Fyrri Samúelsbók
31 Filistear herjuðu nú á Ísrael.+ Ísraelsmenn flúðu undan þeim en margir voru felldir á Gilbóafjalli.+ 2 Filistear eltu Sál og syni hans og drápu Jónatan,+ Abínadab og Malkísúa syni Sáls.+ 3 Sál átti nú í vök að verjast. Bogaskytturnar komu auga á hann, hæfðu hann og særðu hann illa.+ 4 Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: „Dragðu sverð þitt og rektu mig í gegn. Annars koma þessir óumskornu menn,+ stinga mig á hol og fara hrottalega með mig.“ En skjaldsveinninn vildi það ekki því að hann var lafhræddur. Sál tók þá sverð sitt og lét sig falla á það.+ 5 Þegar skjaldsveinninn sá að Sál var dáinn+ lét hann sig líka falla á sverð sitt og dó með honum. 6 Þannig dóu Sál, synir hans þrír, skjaldsveinn hans og allir menn hans þennan sama dag.+ 7 Þegar Ísraelsmönnum sem bjuggu í dalnum* og á Jórdansvæðinu varð ljóst að hermenn Ísraels voru flúnir og Sál og synir hans dánir yfirgáfu þeir borgir sínar og flúðu.+ Filistear komu síðan og settust að í þeim.
8 Daginn eftir, þegar Filistear komu til að ræna þá sem höfðu fallið, fundu þeir lík Sáls og sona hans þriggja á Gilbóafjalli.+ 9 Þeir hjuggu af honum höfuðið og klæddu hann úr herklæðunum.* Síðan sendu þeir menn um allt land Filistea til að flytja fréttirnar+ í húsum* skurðgoða sinna+ og bera þær út meðal fólksins. 10 Þeir lögðu herklæði hans í hof Astarte og festu lík hans á borgarmúrinn í Bet San.+ 11 Þegar íbúarnir í Jabes í Gíleað+ fréttu hvað Filistear höfðu gert við Sál 12 lögðu allir hermenn borgarinnar af stað, gengu alla nóttina og tóku lík Sáls og sona hans niður af múrnum í Bet San. Síðan sneru þeir aftur til Jabes og brenndu líkin þar. 13 Því næst tóku þeir beinin+ og grófu þau undir tamarisktrénu í Jabes+ og föstuðu í sjö daga.