Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Ísraelsmenn koma að hafinu (1–4)

      • Faraó eltir Ísraelsmenn (5–14)

      • Ísraelsmenn fara yfir Rauðahaf (15–25)

      • Egyptar drukkna í hafinu (26–28)

      • Ísraelsmenn trúa á Jehóva (29–31)

2. Mósebók 14:2

Millivísanir

  • +2Mó 13:17, 18

2. Mósebók 14:4

Millivísanir

  • +2Mó 7:13; Róm 9:17, 18
  • +2Mó 9:15, 16; 15:11; 18:10, 11; Jós 2:9, 10
  • +2Mó 7:5; 8:22

2. Mósebók 14:5

Millivísanir

  • +2Mó 12:33

2. Mósebók 14:6

Millivísanir

  • +2Mó 14:23

2. Mósebók 14:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „gengu með upplyftri hendi“.

Millivísanir

  • +4Mó 33:3

2. Mósebók 14:9

Millivísanir

  • +2Mó 15:9

2. Mósebók 14:10

Millivísanir

  • +Jós 24:6, 7; Neh 9:9

2. Mósebók 14:11

Millivísanir

  • +2Mó 16:3; 17:3; 4Mó 14:2–4; Sl 106:7

2. Mósebók 14:12

Millivísanir

  • +2Mó 5:21; 6:6, 9

2. Mósebók 14:13

Millivísanir

  • +4Mó 14:9; 5Mó 20:3; 2Kr 20:15, 17; Sl 27:1; 46:1; Jes 41:10
  • +2Kr 20:17
  • +2Mó 14:30; 15:5; Sl 136:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2013, bls. 4

2. Mósebók 14:14

Millivísanir

  • +5Mó 1:30; 20:4; 2Kr 20:29

2. Mósebók 14:17

Millivísanir

  • +2Mó 9:15, 16

2. Mósebók 14:18

Millivísanir

  • +2Mó 14:4; Róm 9:17, 18

2. Mósebók 14:19

Millivísanir

  • +1Mó 48:16; 2Mó 32:34; 4Mó 20:16; Júd 9
  • +2Mó 13:21

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1991, bls. 24-25

2. Mósebók 14:20

Millivísanir

  • +Jós 24:6, 7
  • +Sl 105:39

2. Mósebók 14:21

Millivísanir

  • +2Mó 14:16; Pos 7:36
  • +Neh 9:10, 11; Sl 78:13; 136:13; Jes 63:12
  • +Jós 2:9, 10; Sl 66:6; 106:9; 114:3

2. Mósebók 14:22

Millivísanir

  • +1Kor 10:1; Heb 11:29
  • +2Mó 15:8

2. Mósebók 14:23

Millivísanir

  • +2Mó 14:17

2. Mósebók 14:24

Neðanmáls

  • *

    Það er, um kl. 2 til kl. 6.

Millivísanir

  • +2Mó 13:21

2. Mósebók 14:25

Millivísanir

  • +2Mó 14:4

2. Mósebók 14:27

Millivísanir

  • +2Mó 15:1, 4

2. Mósebók 14:28

Millivísanir

  • +2Mó 15:5, 10; 5Mó 11:3, 4; Jós 24:6, 7; Neh 9:10, 11; Sl 78:53; Heb 11:29
  • +2Mó 14:13; Sl 106:11; 136:15

2. Mósebók 14:29

Millivísanir

  • +Sl 77:19
  • +2Mó 15:8

2. Mósebók 14:30

Millivísanir

  • +5Mó 4:20; Sl 106:8–11

2. Mósebók 14:31

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „þá voldugu hönd“.

Millivísanir

  • +2Mó 4:31; 19:9; Sl 106:12

Almennt

2. Mós. 14:22Mó 13:17, 18
2. Mós. 14:42Mó 7:13; Róm 9:17, 18
2. Mós. 14:42Mó 9:15, 16; 15:11; 18:10, 11; Jós 2:9, 10
2. Mós. 14:42Mó 7:5; 8:22
2. Mós. 14:52Mó 12:33
2. Mós. 14:62Mó 14:23
2. Mós. 14:84Mó 33:3
2. Mós. 14:92Mó 15:9
2. Mós. 14:10Jós 24:6, 7; Neh 9:9
2. Mós. 14:112Mó 16:3; 17:3; 4Mó 14:2–4; Sl 106:7
2. Mós. 14:122Mó 5:21; 6:6, 9
2. Mós. 14:134Mó 14:9; 5Mó 20:3; 2Kr 20:15, 17; Sl 27:1; 46:1; Jes 41:10
2. Mós. 14:132Kr 20:17
2. Mós. 14:132Mó 14:30; 15:5; Sl 136:15
2. Mós. 14:145Mó 1:30; 20:4; 2Kr 20:29
2. Mós. 14:172Mó 9:15, 16
2. Mós. 14:182Mó 14:4; Róm 9:17, 18
2. Mós. 14:191Mó 48:16; 2Mó 32:34; 4Mó 20:16; Júd 9
2. Mós. 14:192Mó 13:21
2. Mós. 14:20Jós 24:6, 7
2. Mós. 14:20Sl 105:39
2. Mós. 14:212Mó 14:16; Pos 7:36
2. Mós. 14:21Neh 9:10, 11; Sl 78:13; 136:13; Jes 63:12
2. Mós. 14:21Jós 2:9, 10; Sl 66:6; 106:9; 114:3
2. Mós. 14:221Kor 10:1; Heb 11:29
2. Mós. 14:222Mó 15:8
2. Mós. 14:232Mó 14:17
2. Mós. 14:242Mó 13:21
2. Mós. 14:252Mó 14:4
2. Mós. 14:272Mó 15:1, 4
2. Mós. 14:282Mó 15:5, 10; 5Mó 11:3, 4; Jós 24:6, 7; Neh 9:10, 11; Sl 78:53; Heb 11:29
2. Mós. 14:282Mó 14:13; Sl 106:11; 136:15
2. Mós. 14:29Sl 77:19
2. Mós. 14:292Mó 15:8
2. Mós. 14:305Mó 4:20; Sl 106:8–11
2. Mós. 14:312Mó 4:31; 19:9; Sl 106:12
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 14:1–31

Önnur Mósebók

14 Jehóva sagði nú við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að snúa við og slá upp tjöldum gegnt Pí Hakírót, milli Migdól og sjávar, í sjónmáli við Baal Sefón.+ Þið eigið að tjalda við hafið. 3 Þá mun faraó segja um Ísraelsmenn: ‚Þeir ráfa um villtir í landinu. Þeir eru í sjálfheldu í óbyggðunum.‘ 4 Ég leyfi faraó að verða þrjóskur í hjarta.+ Hann mun elta þá og ég sýni hve mikilfenglegur ég er með því að sigra hann og allt herlið hans,+ og Egyptar munu skilja að ég er Jehóva.“+ Þá gerðu Ísraelsmenn þetta.

5 Skömmu síðar var konungi Egyptalands sagt að fólkið hefði flúið. Þá sáu faraó og þjónar hans eftir því að hafa leyft fólkinu að fara+ og sögðu: „Af hverju gerðum við þetta? Af hverju slepptum við Ísraelsmönnum, þrælum okkar?“ 6 Hann lét þá spenna fyrir stríðsvagna sína og lagði af stað með herlið sitt.+ 7 Hann hafði með sér 600 úrvalsvagna og alla aðra hervagna Egyptalands og setti hermenn á hvern þeirra. 8 Þannig leyfði Jehóva að faraó konungur Egyptalands yrði þrjóskur í hjarta svo að hann elti Ísraelsmenn, en þeir voru óhræddir á leið* burt úr landinu.+ 9 Egyptar eltu þá,+ og allir stríðsvagnar faraós, riddarar og hermenn náðu þeim þar sem þeir höfðu sett upp búðir sínar við hafið við Pí Hakírót á móts við Baal Sefón.

10 Þegar faraó nálgaðist komu Ísraelsmenn auga á Egyptana og sáu að þeir eltu þá. Þeir urðu skelfingu lostnir og hrópuðu til Jehóva.+ 11 Þeir sögðu við Móse: „Eru engir grafreitir til í Egyptalandi fyrst þú leiddir okkur hingað til að deyja í óbyggðunum?+ Hvað hefurðu gert okkur? Hvers vegna leiddirðu okkur út úr Egyptalandi? 12 Var það ekki einmitt þetta sem við sögðum þér í Egyptalandi: ‚Láttu okkur vera svo að við getum þjónað Egyptum‘? Það er betra að þjóna Egyptum en að deyja í óbyggðunum.“+ 13 Móse svaraði fólkinu: „Verið óhrædd.+ Standið kyrr og sjáið hvernig Jehóva bjargar ykkur í dag.+ Þessa Egypta sem þið sjáið í dag munuð þið aldrei sjá framar.+ 14 Jehóva mun sjálfur berjast fyrir ykkur+ en þið skuluð horfa á í hljóði.“

15 Jehóva sagði við Móse: „Hvers vegna hróparðu til mín? Segðu Ísraelsmönnum að halda af stað. 16 En þú skalt lyfta upp staf þínum, rétta höndina út yfir hafið og kljúfa það þannig að Ísraelsmenn geti gengið á þurru beint í gegnum hafið. 17 Ég leyfi Egyptum að verða þrjóskir í hjarta svo að þeir elti þá, og ég mun sýna hve mikilfenglegur ég er með því að sigra faraó, allt herlið hans og riddara og eyða stríðsvögnunum.+ 18 Egyptar munu skilja að ég er Jehóva þegar ég sýni hve mikilfenglegur ég er með því að sigra faraó og riddara hans og eyða stríðsvögnunum.“+

19 Engill hins sanna Guðs,+ sem fór á undan Ísraelsmönnum, færði sig nú aftur fyrir þá og skýstólpinn sem var fyrir framan þá sömuleiðis.+ 20 Hann var því á milli Egypta og Ísraelsmanna.+ Hann var dimmur öðrum megin en hinum megin lýsti hann upp nóttina.+ Egyptar nálguðust því ekki Ísraelsmenn alla nóttina.

21 Móse rétti nú höndina út yfir hafið+ og Jehóva lét hvassan austanvind blása alla nóttina og bægja sjónum burt. Hafið klofnaði+ og sjávarbotninn varð að þurrlendi.+ 22 Ísraelsmenn gengu á þurru beint í gegnum hafið+ en sjórinn stóð eins og veggur þeim til hægri handar og vinstri.+ 23 Egyptar eltu þá og allir hestar faraós, stríðsvagnar og riddarar fóru á eftir þeim út í hafið.+ 24 Á morgunvökunni* leit Jehóva yfir her Egypta úr eld- og skýstólpanum+ og hann olli ringulreið í herliðinu. 25 Hann lét hjólin losna af vögnum þeirra þannig að erfitt var að aka þeim. Egyptar sögðu þá: „Flýjum undan Ísraelsmönnum því að Jehóva berst fyrir þá gegn Egyptum.“+

26 Jehóva sagði nú við Móse: „Réttu höndina út yfir hafið þannig að sjórinn steypist yfir Egyptana, stríðsvagna þeirra og riddara.“ 27 Móse rétti samstundis höndina út yfir hafið og í dögun féll sjórinn aftur í eðlilegt horf. Þegar Egyptarnir lögðu á flótta steypti Jehóva þeim í hafið.+ 28 Sjórinn féll yfir stríðsvagnana, riddarana og allan her faraós sem hafði elt Ísraelsmenn út í hafið.+ Ekki einn einasti þeirra fékk að komast af.+

29 En Ísraelsmenn gengu á þurru eftir miðjum sjávarbotninum+ og sjórinn stóð eins og veggur þeim til hægri handar og vinstri.+ 30 Þannig bjargaði Jehóva Ísrael á þessum degi úr greipum Egypta+ og Ísraelsmenn sáu þá liggja dauða á ströndinni. 31 Þeir sáu þann mikla mátt* sem Jehóva beitti gegn Egyptum og fóru að óttast Jehóva og trúa á Jehóva og Móse þjón hans.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila