Síðari Kroníkubók
26 Allir Júdamenn sóttu þá Ússía,+ sem þá var 16 ára, og gerðu hann að konungi í stað Amasía föður hans.+ 2 Hann vann Elót+ aftur undir Júda og endurreisti hana eftir að konungurinn* hafði verið lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+ 3 Ússía+ var 16 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 52 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jekolja og var frá Jerúsalem.+ 4 Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Amasía faðir hans.+ 5 Hann leitaði Guðs á meðan Sakaría lifði, en Sakaría kenndi honum að óttast hinn sanna Guð. Á meðan hann leitaði Jehóva lét hinn sanni Guð hann njóta velgengni.+
6 Hann hélt til bardaga gegn Filisteum+ og braust í gegnum borgarmúra Gat,+ Jabne+ og Asdód.+ Síðan reisti hann borgir í Asdódhéraði og annars staðar í landi Filistea. 7 Hinn sanni Guð hjálpaði honum að sigra Filistea, Arabana+ sem bjuggu í Gúr Baal og Meúníta. 8 Ammónítar+ greiddu Ússía skatt. Með tímanum varð hann svo voldugur að frægð hans náði allt til Egyptalands. 9 Ússía reisti einnig turna+ í Jerúsalem við Hornhliðið,+ Dalshliðið+ og Styrktarstoðina og víggirti þá. 10 Auk þess reisti hann turna+ í óbyggðunum og gróf* margar vatnsþrær enda átti hann mikið búfé. Hið sama gerði hann í Sefela og á sléttunni.* Hann hafði bændur og vínyrkja í fjöllunum og á Karmel því að hann var mikill áhugamaður um landbúnað.
11 Ússía kom sér upp her sem var búinn til orrustu og fór í herferðir í flokkum. Jeíel ritari+ og Maaseja liðsforingi töldu hermennina og skráðu þá+ undir stjórn Hananja sem var einn af höfðingjum konungs. 12 Ættarhöfðingjarnir sem voru settir yfir þessa stríðskappa voru alls 2.600 talsins. 13 Í hersveitum þeirra voru 307.500 menn, búnir til bardaga. Þetta var öflugur her sem studdi konunginn gegn óvinum.+ 14 Ússía sá öllum hernum fyrir skjöldum, spjótum,+ hjálmum, brynjum,+ bogum og slöngvusteinum.+ 15 Í Jerúsalem lét hann smíða vígvélar sem sérfræðingar höfðu hannað. Þeim var komið fyrir á turnunum+ og hornum múranna og með þeim var hægt að skjóta örvum og stórum steinum. Frægð hans náði vítt og breitt því að hann fékk gríðarlega hjálp og efldist að völdum.
16 En þegar hann var orðinn voldugur hrokaðist hann upp og það varð honum að falli. Hann syndgaði gegn Jehóva Guði sínum með því að ganga inn í musteri Jehóva til þess að brenna reykelsi á reykelsisaltarinu.+ 17 Asarja prestur fór rakleiðis á eftir honum ásamt 80 öðrum hugrökkum prestum Jehóva. 18 Þeir gengu upp að Ússía konungi og sögðu: „Ússía, þú hefur engan rétt til að brenna reykelsi handa Jehóva!+ Prestarnir eru þeir einu sem mega brenna reykelsi. Þeir eru afkomendur Arons+ og hafa verið helgaðir. Farðu út úr helgidóminum því að þú hefur syndgað. Jehóva Guð veitir þér enga upphefð fyrir þetta.“
19 Þá reiddist+ Ússía en hann hélt á reykelsiskeri í hendinni til að brenna reykelsi. Þegar hann reiddist prestunum braust holdsveiki+ út á enni hans frammi fyrir prestunum, við reykelsisaltarið í húsi Jehóva. 20 Þegar Asarja yfirprestur og allir hinir prestarnir litu á hann sáu þeir holdsveikina á enninu. Þeir ráku hann út þaðan og sjálfur flýtti hann sér út því að Jehóva hafði refsað honum.
21 Ússía konungur var holdsveikur til dauðadags. Hann bjó í húsi út af fyrir sig þar sem hann var holdsveikur+ og var þess vegna meinaður aðgangur að húsi Jehóva. Jótam sonur hans sá um konungshöllina og dæmdi í málum fólksins í landinu.+
22 Það sem er ósagt af sögu Ússía frá upphafi til enda hefur Jesaja+ Amotsson spámaður skráð. 23 Ússía var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim, en hann var jarðaður í grafreit sem tilheyrði konungunum* því að menn sögðu: „Hann er holdsveikur.“ Jótam+ sonur hans varð konungur eftir hann.