Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 27
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Ísak blessar Jakob (1–29)

      • Esaú biður um blessun en er iðrunarlaus (30–40)

      • Esaú hatar Jakob (41–46)

1. Mósebók 27:1

Millivísanir

  • +1Mó 25:28

1. Mósebók 27:3

Millivísanir

  • +1Mó 25:27

1. Mósebók 27:5

Millivísanir

  • +1Mó 27:30

1. Mósebók 27:6

Millivísanir

  • +1Mó 25:28

1. Mósebók 27:7

Millivísanir

  • +1Mó 27:30, 31

1. Mósebók 27:8

Millivísanir

  • +1Mó 27:13, 43

1. Mósebók 27:11

Millivísanir

  • +1Mó 25:25; 27:23

1. Mósebók 27:12

Millivísanir

  • +1Mó 27:21

1. Mósebók 27:13

Millivísanir

  • +1Mó 27:8, 43

1. Mósebók 27:15

Millivísanir

  • +1Mó 25:23, 26

1. Mósebók 27:16

Millivísanir

  • +1Mó 25:25; 27:11

1. Mósebók 27:17

Millivísanir

  • +1Mó 27:9

1. Mósebók 27:19

Millivísanir

  • +1Mó 25:31–33; Róm 9:10–12
  • +1Mó 27:4

1. Mósebók 27:21

Millivísanir

  • +1Mó 27:11, 12

1. Mósebók 27:22

Millivísanir

  • +1Mó 27:16

1. Mósebók 27:23

Millivísanir

  • +Heb 11:20

1. Mósebók 27:26

Millivísanir

  • +1Mó 48:10

1. Mósebók 27:27

Millivísanir

  • +1Mó 25:27; 27:15

1. Mósebók 27:28

Millivísanir

  • +5Mó 11:11
  • +4Mó 13:26, 27
  • +1Mó 27:37; 5Mó 7:13

1. Mósebók 27:29

Millivísanir

  • +1Mó 25:23
  • +1Mó 12:1, 3; 28:1, 3; 31:42; Esk 25:12, 13

1. Mósebók 27:30

Millivísanir

  • +1Mó 27:3

1. Mósebók 27:32

Millivísanir

  • +1Mó 25:25, 31; Heb 12:16

1. Mósebók 27:34

Millivísanir

  • +Heb 12:16, 17

1. Mósebók 27:36

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚sá sem grípur um hælinn; sá sem tekur stöðu annars‘.

Millivísanir

  • +1Mó 25:26; 32:28; Hós 12:3
  • +1Mó 25:32–34
  • +1Mó 27:28

1. Mósebók 27:37

Millivísanir

  • +1Mó 25:23; 27:29; Róm 9:10, 12
  • +5Mó 33:28

1. Mósebók 27:38

Millivísanir

  • +Heb 12:16, 17

1. Mósebók 27:39

Millivísanir

  • +Jós 24:4; Heb 11:20

1. Mósebók 27:40

Millivísanir

  • +1Mó 32:6; 4Mó 20:18
  • +1Mó 25:23; 2Sa 8:14; Mal 1:2, 3
  • +2Kon 8:20; 2Kr 28:17

1. Mósebók 27:41

Millivísanir

  • +Am 1:11
  • +1Mó 35:28, 29

1. Mósebók 27:42

Neðanmáls

  • *

    Eða „Esaú bróðir þinn huggar sig við tilhugsunina um að drepa þig“.

1. Mósebók 27:43

Millivísanir

  • +1Mó 28:5

1. Mósebók 27:46

Millivísanir

  • +1Mó 26:34, 35; 28:8
  • +1Mó 24:2, 3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.2006, bls. 22-23

    1.1.1996, bls. 23

Almennt

1. Mós. 27:11Mó 25:28
1. Mós. 27:31Mó 25:27
1. Mós. 27:51Mó 27:30
1. Mós. 27:61Mó 25:28
1. Mós. 27:71Mó 27:30, 31
1. Mós. 27:81Mó 27:13, 43
1. Mós. 27:111Mó 25:25; 27:23
1. Mós. 27:121Mó 27:21
1. Mós. 27:131Mó 27:8, 43
1. Mós. 27:151Mó 25:23, 26
1. Mós. 27:161Mó 25:25; 27:11
1. Mós. 27:171Mó 27:9
1. Mós. 27:191Mó 25:31–33; Róm 9:10–12
1. Mós. 27:191Mó 27:4
1. Mós. 27:211Mó 27:11, 12
1. Mós. 27:221Mó 27:16
1. Mós. 27:23Heb 11:20
1. Mós. 27:261Mó 48:10
1. Mós. 27:271Mó 25:27; 27:15
1. Mós. 27:285Mó 11:11
1. Mós. 27:284Mó 13:26, 27
1. Mós. 27:281Mó 27:37; 5Mó 7:13
1. Mós. 27:291Mó 25:23
1. Mós. 27:291Mó 12:1, 3; 28:1, 3; 31:42; Esk 25:12, 13
1. Mós. 27:301Mó 27:3
1. Mós. 27:321Mó 25:25, 31; Heb 12:16
1. Mós. 27:34Heb 12:16, 17
1. Mós. 27:361Mó 25:26; 32:28; Hós 12:3
1. Mós. 27:361Mó 25:32–34
1. Mós. 27:361Mó 27:28
1. Mós. 27:371Mó 25:23; 27:29; Róm 9:10, 12
1. Mós. 27:375Mó 33:28
1. Mós. 27:38Heb 12:16, 17
1. Mós. 27:39Jós 24:4; Heb 11:20
1. Mós. 27:401Mó 32:6; 4Mó 20:18
1. Mós. 27:401Mó 25:23; 2Sa 8:14; Mal 1:2, 3
1. Mós. 27:402Kon 8:20; 2Kr 28:17
1. Mós. 27:41Am 1:11
1. Mós. 27:411Mó 35:28, 29
1. Mós. 27:431Mó 28:5
1. Mós. 27:461Mó 26:34, 35; 28:8
1. Mós. 27:461Mó 24:2, 3
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 27:1–46

Fyrsta Mósebók

27 Ísak var nú orðinn gamall og sjóninni hafði hrakað svo mikið að hann gat ekki séð. Dag einn kallaði hann á Esaú,+ eldri son sinn, og sagði: „Sonur minn!“ „Hér er ég,“ svaraði hann. 2 Ísak sagði þá: „Ég er orðinn gamall og veit ekki hversu langt ég á eftir ólifað. 3 Taktu nú veiðibúnað þinn, boga þinn og örvar, og farðu út og veiddu villibráð handa mér.+ 4 Eldaðu síðan handa mér einn af uppáhaldsréttunum mínum og færðu mér að borða svo að ég geti blessað þig áður en ég dey.“

5 En Rebekka heyrði hvað Ísak sagði við Esaú son sinn. Esaú fór nú út til að veiða villibráð og hafa með sér heim.+ 6 Þá sagði Rebekka við Jakob son sinn:+ „Ég heyrði föður þinn rétt í þessu segja við Esaú bróður þinn: 7 ‚Færðu mér villibráð og eldaðu handa mér ljúffengan rétt svo að ég geti borðað og blessað þig frammi fyrir Jehóva áður en ég dey.‘+ 8 Hlustaðu nú vandlega, sonur minn, og gerðu eins og ég segi.+ 9 Farðu til hjarðarinnar og sæktu handa mér tvo væna kiðlinga til að ég geti eldað ljúffengan rétt handa föður þínum, einmitt eins og hann vill hafa hann. 10 Færðu síðan föður þínum hann svo að hann geti blessað þig áður en hann deyr.“

11 „En Esaú bróðir minn er loðinn+ og ég er með mjúka húð,“ sagði Jakob við Rebekku móður sína. 12 „Hvað ef faðir minn þreifar á mér?+ Þá heldur hann að ég sé að gera grín að sér og ég leiði yfir mig bölvun en ekki blessun.“ 13 Móðir hans svaraði honum: „Bölvunin komi yfir mig, sonur minn. Gerðu bara eins og ég segi. Farðu og sæktu kiðlingana handa mér.“+ 14 Hann fór því og sótti þá handa móður sinni og hún eldaði ljúffengan rétt, einmitt eins og faðir hans vildi hafa hann. 15 Síðan tók Rebekka fínustu föt Esaú, eldri sonar síns, sem hún hafði heima hjá sér, og færði Jakob, yngri son sinn, í þau.+ 16 Hún lét líka skinnið af kiðlingunum um hendur hans og einnig um hálsinn þar sem hann var hárlaus.+ 17 Síðan fékk hún Jakobi ljúffenga réttinn og brauðið sem hún hafði bakað.+

18 Jakob fór inn til föður síns og sagði: „Faðir minn.“ Hann svaraði: „Hér er ég, sonur minn. Hvort ertu Esaú eða Jakob?“ 19 „Ég er Esaú frumburður þinn,“+ svaraði Jakob. „Ég hef gert eins og þú sagðir. Sestu nú upp og fáðu þér af villibráðinni svo að þú getir blessað mig.“+ 20 Ísak spurði son sinn: „Hvernig fórstu að því að vera svona fljótur að finna villibráðina, sonur minn?“ „Jehóva Guð þinn lét hana verða á vegi mínum,“ svaraði Jakob. 21 „Komdu nær, sonur minn,“ sagði Ísak, „til að ég geti þreifað á þér. Ég vil vita hvort þú ert ekki örugglega Esaú sonur minn.“+ 22 Jakob færði sig þá nær Ísak föður sínum og hann þreifaði á honum og sagði: „Röddin er rödd Jakobs en hendurnar eru hendur Esaú.“+ 23 Hann þekkti hann ekki því að hann var með loðnar hendur eins og Esaú bróðir hans, og hann blessaði hann.+

24 Síðan spurði hann: „Ertu örugglega Esaú sonur minn?“ „Já, ég er hann,“ svaraði Jakob. 25 Þá sagði Ísak: „Færðu mér villibráðina, sonur minn, svo að ég geti borðað af henni og síðan blessað þig.“ Og Jakob færði honum hana og hann borðaði. Hann gaf honum líka vín og hann drakk. 26 Síðan sagði Ísak faðir hans: „Komdu nær, sonur minn, og kysstu mig.“+ 27 Hann kom nær og kyssti hann, og Ísak fann ilminn af fötunum hans.+ Síðan blessaði hann Jakob og sagði:

„Ilmurinn af syni mínum er eins og ilmur gróðurlendisins sem Jehóva hefur blessað. 28 Hinn sanni Guð gefi þér dögg af himni+ og frjóa jörð+ og meira en nóg af korni og nýju víni.+ 29 Þjóðflokkar skulu þjóna þér og þjóðir lúta þér. Drottnaðu yfir bræðrum þínum og synir móður þinnar lúti þér.+ Bölvaður sé hver sem bölvar þér og blessaður sé hver sem blessar þig.“+

30 Ísak hafði rétt lokið við að blessa Jakob og Jakob var nýfarinn frá föður sínum þegar Esaú bróðir hans kom heim úr veiðiferð sinni.+ 31 Esaú eldaði einnig ljúffengan rétt og færði föður sínum og sagði við hann: „Reistu þig við, faðir minn, og borðaðu af villibráð minni svo að þú getir blessað mig.“ 32 „Hver ert þú?“ spurði faðir hans. „Ég er sonur þinn, Esaú, frumburður þinn,“+ svaraði hann. 33 Ísak fór þá allur að skjálfa og sagði: „Hver var það þá sem kom og færði mér villibráð sem hann hafði veitt? Ég borðaði hana og blessaði hann áður en þú komst, og hann verður blessaður.“

34 Þegar Esaú heyrði það sem faðir hans sagði rak hann upp angistaróp og grátbað föður sinn: „Blessaðu mig líka, faðir minn!“+ 35 En hann svaraði: „Bróðir þinn hefur blekkt mig og tekið blessunina sem þú áttir að fá.“ 36 Þá sagði Esaú: „Það er engin furða að hann skuli heita Jakob.* Tvisvar hefur hann haft af mér það sem er mitt.+ Hann hefur þegar tekið af mér frumburðarréttinn+ og nú hefur hann líka tekið blessun mína!“+ Hann hélt áfram: „Hefurðu ekki geymt neina blessun handa mér?“ 37 En Ísak svaraði honum: „Ég hef gert hann að höfðingja yfir þér+ og gefið honum alla bræður sína að þjónum. Ég hef líka séð honum fyrir korni og nýju víni.+ Hvað á ég þá eftir handa þér, sonur minn?“

38 Esaú sagði við föður sinn: „Áttu bara þessa einu blessun, faðir minn? Blessaðu mig líka, faðir minn!“ Og Esaú hljóðaði upp yfir sig og brast í grát.+ 39 Faðir hans sagði þá við hann:

„Þú munt búa fjarri frjósamri jörð, þar sem engin dögg fellur af himni.+ 40 Af sverði þínu skaltu lifa+ og bróður þínum muntu þjóna.+ En þegar mælirinn er fullur muntu brjóta ok hans af hálsi þér.“+

41 Esaú hataði Jakob vegna blessunarinnar sem faðir hans hafði veitt honum+ og hugsaði með sér: „Það styttist í að faðir minn verði syrgður.+ Þá ætla ég að drepa Jakob bróður minn.“ 42 Rebekku var sagt hvað Esaú, eldri sonur hennar, ætlaði að gera. Hún sendi samstundis eftir Jakobi, yngri syni sínum, og sagði við hann: „Esaú bróðir þinn ætlar að hefna sín og drepa þig.* 43 Hlustaðu nú, sonur minn. Flýðu til Labans bróður míns í Haran.+ 44 Vertu hjá honum þangað til heift bróður þíns hefur sefast. 45 Ég sendi síðan eftir þér þegar bróður þínum er runnin reiðin og hann hefur gleymt því sem þú gerðir honum. Hvers vegna ætti ég að missa ykkur báða á einum degi?“

46 Síðan sagði Rebekka við Ísak: „Mér býður við lífi mínu vegna dætra Hetítanna.+ Ef Jakob tæki sér konu af dætrum Hetíta, einhverja eins og þessar hérlendu konur, til hvers ætti ég þá að lifa?“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila