Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 1
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Esekíel sér sýnir frá Guði í Babýlon (1–3)

      • Sýn um himnavagn Jehóva (4–28)

        • Stormur, ský og eldur (4)

        • Fjórar lifandi verur (5–14)

        • Fjögur hjól (15–21)

        • Hella sem gljáir eins og ís (22–24)

        • Hásæti Jehóva (25–28)

Esekíel 1:1

Millivísanir

  • +2Kon 24:12, 14
  • +Esk 3:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1998, bls. 10

    1.11.1988, bls. 17

Esekíel 1:2

Millivísanir

  • +2Kr 36:9, 10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1998, bls. 10

Esekíel 1:3

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚Guð styrkir‘.

Millivísanir

  • +Jer 22:25
  • +Esk 3:14

Esekíel 1:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „og eldingar“.

  • *

    Skínandi málmblanda gulls og silfurs.

Millivísanir

  • +1Kon 19:11
  • +2Mó 19:18; Sl 97:2, 3
  • +Esk 8:2

Esekíel 1:5

Millivísanir

  • +Esk 10:9, 15; Op 4:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.7.2007, bls. 8

    1.10.1991, bls. 31

    1.11.1988, bls. 17

Esekíel 1:6

Millivísanir

  • +Jes 6:2; Esk 10:20, 21; Op 4:8

Esekíel 1:7

Millivísanir

  • +Dan 10:5, 6

Esekíel 1:9

Millivísanir

  • +Esk 10:11, 15

Esekíel 1:10

Millivísanir

  • +2Sa 17:10; Okv 28:1
  • +Okv 14:4
  • +Job 39:27, 29; Esk 10:14, 15; Op 4:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 9

    1.11.1988, bls. 17

Esekíel 1:11

Millivísanir

  • +Jes 6:2

Esekíel 1:12

Millivísanir

  • +Sl 103:20; Heb 1:7, 14

Esekíel 1:13

Millivísanir

  • +Dan 7:9, 10

Esekíel 1:15

Millivísanir

  • +Op 4:7
  • +Esk 10:9–13

Esekíel 1:16

Neðanmáls

  • *

    Hugsanlega hornrétt hvort á annað.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 9

Esekíel 1:17

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 9

Esekíel 1:18

Millivísanir

  • +Okv 15:3; Sak 4:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 9

Esekíel 1:19

Millivísanir

  • +Esk 10:15–17

Esekíel 1:20

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „andi lifandi veranna“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 9-10

Esekíel 1:22

Millivísanir

  • +Esk 10:1

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 10

Esekíel 1:23

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „vængir þeirra útréttir“.

Esekíel 1:24

Millivísanir

  • +Sl 29:3; Esk 43:2; Op 14:2

Esekíel 1:26

Millivísanir

  • +2Mó 24:10; Sl 96:6; Esk 10:1
  • +1Kon 22:19; Sl 99:1; Jes 6:1; Op 4:2
  • +Dan 7:9

Esekíel 1:27

Millivísanir

  • +Esk 8:2
  • +5Mó 4:24; Sl 104:1, 2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (almenn útgáfa),

    Nr. 6 2016 bls. 4

Esekíel 1:28

Millivísanir

  • +Op 4:3
  • +2Mó 24:16, 17; Esk 8:4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    11.2022, bls. 4

    Varðturninn (almenn útgáfa),

    Nr. 6 2016 bls. 4

Almennt

Esek. 1:12Kon 24:12, 14
Esek. 1:1Esk 3:15
Esek. 1:22Kr 36:9, 10
Esek. 1:3Jer 22:25
Esek. 1:3Esk 3:14
Esek. 1:41Kon 19:11
Esek. 1:42Mó 19:18; Sl 97:2, 3
Esek. 1:4Esk 8:2
Esek. 1:5Esk 10:9, 15; Op 4:6
Esek. 1:6Jes 6:2; Esk 10:20, 21; Op 4:8
Esek. 1:7Dan 10:5, 6
Esek. 1:9Esk 10:11, 15
Esek. 1:102Sa 17:10; Okv 28:1
Esek. 1:10Okv 14:4
Esek. 1:10Job 39:27, 29; Esk 10:14, 15; Op 4:7
Esek. 1:11Jes 6:2
Esek. 1:12Sl 103:20; Heb 1:7, 14
Esek. 1:13Dan 7:9, 10
Esek. 1:15Op 4:7
Esek. 1:15Esk 10:9–13
Esek. 1:18Okv 15:3; Sak 4:10
Esek. 1:19Esk 10:15–17
Esek. 1:22Esk 10:1
Esek. 1:24Sl 29:3; Esk 43:2; Op 14:2
Esek. 1:262Mó 24:10; Sl 96:6; Esk 10:1
Esek. 1:261Kon 22:19; Sl 99:1; Jes 6:1; Op 4:2
Esek. 1:26Dan 7:9
Esek. 1:27Esk 8:2
Esek. 1:275Mó 4:24; Sl 104:1, 2
Esek. 1:28Op 4:3
Esek. 1:282Mó 24:16, 17; Esk 8:4
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 1:1–28

Esekíel

1 Á 30. árinu, á fimmta degi fjórða mánaðarins, þegar ég dvaldist meðal útlaganna+ við Kebarfljót,+ opnaðist himinninn og ég sá sýnir frá Guði. 2 Á fimmta degi mánaðarins – það er á fimmta árinu sem Jójakín konungur var í útlegð+ – 3 kom orð Jehóva til Esekíels,* sonar Búsí prests, við Kebarfljót í landi Kaldea.+ Þar kom hönd Jehóva yfir hann.+

4 Meðan ég stóð þar sá ég storm+ koma úr norðri. Þar var mikið ský með eldglæringum*+ og bjartur ljómi var allt í kring. Í miðjum eldinum var eitthvað sem var eins og hvítagull* að sjá.+ 5 Inni í eldinum var eitthvað sem leit út eins og fjórar lifandi verur+ en þær líktust mönnum. 6 Hver þeirra var með fjögur andlit og fjóra vængi.+ 7 Fætur þeirra voru beinir og iljarnar eins og kálfsklaufir og þeir ljómuðu eins og fægður kopar.+ 8 Þær voru með mannshendur undir vængjunum á allar fjórar hliðar. Verurnar fjórar höfðu andlit og vængi 9 og vængirnir snertu hvor annan. Þær gengu án þess að snúa sér, þær gengu allar beint áfram.+

10 Andlit þeirra litu svona út: Allar fjórar voru með mannsandlit, hægra megin við það var ljónsandlit+ og vinstra megin nautsandlit+ og allar fjórar voru einnig með arnarandlit.+ 11 Þannig voru andlit þeirra. Vængir þeirra voru þandir upp á við. Hver þeirra var með tvo vængi sem snertust og tvo sem huldu líkamann.+

12 Þær gengu allar beint áfram, hvert sem andinn vildi að þær færu.+ Þær gengu án þess að snúa sér. 13 Verurnar litu út eins og glóandi kol. Eitthvað sem líktist logandi blysum gekk fram og til baka milli veranna og eldingar leiftruðu út úr eldinum.+ 14 Og þegar verurnar fóru og komu til baka voru þær á að líta eins og eldingar.

15 Meðan ég virti fyrir mér lifandi verurnar með andlitin fjögur+ sá ég eitt hjól á jörðinni við hliðina á hverri þeirra.+ 16 Hjólin voru eins og skínandi krýsólít og öll fjögur voru þau eins að sjá. Þau virtust vera þannig gerð að hjól væri inni í hjóli.* 17 Hjólin gátu farið í allar fjórar áttir án þess að beygja. 18 Hjólgjarðirnar voru svo háar að ég fylltist lotningu og allar fjórar voru alsettar augum allan hringinn.+ 19 Þegar lifandi verurnar færðu sig færðust hjólin með þeim og þegar verurnar lyftust upp af jörðinni lyftust hjólin líka.+ 20 Þær fóru þangað sem andinn vildi, hvert sem andinn fór. Hjólin lyftust upp með þeim því að andinn sem knúði verurnar* var einnig í hjólunum. 21 Þegar þær færðu sig færðust hjólin og þegar þær stóðu kyrrar voru þau kyrr. Þegar þær lyftust upp af jörðinni lyftust hjólin með þeim því að andinn sem knúði verurnar var einnig í hjólunum.

22 Yfir höfðum lifandi veranna var eitthvað sem líktist stórri hellu, hrífandi eins og gljáandi íshella. Hún þandist út yfir höfðum þeirra.+ 23 Undir hellunni voru vængir þeirra þandir upp á við* og snertu hvor annan. Þær voru með tvo vængi til að hylja aðra hlið líkamans og tvo til að hylja hina. 24 Ég heyrði vængjaþyt þeirra. Hann var eins og niður í beljandi vatnsfalli, eins og rödd Hins almáttuga.+ Þegar þær hreyfðu sig hljómuðu þær eins og heill her. Þegar þær stóðu kyrrar létu þær vængina síga.

25 Rödd heyrðist ofan af hellunni yfir höfðum þeirra. (Þegar þær stóðu kyrrar létu þær vængina síga.) 26 Fyrir ofan helluna yfir höfðum þeirra var eitthvað sem leit út eins og safír.+ Það líktist hásæti+ og í hásætinu sat einhver sem var á að líta eins og maður.+ 27 Frá því sem virtist vera mitti hans og upp úr sá ég eitthvað sem glampaði eins og hvítagull+ og lýsti eins og eldur. Og frá mitti og niður úr var eitthvað sem líktist eldi.+ Allt í kringum hann var ljómi 28 sem líktist regnboga+ í skýi á votviðrisdegi. Þannig var ljóminn umhverfis hann á að líta. Það var eins og ég sæi dýrð Jehóva.+ Þegar ég sá þetta féll ég á grúfu og ég heyrði rödd einhvers sem talaði.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila