sé guðlega veru koma upp úr jörðinni,“ svaraði konan. 14 „Hvernig lítur hún út?“ spurði hann og hún svaraði: „Þetta er gamall maður sem stígur upp, klæddur ermalausri yfirhöfn.“+ Þá vissi Sál að þetta var „Samúel“ og hann féll á kné, hneigði andlitið til jarðar og lét sig falla niður.

15 Þá sagði „Samúel“ við Sál: „Hvers vegna hefurðu ónáðað mig og látið vekja mig upp?“ Sál svaraði: „Ég er í miklum vanda staddur. Filistear herja á mig og Guð hefur yfirgefið mig. Hann svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum.+ Þess vegna leita ég til þín svo að þú segir mér hvað ég á að gera.“+

16 Þá spurði „Samúel“: „Hvers vegna spyrðu mig fyrst Jehóva hefur yfirgefið þig+ og er orðinn andstæðingur þinn? 17 Jehóva mun gera það sem hann lét mig boða: Jehóva rífur konungdóminn úr hendi þinni og gefur hann öðrum, það er að segja Davíð.+ 18 Þú hlýddir ekki Jehóva og lést Amalekíta ekki kenna á brennandi reiði hans.+ Þess vegna gerir Jehóva þér þetta í dag. 19 Jehóva ætlar að gefa bæði þig og Ísrael í hendur Filistea+ og á morgun verðið þið synir þínir+ hjá mér. Jehóva gefur einnig her Ísraels í hendur Filistea.“+

20 Sál varð skelfingu lostinn yfir því sem „Samúel“ sagði og féll kylliflatur til jarðar. Hann var örmagna því að hann hafði ekki borðað neitt allan daginn og alla nóttina. 21 Konan gekk til Sáls og þegar hún sá að hann var í mikilli geðshræringu sagði hún: „Ambátt þín hefur farið að vilja þínum. Ég hætti lífi mínu+ og gerði það sem þú baðst um. 22 Hlustaðu nú á ambátt þína. Ég ætla að færa þér brauðbita svo að þú getir borðað og safnað kröftum áður en þú leggur af stað.“ 23 En hann neitaði og sagði: „Ég vil ekki borða neitt.“ En bæði þjónar hans og konan lögðu svo fast að honum að hann lét undan að lokum. Hann stóð upp og settist á rúmið. 24 Konan átti alikálf heima hjá sér. Hún flýtti sér að slátra* honum, náði í mjöl, hnoðaði deig og bakaði úr því ósýrt brauð. 25 Hún bar þetta fram fyrir Sál og þjóna hans og þeir átu. Síðan stóðu þeir upp og héldu leiðar sinnar þessa sömu nótt.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila