Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Lög handa Ísrael (1–36)

        • um hebreska þræla (2–11)

        • um ofbeldi gegn náunganum (12–27)

        • um dýr (28–36)

2. Mósebók 21:1

Millivísanir

  • +2Mó 24:3; 5Mó 4:14

2. Mósebók 21:2

Millivísanir

  • +3Mó 25:39, 40
  • +5Mó 15:12

2. Mósebók 21:4

Millivísanir

  • +5Mó 15:12

2. Mósebók 21:5

Millivísanir

  • +5Mó 15:16, 17

2. Mósebók 21:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.1.2010, bls. 4

2. Mósebók 21:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „lætur kaupa hana lausa“.

2. Mósebók 21:10

Millivísanir

  • +1Kor 7:3

2. Mósebók 21:12

Millivísanir

  • +1Mó 9:6; 4Mó 35:30; Mt 5:21

2. Mósebók 21:13

Millivísanir

  • +4Mó 35:11, 22–25; 5Mó 4:42; 19:3–5; Jós 20:7–9

2. Mósebók 21:14

Millivísanir

  • +4Mó 15:30
  • +5Mó 19:11, 12; 1Kon 1:50; 2:29; 1Jó 3:15

2. Mósebók 21:15

Millivísanir

  • +2Mó 20:12

2. Mósebók 21:16

Millivísanir

  • +1Mó 40:15
  • +1Mó 37:28
  • +5Mó 24:7

2. Mósebók 21:17

Neðanmáls

  • *

    Eða „formælir“.

Millivísanir

  • +3Mó 20:9; Okv 20:20; 30:11, 17; Mt 15:4

2. Mósebók 21:18

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „áhaldi“.

2. Mósebók 21:20

Millivísanir

  • +1Mó 9:5, 6; 3Mó 24:17

2. Mósebók 21:22

Neðanmáls

  • *

    Eða „hljótast alvarleg meiðsl“.

Millivísanir

  • +Sl 139:16; Jer 1:5
  • +2Mó 18:25, 26; 5Mó 16:18; 17:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Biblíuspurningar og svör, grein 162

    Von um bjarta framtíð, kafli 38

    „Kærleiki Guðs“, bls. 80

    Vaknið!,

    8.10.1987, bls. 14-15

2. Mósebók 21:23

Neðanmáls

  • *

    Eða „sál fyrir sál“.

Millivísanir

  • +1Mó 9:6; 3Mó 24:17; 4Mó 35:31; Op 21:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Biblíuspurningar og svör, grein 162

    Von um bjarta framtíð, kafli 38

    „Kærleiki Guðs“, bls. 80

    Vaknið!,

    8.10.1987, bls. 14-15

2. Mósebók 21:24

Millivísanir

  • +3Mó 24:20; Mt 5:38

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Biblíuspurningar og svör, grein 149

    Vaknið!,

    10.2010, bls. 12

2. Mósebók 21:26

Millivísanir

  • +Ef 6:9; Kól 4:1

2. Mósebók 21:28

Millivísanir

  • +1Mó 9:5; 4Mó 35:33

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.4.2010, bls. 29

2. Mósebók 21:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.4.2010, bls. 29

2. Mósebók 21:32

Neðanmáls

  • *

    Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.

2. Mósebók 21:34

Millivísanir

  • +2Mó 22:6, 14; 5Mó 22:8

Almennt

2. Mós. 21:12Mó 24:3; 5Mó 4:14
2. Mós. 21:23Mó 25:39, 40
2. Mós. 21:25Mó 15:12
2. Mós. 21:45Mó 15:12
2. Mós. 21:55Mó 15:16, 17
2. Mós. 21:101Kor 7:3
2. Mós. 21:121Mó 9:6; 4Mó 35:30; Mt 5:21
2. Mós. 21:134Mó 35:11, 22–25; 5Mó 4:42; 19:3–5; Jós 20:7–9
2. Mós. 21:144Mó 15:30
2. Mós. 21:145Mó 19:11, 12; 1Kon 1:50; 2:29; 1Jó 3:15
2. Mós. 21:152Mó 20:12
2. Mós. 21:161Mó 40:15
2. Mós. 21:161Mó 37:28
2. Mós. 21:165Mó 24:7
2. Mós. 21:173Mó 20:9; Okv 20:20; 30:11, 17; Mt 15:4
2. Mós. 21:201Mó 9:5, 6; 3Mó 24:17
2. Mós. 21:22Sl 139:16; Jer 1:5
2. Mós. 21:222Mó 18:25, 26; 5Mó 16:18; 17:8
2. Mós. 21:231Mó 9:6; 3Mó 24:17; 4Mó 35:31; Op 21:8
2. Mós. 21:243Mó 24:20; Mt 5:38
2. Mós. 21:26Ef 6:9; Kól 4:1
2. Mós. 21:281Mó 9:5; 4Mó 35:33
2. Mós. 21:342Mó 22:6, 14; 5Mó 22:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 21:1–36

Önnur Mósebók

21 Þetta eru lögin sem þú átt að leggja fyrir þá:+

2 Ef þú kaupir hebreskan þræl+ á hann að vinna sem þræll í sex ár en sjöunda árið á hann að hljóta frelsi án þess að greiða nokkuð fyrir.+ 3 Ef hann kom einn á hann að fara einn. Ef hann var giftur þegar hann kom á konan hans að fara með honum. 4 Ef húsbóndi hans gefur honum konu og hún eignast með honum syni eða dætur skulu konan og börnin tilheyra húsbónda hennar og maðurinn fer einn burt.+ 5 En ef þrællinn segir ákveðinn í bragði: ‚Ég vil ekki verða frjáls+ því að mér þykir vænt um húsbónda minn og ég elska konu mína og börn,‘ 6 þá á húsbóndi hans að leiða hann fyrir hinn sanna Guð. Síðan á hann að fara með hann að hurðinni eða dyrastafnum og stinga al í gegnum eyra hans og hann verður þræll hans til æviloka.

7 Ef maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki frelsi með sama hætti og þræll. 8 Ef húsbóndi hennar er ekki ánægður með hana og tekur hana ekki fyrir hjákonu heldur selur hana öðrum* má hann ekki selja hana útlendingum því að hann hefur svikið hana. 9 Ef hann gefur hana syni sínum fyrir eiginkonu á hann að veita henni sömu réttindi og væri hún dóttir hans. 10 Ef hann tekur sér aðra konu má hann ekki minnka mat eða fatnað við fyrri konuna og hann á að fullnægja hjúskaparskyldunni+ áfram. 11 Ef hann veitir henni ekki þetta þrennt á hún að hljóta frelsi án endurgjalds.

12 Sá sem slær mann og verður honum að bana skal tekinn af lífi.+ 13 En ef hann gerir það óviljandi og hinn sanni Guð lætur það gerast getur hann flúið á stað sem ég vel handa þér.+ 14 Ef maður reiðist náunga sínum heiftarlega og drepur hann af ásettu ráði+ skal hann deyja, jafnvel þótt þú þurfir að sækja hann að altari mínu.+ 15 Sá sem slær föður sinn eða móður skal tekinn af lífi.+

16 Ef einhver rænir manni+ og selur hann eða er staðinn að því að halda honum föngnum+ skal hann tekinn af lífi.+

17 Sá sem bölvar* föður sínum eða móður skal tekinn af lífi.+

18 Ef menn rífast og annar slær hinn með steini eða hnefanum* og hann deyr ekki heldur verður rúmfastur 19 sleppur sá sem sló hann við refsingu ef hinn kemst á fætur og getur gengið um utandyra við staf. Hann á aðeins að bæta hinum meidda vinnutapið þar til hann hefur náð sér að fullu.

20 Ef maður slær þræl sinn eða ambátt með staf og hann eða hún deyr skal hefna þess.+ 21 En ef þrællinn lifir einn eða tvo daga skal þess ekki hefnt því að maðurinn á hann.

22 Ef menn slást og barnshafandi kona verður fyrir höggi þannig að barnið fæðist fyrir tímann+ en ekki hlýst bani* af skal hinn seki greiða þær bætur sem eiginmaður hennar krefst og dómararnir samþykkja.+ 23 En ef bani hlýst af skaltu gjalda líf fyrir líf,*+ 24 auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót,+ 25 brunasár fyrir brunasár, sár fyrir sár og högg fyrir högg.

26 Ef maður slær þræl sinn eða ambátt í augað og skemmir það á hann að gefa þrælnum frelsi sem bætur fyrir augað.+ 27 Og ef hann slær tönn úr þræli sínum eða ambátt á hann að gefa þrælnum frelsi sem bætur fyrir tönnina.

28 Ef naut stangar mann eða konu til bana skal grýta nautið+ og ekki má borða kjötið en eigandi nautsins sleppur við refsingu. 29 En ef nautið átti það til að stanga og eigandinn hafði verið varaður við því en hafði samt ekki haft nautið í gæslu og það verður manni eða konu að bana skal grýta nautið og eigandinn skal einnig tekinn af lífi. 30 Ef honum er gert að greiða lausnargjald fyrir líf sitt skal hann greiða alla upphæðina sem lögð er á hann. 31 Sama lagaákvæði gildir um eiganda nautsins ef það stangar dreng eða stúlku. 32 Ef nautið stangar þræl eða ambátt skal eigandinn greiða húsbónda þrælsins 30 sikla* og nautið skal grýtt til bana.

33 Ef maður grefur gryfju og byrgir hana ekki eða skilur gryfju eftir opna og naut eða asni fellur í hana 34 á eigandi hennar að bæta skaðann.+ Hann á að greiða eigandanum andvirðið en halda sjálfur dauðu skepnunni. 35 Ef naut stangar naut annars manns til bana skal selja nautið sem lifir og skipta andvirðinu milli eigendanna. Þeir eiga líka að skipta með sér dauðu skepnunni. 36 En ef vitað var að nautið átti það til að stanga og eigandinn hafði það samt ekki í gæslu skal hann bæta naut með nauti en halda sjálfur dauðu skepnunni.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila