Jobsbók
27 Job hélt ræðu sinni* áfram og sagði:
2 „Svo sannarlega sem Guð lifir, hann sem hefur synjað mér um réttlæti,+
Hinn almáttugi sem hefur gert mig bitran,+
3 svo lengi sem ég dreg andann
og andi Guðs er í nösum mér+
4 skal ekkert ranglæti koma af vörum mínum
né tunga mín fara með svik.
5 Það er óhugsandi að ég kalli ykkur réttláta!
Svo lengi sem ég lifi læt ég ekki af ráðvendni minni!*+
7 Óvini mínum farnist eins og hinum illu,
þeim sem ráðast á mig eins og hinum ranglátu.
9 Heyrir Guð hróp hans
þegar að honum þrengir?+
10 Eða er Hinn almáttugi yndi hans?
Mun hann leita til Guðs öllum stundum?
11 Ég skal fræða ykkur um mátt* Guðs
og ekki leyna neinu um Hinn almáttuga.
12 Hvers vegna farið þið með tóma þvælu
ef þið hafið nú allir séð sýnir?
13 Þetta er það hlutskipti sem vondur maður fær frá Guði,+
arfurinn sem Hinn almáttugi gefur harðstjórum.
14 Ef hann eignast marga syni falla þeir fyrir sverði+
og afkomendur hans fá ekki nægan mat.
15 Þá sem lifa hann leggur farsóttin í gröfina
og ekkjur þeirra syrgja þá ekki.
16 Þótt hann hrúgi saman silfri eins og sandi
og safni sér fínum fötum eins og leir,
17 já, þótt hann safni þeim
mun réttlátur maður klæðast þeim+
og hinir saklausu skipta með sér silfri hans.
18 Húsið sem hann reisir er veikbyggt eins og lirfuhýði mölflugunnar,
eins og skýli+ sem varðmaður gerir sér.
19 Hann leggst ríkur til hvíldar en uppsker ekkert,
þegar hann opnar augun er allt horfið.
20 Ótti hellist yfir hann eins og flóð,
stormur hrífur hann burt um nótt.+
21 Austanvindur ber hann með sér og hann hverfur,
hann feykir honum að heiman.+