Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Mósebók 30
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Mósebók – yfirlit

      • Bíla fæðir Dan og Naftalí (1–8)

      • Silpa fæðir Gað og Asser (9–13)

      • Lea fæðir Íssakar og Sebúlon (14–21)

      • Rakel fæðir Jósef (22–24)

      • Jakob eignast mikinn fénað (25–43)

1. Mósebók 30:2

Neðanmáls

  • *

    Eða „synjað þér um ávöxt móðurlífs þíns“.

1. Mósebók 30:3

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „fæði á hné mín“.

Millivísanir

  • +1Mó 29:29

1. Mósebók 30:4

Millivísanir

  • +1Mó 35:22

1. Mósebók 30:6

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚dómari‘.

Millivísanir

  • +1Mó 35:25; 46:23; 49:16

1. Mósebók 30:8

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚barátta mín‘.

Millivísanir

  • +1Mó 35:25; 46:24; 49:21; 5Mó 33:23

1. Mósebók 30:9

Millivísanir

  • +1Mó 35:26

1. Mósebók 30:11

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚heppni; gæfa‘.

Millivísanir

  • +1Mó 49:19; 4Mó 32:33

1. Mósebók 30:13

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚hamingja‘.

Millivísanir

  • +Lúk 1:46, 48
  • +1Mó 35:26; 46:17; 49:20; 5Mó 33:24

1. Mósebók 30:14

Neðanmáls

  • *

    Alrúna er jurt af kartöfluætt. Ávöxtur hennar var talinn auka frjósemi.

Millivísanir

  • +1Mó 29:32

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.2004, bls. 30

1. Mósebók 30:15

Millivísanir

  • +1Mó 29:30

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.2004, bls. 30

1. Mósebók 30:18

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚hann er laun‘.

Millivísanir

  • +1Mó 35:23; 46:13; 49:14; 5Mó 33:18

1. Mósebók 30:19

Millivísanir

  • +Rut 4:11

1. Mósebók 30:20

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚umburðarlyndi‘.

Millivísanir

  • +1Mó 29:32
  • +1Mó 35:23; 46:15; Sl 127:3
  • +1Mó 46:14; 49:13; 5Mó 33:18

1. Mósebók 30:21

Millivísanir

  • +1Mó 34:1

1. Mósebók 30:22

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Guð hlustaði á hana og opnaði móðurlíf hennar“.

Millivísanir

  • +1Mó 29:31

1. Mósebók 30:23

Millivísanir

  • +Lúk 1:24, 25

1. Mósebók 30:24

Neðanmáls

  • *

    Stytting á nafninu Jósifja sem þýðir ‚megi Jah bæta við (auka)‘.

Millivísanir

  • +1Mó 35:24; 45:4; 5Mó 33:13; Pos 7:9

1. Mósebók 30:25

Millivísanir

  • +1Mó 28:15; 31:13

1. Mósebók 30:26

Millivísanir

  • +1Mó 31:41; Hós 12:12

1. Mósebók 30:27

Neðanmáls

  • *

    Eða „sýnist allt“.

1. Mósebók 30:28

Millivísanir

  • +1Mó 31:7

1. Mósebók 30:29

Millivísanir

  • +1Mó 31:38

1. Mósebók 30:30

Millivísanir

  • +1Mó 32:9, 10

1. Mósebók 30:31

Millivísanir

  • +Hós 12:12

1. Mósebók 30:32

Neðanmáls

  • *

    Eða „huðnur“.

Millivísanir

  • +1Mó 31:7

1. Mósebók 30:33

Neðanmáls

  • *

    Eða „réttlátur“.

1. Mósebók 30:34

Millivísanir

  • +1Mó 31:8

1. Mósebók 30:42

Millivísanir

  • +1Mó 31:9

1. Mósebók 30:43

Millivísanir

  • +1Mó 32:5; 36:6, 7

Almennt

1. Mós. 30:31Mó 29:29
1. Mós. 30:41Mó 35:22
1. Mós. 30:61Mó 35:25; 46:23; 49:16
1. Mós. 30:81Mó 35:25; 46:24; 49:21; 5Mó 33:23
1. Mós. 30:91Mó 35:26
1. Mós. 30:111Mó 49:19; 4Mó 32:33
1. Mós. 30:13Lúk 1:46, 48
1. Mós. 30:131Mó 35:26; 46:17; 49:20; 5Mó 33:24
1. Mós. 30:141Mó 29:32
1. Mós. 30:151Mó 29:30
1. Mós. 30:181Mó 35:23; 46:13; 49:14; 5Mó 33:18
1. Mós. 30:19Rut 4:11
1. Mós. 30:201Mó 29:32
1. Mós. 30:201Mó 35:23; 46:15; Sl 127:3
1. Mós. 30:201Mó 46:14; 49:13; 5Mó 33:18
1. Mós. 30:211Mó 34:1
1. Mós. 30:221Mó 29:31
1. Mós. 30:23Lúk 1:24, 25
1. Mós. 30:241Mó 35:24; 45:4; 5Mó 33:13; Pos 7:9
1. Mós. 30:251Mó 28:15; 31:13
1. Mós. 30:261Mó 31:41; Hós 12:12
1. Mós. 30:281Mó 31:7
1. Mós. 30:291Mó 31:38
1. Mós. 30:301Mó 32:9, 10
1. Mós. 30:31Hós 12:12
1. Mós. 30:321Mó 31:7
1. Mós. 30:341Mó 31:8
1. Mós. 30:421Mó 31:9
1. Mós. 30:431Mó 32:5; 36:6, 7
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Mósebók 30:1–43

Fyrsta Mósebók

30 Þar sem Rakel hafði ekki alið Jakobi börn varð hún afbrýðisöm út í systur sína og sagði við Jakob: „Láttu mig eignast börn, annars dey ég.“ 2 Jakob reiddist þá Rakel og sagði: „Er ég Guð? Það er hann sem hefur komið í veg fyrir að þú eignist börn.“* 3 Þá sagði Rakel: „Hér er Bíla ambátt mín.+ Sofðu hjá henni svo að hún ali barn fyrir mig.* Þannig get ég eignast börn með hjálp hennar.“ 4 Síðan gaf hún honum Bílu þjónustustúlku sína fyrir konu, og hann svaf hjá henni.+ 5 Bíla varð barnshafandi og ól Jakobi son. 6 Þá sagði Rakel: „Guð hefur dæmt í máli mínu. Hann hefur hlustað á mig og gefið mér son.“ Þess vegna nefndi hún hann Dan.*+ 7 Bíla þjónustustúlka Rakelar varð aftur ólétt og ól Jakobi annan son. 8 Þá sagði Rakel: „Ég hef háð harða baráttu við systur mína en ég hef sigrað.“ Hún nefndi hann því Naftalí.*+

9 Þegar Lea áttaði sig á að hún var hætt að eignast börn gaf hún Jakobi Silpu þjónustustúlku sína fyrir konu.+ 10 Silpa þjónustustúlka Leu ól Jakobi son. 11 Þá sagði Lea: „Mikið er ég heppin!“ Og hún nefndi hann Gað.*+ 12 Og Silpa þjónustustúlka Leu ól Jakobi annan son. 13 Þá sagði Lea: „Ég er svo hamingjusöm! Nú verður umtalað meðal kvennanna hvað ég er lánsöm.“+ Þess vegna nefndi hún hann Asser.*+

14 Dag einn um hveitiuppskerutímann var Rúben+ úti að ganga og fann alrúnur* úti á víðavangi og fór með þær til Leu móður sinnar. Rakel sagði þá við Leu: „Gefðu mér af alrúnum sonar þíns.“ 15 „Er ekki nóg að þú tókst eiginmann minn?“+ svaraði Lea. „Ætlarðu nú líka að taka alrúnur sonar míns?“ „Gott og vel,“ sagði Rakel. „Ef þú lætur mig fá alrúnur sonar þíns má Jakob sofa hjá þér í nótt.“

16 Um kvöldið þegar Jakob kom heim úr haganum fór Lea út á móti honum og sagði: „Þú átt að sofa hjá mér því að ég hef keypt þig fyrir alrúnur sonar míns.“ Hann svaf því hjá henni þá nótt. 17 Guð bænheyrði Leu og hún varð barnshafandi og ól Jakobi fimmta soninn. 18 Þá sagði Lea: „Guð hefur greitt mér laun mín því að ég hef gefið manni mínum þjónustustúlku mína.“ Hún nefndi hann því Íssakar.*+ 19 Lea varð aftur barnshafandi og ól Jakobi sjötta soninn.+ 20 Þá sagði hún: „Guð hefur gefið mér, já, mér, góða gjöf. Nú mun maðurinn minn loksins umbera mig+ því að ég hef alið honum sex syni.“+ Og hún nefndi hann Sebúlon.*+ 21 Seinna fæddi hún dóttur sem hún nefndi Dínu.+

22 En Guð hafði ekki gleymt Rakel. Hann bænheyrði hana og gerði henni kleift að eignast börn.*+ 23 Hún varð barnshafandi og eignaðist son og sagði: „Guð hefur tekið burt skömm mína.“+ 24 Hún nefndi hann Jósef*+ og sagði: „Jehóva hefur bætt við mig öðrum syni.“

25 Eftir að Rakel hafði fætt Jósef sagði Jakob við Laban: „Leyfðu mér að fara heim til lands míns.+ 26 Láttu mig hafa konur mínar og börn sem ég hef unnið fyrir hjá þér og leyfðu mér að fara. Þú veist vel að ég hef þjónað þér dyggilega.“+ 27 Þá sagði Laban: „Ef þú kannt að meta mig vertu þá kyrr. Mér sýnast táknin* benda til þess að Jehóva blessi mig vegna þín.“ 28 Og hann bætti við: „Segðu hvað þú vilt fá í laun og ég greiði það.“+ 29 Jakob svaraði: „Þú veist að ég hef þjónað þér dyggilega og hugsað vel um hjörð þína.+ 30 Áður en ég kom áttirðu lítið en eftir að ég kom hefur hjörð þín margfaldast og stækkað og Jehóva hefur blessað þig. Hvenær á ég að gera eitthvað fyrir mína eigin fjölskyldu?“+

31 Laban spurði þá: „Hvað viltu að ég gefi þér?“ „Þú átt ekki að gefa mér neitt,“ svaraði Jakob. „Ég skal halda hjörð þinni á beit og gæta hennar áfram+ ef þú gerir það sem ég bið þig um. 32 Við skulum ganga inn í hjörð þína í dag. Þú skalt síðan taka frá allar flekkóttar og spreklóttar kindur, alla mórauða unga hrúta og allar spreklóttar og flekkóttar geitur.* Það skulu vera laun mín héðan í frá.+ 33 Þegar þú kemur seinna til að skoða laun mín muntu sjá að ég hef verið heiðarlegur.* Ef þú finnur geitur hjá mér sem eru ekki flekkóttar eða spreklóttar eða unga hrúta sem eru ekki mórauðir skulu þau teljast stolin.“

34 Laban sagði: „Það hljómar vel. Gerum eins og þú segir.“+ 35 Sama dag tók hann frá alla rílóttu og spreklóttu hafrana, allar flekkóttu og spreklóttu geiturnar, allt sem hafði hvítan blett og alla mórauðu ungu hrútana og lét í hendur sonum sínum. 36 Síðan sá hann til þess að þrjár dagleiðir væru milli sín og Jakobs en Jakob gætti fjárins sem Laban skildi eftir.

37 Jakob tók nú nýafskornar greinar af stýraxtré, möndlutré og platantré og tálgaði börkinn þannig að hið hvíta á greinunum kom í ljós og myndaði flekki. 38 Hann lét síðan greinarnar, sem hann hafði tálgað, í þrærnar fyrir framan féð, í vatnsrennurnar þar sem féð var vant að drekka, þannig að féð hafði greinarnar fyrir framan sig þegar það kom að drekka á fengitímanum.

39 Þannig pöruðu dýrin sig fyrir framan greinarnar og áttu rílótt, flekkótt og spreklótt afkvæmi. 40 Síðan tók Jakob ungu hrútana frá og lét féð snúa í áttina að rílótta og mórauða fénu í hjörð Labans. Hann skildi hjörð sína frá til að hún blandaðist ekki hjörð Labans. 41 Allan fengitíma sterkbyggðu dýranna lét Jakob greinarnar í þrærnar fyrir framan dýrin svo að þau sæju þær meðan þau pöruðu sig. 42 En þegar veikburða féð paraði sig lét hann engar greinar þar. Þannig eignaðist Laban veikburða féð en Jakob það sterkbyggða.+

43 Jakob varð stórefnaður og eignaðist miklar hjarðir, þjóna og þjónustustúlkur, úlfalda og asna.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila