HÓSEA
1 Orð Jehóva sem kom til Hósea* Beerísonar á dögum Ússía,+ Jótams,+ Akasar+ og Hiskía+ Júdakonunga+ og á dögum Jeróbóams+ Jóassonar+ Ísraelskonungs. 2 Þegar Jehóva byrjaði að boða boðskap sinn fyrir milligöngu Hósea sagði Jehóva við hann: „Farðu og gifstu konu sem leggst í vændi* og eignast lausaleiksbörn því að landið hefur algerlega yfirgefið Jehóva með vændi* sínu.“+
3 Hann fór þá og giftist Gómer Diblaímsdóttur. Hún varð barnshafandi og fæddi honum son.
4 Þá sagði Jehóva við hann: „Láttu hann heita Jesreel* því að innan skamms dreg ég ætt Jehú+ til ábyrgðar fyrir blóðsúthellingar Jesreel* og bind enda á konungdæmi Ísraelsmanna.+ 5 Á þeim degi brýt ég boga Ísraels í Jesreeldal.“*
6 Hún varð aftur barnshafandi og fæddi dóttur. Guð sagði við Hósea: „Láttu hana heita Ló Rúhama* því að ég mun ekki lengur miskunna+ Ísraelsmönnum heldur hrekja þá burt.+ 7 En ég mun miskunna Júdamönnum+ og ég, Jehóva Guð þeirra, bjarga þeim.+ Ég bjarga þeim ekki með boga, sverði, bardaga, hestum né riddurum.“+
8 Þegar hún hafði vanið Ló Rúhama af brjósti varð hún aftur barnshafandi og fæddi son. 9 Þá sagði Guð: „Láttu hann heita Ló Ammí* því að þið eruð ekki fólk mitt og ég verð ekki Guð ykkar.
10 Ísraelsmenn verða eins margir og sandkorn sjávarins sem hvorki er hægt að mæla né telja.+ Og þar sem sagt var við þá: ‚Þið eruð ekki fólk mitt,‘+ þar verður sagt við þá: ‚Synir hins lifandi Guðs.‘+ 11 Júdamönnum og Ísraelsmönnum verður safnað saman sem einni heild.+ Þeir munu velja sér einn leiðtoga og leggja af stað út úr landinu. Þetta verður stórkostlegur dagur fyrir Jesreel.+
2 Segið við bræður ykkar: ‚Fólk mitt!‘*+
og við systur ykkar: ‚Þú kona sem er miskunnað!‘*+
2 Kærið móður ykkar, kærið hana
því að hún er ekki eiginkona mín+ og ég er ekki eiginmaður hennar.
Hún skal hætta vændislifnaði sínum*
og fjarlægja hjúskaparbrotin frá brjóstum sínum.
3 Annars afklæði ég hana og skil hana eftir nakta eins og daginn sem hún fæddist.
Ég geri hana að eyðimörk,
að skrælnuðu landi,
og læt hana deyja úr þorsta.
4 Börnum hennar sýni ég enga miskunn
því að þau eru lausaleiksbörn.
5 Móðir þeirra lagðist í vændi.*+
Hún sem gekk með þau hagaði sér skammarlega+ og sagði:
‚Ég ætla að elta ástríðufulla elskhuga mína,+
þá sem gefa mér brauð mitt og vatn,
ull mína og lín, olíu og drykk.‘
6 Þess vegna loka ég vegi hennar með þyrnigerði
og reisi steinvegg til að hindra hana
svo að hún finni ekki stíga sína.
8 Hún skildi ekki að það var ég sem hafði gefið henni kornið,+ nýja vínið og olíuna,
ógrynnin öll af silfri
og gull sem notað var handa Baal.+
9 ‚Þess vegna kem ég og tek aftur korn mitt þegar tími þess kemur
og nýja vínið mitt þegar tími þess kemur+
og ég hrifsa burt ull mína og lín sem átti að hylja nekt hennar.
10 Nú afhjúpa ég nekt hennar fyrir augunum á ástríðufullum elskhugum hennar
og enginn þeirra bjargar henni úr hendi minni.+
11 Ég bind enda á alla gleði hennar,
hátíðir hennar,+ tunglkomudaga, hvíldardaga og allar hátíðarsamkomur hennar.
12 Ég eyðilegg vínviði hennar og fíkjutré sem hún sagði um:
„Þetta eru laun mín sem ástríðufullir elskhugar mínir gáfu mér.“
Ég geri þau að kjarrskógi
sem villt dýr jarðar munu éta.
13 Ég dreg hana til ábyrgðar fyrir þá daga þegar hún færði Baalslíkneskjunum fórnir,+
þegar hún skreytti sig með hringum sínum og skartgripum og eltist við ástríðufulla elskhuga sína
en gleymdi mér,‘+ segir Jehóva.
14 ‚Þess vegna mun ég tala hana til,
ég leiði hana út í óbyggðirnar
og vinn hjarta hennar með orðum mínum.
Þar mun hún svara mér eins og á æskudögum sínum,
eins og daginn þegar hún fór út úr Egyptalandi.+
16 Og á þeim degi,‘ segir Jehóva,
‚muntu ávarpa mig „eiginmaður minn“ en ekki lengur „húsbóndi minn“.‘*
18 Á þeim degi geri ég sáttmála fyrir þá við villt dýr merkurinnar,+
við fugla himins og skriðdýr jarðar.+
19 Ég heitbinst þér að eilífu,
ég heitbinst þér í réttlæti og réttvísi,
í tryggum kærleika og miskunnsemi.+
20 Ég heitbinst þér í tryggð
og þú munt þekkja Jehóva.‘+
3 Nú sagði Jehóva við mig: „Farðu aftur og elskaðu konuna sem er elskuð af öðrum manni og fremur hjúskaparbrot,+ eins og Jehóva elskar Ísraelsmenn+ þótt þeir snúi sér til annarra guða+ og elski rúsínukökur.“*
2 Þá keypti ég hana fyrir 15 silfurpeninga og einn og hálfan kómer* af byggi. 3 Síðan sagði ég við hana: „Þú átt að vera mín í langan tíma.* Þú mátt ekki stunda vændi* né hafa mök við annan mann og ég hef ekki heldur mök við þig.“
4 Á sama hátt verða Ísraelsmenn í langan tíma* án konungs+ og höfðingja, án fórnar og helgisúlu og án hökuls+ og húsgoða.*+ 5 Eftir það snúa Ísraelsmenn aftur og leita Jehóva Guðs síns+ og Davíðs konungs síns.+ Þeir koma skjálfandi til Jehóva og gæsku hans við lok daganna.*+
4 Heyrið orð Jehóva, Ísraelsmenn,
því að Jehóva höfðar mál gegn íbúum landsins+
þar sem enginn sannleikur er í landinu, enginn tryggur kærleikur né þekking á Guði.+
2 Falskir eiðar, lygar+ og morð,+
þjófnaður og hjúskaparbrot+ eru útbreidd
og hvert manndrápið tekur við af öðru.+
Villtum dýrum jarðar og fuglum himins
og meira að segja fiskum hafsins verður svipt burt.
5 Þú munt hrasa um hábjartan dag
og spámaðurinn hrasar með þér eins og það væri nótt.
Ég mun þagga niður í móður þinni.*
6 Þaggað verður niður í fólki mínu* því að þekkingin er engin.
Þar sem þú hefur hafnað þekkingu+
hafna ég þér líka sem presti mínum.
7 Því fleiri sem þeir* urðu því meira syndguðu þeir gegn mér.+
Ég breyti vegsemd þeirra í vansæmd.*
8 Þeir nærast á synd fólks míns
og eru sólgnir í afbrot þess.
9 Þjóðin hlýtur sama hlutskipti og prestarnir.
Ég dreg hana til ábyrgðar fyrir hegðun sína
og læt hana gjalda fyrir verk sín.+
10 Hún mun borða en ekki verða södd.+
12 Þjóð mín ráðfærir sig við skurðgoð sín úr tré
og gerir það sem stafur hennar* segir henni.
13 Hún færir fórnir efst uppi á fjöllunum+
og lætur fórnarreyk stíga upp á hæðunum,
undir eikum og stýraxtrjám og hverju stóru tré+
því að skuggi þeirra er góður.
Þess vegna stunda dætur ykkar vændi*
og tengdadætur ykkar fremja hjúskaparbrot.
14 Ég mun hvorki draga dætur ykkar til ábyrgðar fyrir vændi* sitt
né tengdadætur ykkar fyrir hjúskaparbrot sín
því að karlarnir fara afsíðis með vændiskonum
og færa fórnir með musterishórum.
Þess konar fólk, sem skilur ekki neitt,+ mun steypa sér í glötun.
16 Ísrael er orðinn þrjóskur eins og þrjósk kýr.+
Á Jehóva nú að halda honum á beit eins og hrútlambi í víðlendum haga?
17 Efraím hefur bundist skurðgoðum.+
Látið hann eiga sig!
Og leiðtogar* hans elska ósómann.+
19 Vindurinn vefur hann inn í vængi sína*
og hann mun skammast sín fyrir fórnir sínar.“
takið eftir, Ísraelsmenn,
hlustaðu, konungsætt,*
því að dómurinn beinist gegn ykkur
þar sem þið eruð snara fyrir Mispa
og útbreitt net yfir Tabor.+
3 Ég þekki Efraím
og Ísrael er mér ekki hulinn.
4 Verk þeirra hindra þá í að snúa aftur til Guðs síns
því að lauslætisandi* ríkir meðal þeirra+
og þeir vilja ekki kannast við Jehóva.
5 Hroki Ísraels vitnar gegn honum.*+
Ísrael og Efraím hafa báðir hrasað vegna sektar sinnar
og Júda hefur hrasað með þeim.+
6 Þeir lögðu af stað með sauði sína og naut til að leita Jehóva
en fundu hann ekki.
Hann hafði yfirgefið þá.+
Á einum mánuði verður þeim eytt* ásamt jörðum* þeirra.
8 Blásið í horn+ í Gíbeu, lúður í Rama!+
Hrópið heróp í Betaven:+ Af stað, Benjamín!
9 Efraím, fólk mun hrylla við þér á degi refsingarinnar.+
Ég hef tilkynnt ættkvíslum Ísraels það sem er óhjákvæmilegt að gerist.
10 Höfðingjar Júda eru eins og þeir sem færa landamörk.+
Ég úthelli heift minni yfir þá eins og vatni.
11 Efraím er kúgaður, réttvísin kremur hann
því að hann var ákveðinn í að fylgja andstæðingi sínum.+
12 Þess vegna var ég Efraím eins og mölfluga
og Júdamönnum eins og rotnun.
13 Þegar Efraím sá sjúkdóm sinn og Júda sár sitt
leitaði Efraím til Assýríu+ og sendi boðbera til stórkonungs.
En hann gat ekki læknað ykkur,
hann gat ekki grætt sár ykkar.
14 Ég verð Efraím eins og ungljón
og Júdamönnum eins og sterkt ljón.
Ég mun sjálfur rífa þá sundur og hverfa á braut.+
Ég dreg þá burt og enginn getur bjargað þeim.+
15 Ég fer burt og sný aftur á minn stað þar til þeir hafa goldið fyrir synd sína.
Þá munu þeir sækjast eftir velvild minni.*+
Þeir munu leita til mín í neyð sinni.“+
Hann særði okkur en mun binda um sárin.
2 Hann lífgar okkur eftir tvo daga.
Á þriðja degi reisir hann okkur upp
og við munum lifa frammi fyrir honum.
3 Við munum kynnast Jehóva, gera okkar ýtrasta til að þekkja hann.
Hann kemur jafn örugglega og dagrenningin,
hann kemur til okkar eins og hellirigning,
eins og vorregn sem vökvar jörðina.“
4 „Hvað á ég að gera við þig, Efraím?
Hvað á ég að gera við þig, Júda?
Tryggð* ykkar er eins og morgunþokan,
eins og döggin sem hverfur fljótt.
Dómurinn yfir þér mun skína sem ljósið+
6 því að ég gleðst yfir tryggum kærleika* en ekki sláturfórnum
og yfir þekkingu á Guði frekar en brennifórnum.+
7 En þeir hafa rofið sáttmálann+ eins og syndugir menn.
Þar hafa þeir svikið mig.
9 Prestaflokkurinn er eins og ræningjahópur sem situr fyrir fólki.
Þeir fremja morð á veginum við Síkem+
enda er hegðun þeirra svívirðileg.
10 Ég hef séð hrylling í Ísrael.
11 En þér, Júda, er ætluð uppskera
þegar ég safna saman útlögum þjóðar minnar og leiði þá heim.“+
7 „Í hvert skipti sem ég ætla að lækna Ísrael
kemur sekt Efraíms í ljós+
og illska Samaríu+
því að þeir eru svikulir.+
Þjófar brjótast inn og ræningjaflokkar ræna úti fyrir.+
2 En þeir hugsa ekki um að ég man eftir öllum illskuverkum þeirra.+
Nú eru verk þeirra allt í kringum þá,
þau blasa við mér.
3 Þeir gleðja konunginn með illsku sinni
og höfðingjana með svikum sínum.
4 Þeir fremja allir hjúskaparbrot.
Þeir brenna eins og ofn sem bakari kyndir.
Hann þarf ekki að skara í eldinn meðan hann hnoðar deigið og lætur það hefast.
5 Á degi konungs okkar urðu höfðingjarnir veikir
– vínið gerði þá ævareiða.+
Hann rétti háðfuglum höndina.
6 Þeir nálgast með hjörtum sem brenna eins og ofn.*
Bakarinn sefur alla nóttina,
um morguninn logar glatt í ofninum.
8 Efraím blandast þjóðunum.+
Efraím er eins og flatkaka sem ekki er snúið.
9 Ókunnugir hafa gleypt kraft hans+ en hann veit ekki af því.
Gráa hárið er orðið hvítt en hann tekur ekki eftir því.
10 Hroki Ísraels vitnar gegn honum+
en þeir hafa ekki snúið aftur til Jehóva Guðs síns+
né leitað hans þrátt fyrir allt þetta.
11 Efraím er eins og einföld og óskynsöm dúfa.+
Þeir kalla á Egyptaland,+ leita til Assýríu.+
12 Ég kasta neti mínu yfir þá hvert sem þeir fara,
dreg þá niður eins og fugla himins.
Ég aga þá eins og ég hef varað söfnuð þeirra við.+
13 Illa fer fyrir þeim því að þeir hafa flúið mig!
Ógæfa komi yfir þá því að þeir hafa syndgað gegn mér!
Ég ætlaði að endurleysa þá en þeir lugu upp á mig.+
14 Þeir hrópuðu ekki til mín á hjálp af einlægu hjarta+
þótt þeir kveinuðu í rúmum sínum.
Þeir skáru sig til að fá korn og nýtt vín,
þeir snúast gegn mér.
15 Ég leiðbeindi þeim og styrkti hendur þeirra
en samt eru þeir á móti mér og hafa illt í hyggju.
16 Þeir sneru sér en þó ekki að neinu háleitara.*
Þeir brugðust eins og slakur bogi.+
Höfðingjar þeirra falla fyrir sverði vegna ósvífinnar tungu sinnar.
Þess vegna verða þeir hafðir að háði í Egyptalandi.“+
8 „Leggðu horn að munni þér!+
2 Það hrópar til mín: ‚Guð minn, við Ísraelsmenn þekkjum þig!‘+
3 Ísrael hefur hafnað því sem er gott.+
Óvinur skal elta hann.
4 Þeir hafa krýnt konunga án þess að spyrja mig.
Þeir hafa skipað höfðingja án míns samþykkis.
5 Kálfi þínum er hafnað, Samaría.+
Reiði mín blossar upp gegn þeim.+
Hve lengi verður sakleysið* utan seilingar þeirra?
6 Kálfurinn á uppruna sinn í Ísrael.
Handverksmaður bjó hann til og hann er ekki Guð.
Ekkert strá ber þroskað korn,+
það sem sprettur gefur ekki af sér mjöl.
Ef eitthvað fengist myndu útlendingar* gleypa það í sig.+
8 Ísrael verður gleyptur.+
Nú verður hann meðal þjóðanna,+
eins og ker sem enginn kærir sig um
9 því að hann fór til Assýríu+ eins og villiasni sem fer sínar eigin leiðir.
Efraím hefur keypt sér elskhuga.+
10 Þótt þeir kaupi sér elskhuga meðal þjóðanna
safna ég þeim saman,
þeir munu kveljast+ undan byrði konungsins og höfðingjanna.
12 Ég skráði handa honum mörg lög
en þau voru framandi í augum hans.+
13 Hann færir mér sláturfórnir og borðar kjötið
en ég, Jehóva, hef enga ánægju af þeim.+
Nú minnist ég afbrota hans og refsa honum fyrir syndir hans.+
Hann hefur snúið aftur* til Egyptalands.+
En ég sendi eld inn í borgir hans
sem gleypir turnana í þeim öllum.“+
9 „Gleðstu ekki, Ísrael,+
fagnaðu ekki eins og aðrar þjóðir
Þú elskar vændislaunin sem þú færð á hverjum þreskivelli.+
2 En þreskivöllurinn og vínpressan munu tæmast
og nýja vínið þrýtur.+
3 Menn munu ekki lengur búa í landi Jehóva.+
Efraím snýr aftur til Egyptalands
og í Assýríu borða þeir óhreinan mat.+
Þær eru eins og sorgarbrauð,
allir sem borða það verða óhreinir.
Brauð þeirra er aðeins handa þeim sjálfum,
það kemur ekki í hús Jehóva.
5 Hvað ætlið þið að gera á hátíðardeginum,
á hátíðardegi Jehóva?
6 Þeir þurfa að flýja eyðinguna.+
Egyptaland safnar þeim saman+ og Memfis grefur þá.+
Illgresi leggur* undir sig silfurgersemar þeirra
og þyrnirunnar vaxa í tjöldum þeirra.
Spámaðurinn reynist vera kjáni og andans maður verður viti sínu fjær.
Þar sem sekt þín er mikil verður fjandskapurinn gegn þér mikill.“
8 Varðmaður+ Efraíms var með Guði mínum.+
En nú eru spámenn hans+ eins og gildrur fuglafangara á öllum vegum hans.
Fjandskapur ríkir í húsi Guðs hans.
9 Þeir eru gerspilltir eins og á dögum Gíbeu.+
Hann minnist afbrota þeirra og refsar þeim fyrir syndir þeirra.+
10 „Ég fann Ísrael eins og vínber í óbyggðum.+
Ég sá forfeður ykkar eins og snemmsprottnar fíkjur á fíkjutré.
En þeir leituðu til Baals Peórs.+
11 Vegsemd Efraíms flýgur burt eins og fugl.
Fæðing, þungun og getnaður heyrir sögunni til.+
12 Og þótt þeir ali upp börn
geri ég þá barnlausa þar til enginn er eftir.+
Já, illa fer fyrir þeim þegar ég sný burt frá þeim!+
13 Efraím, gróðursettur í haga, var mér eins og Týrus.+
En nú verður Efraím að leiða syni sína til slátrarans.“
14 Gefðu þeim, Jehóva, það sem þeir eiga skilið:
móðurlíf sem missir fóstur og uppþornuð brjóst.
15 „Öll illskuverk þeirra voru framin í Gilgal+ og þar fór ég að hata þá.
Ég rek þá burt úr landi* mínu vegna illsku þeirra.+
Ég elska þá ekki framar,+
allir höfðingjar þeirra eru þrjóskir.
16 Efraím verður felldur.+
Rót hans þornar upp og þeir bera engan ávöxt.
Og þótt þeir eignist börn bana ég elskuðum afkvæmum þeirra.“
17 Guð minn hafnar þeim
því að þeir hafa ekki hlustað á hann+
og þeir verða flóttamenn meðal þjóðanna.+
10 „Ísrael er úrkynjaður* vínviður sem ber ávöxt.+
Því meiri ávöxt sem hann ber því fleiri ölturu reisir hann,+
því betri sem uppskera landsins er því glæsilegri gerir hann helgisúlur sínar.+
2 Hjörtu þeirra eru hræsnisfull,
nú verða þeir fundnir sekir.
Guð mun brjóta ölturu þeirra og eyðileggja súlur þeirra.
3 Nú munu þeir segja: ‚Við höfum engan konung+ því að við óttuðumst ekki Jehóva.
Og hvað getur konungur gert fyrir okkur?‘
4 Þeir tala innantóm orð, sverja falska eiða+ og gera sáttmála.
Dómar þeirra eru eins og eitrað illgresi sem sprettur í plógförum á akri.+
5 Íbúar Samaríu munu óttast um kálfslíkneskið í Betaven.+
Fólkið mun syrgja það
og eins falsguðaprestarnir sem glöddust yfir því og dýrð þess
því að það verður tekið frá þeim og flutt í útlegð.
6 Líkneskið verður flutt til Assýríu sem gjöf handa stórkonungi.+
Efraím verður niðurlægður
og Ísrael skammast sín fyrir að hafa fylgt óviturlegum ráðum.+
8 Fórnarhæðunum í Betaven,+ synd Ísraels,+ verður eytt.+
Þyrnar og þistlar munu vaxa á ölturum hans.+
Fólk mun segja við fjöllin: ‚Hyljið okkur!‘
og við hæðirnar: ‚Hrynjið yfir okkur!‘+
9 Allt frá dögum Gíbeu hefurðu syndgað,+ Ísrael.
Þar stendurðu enn í sömu sporum.
Stríð gerði ekki út af við ódæðismennina í Gíbeu.
10 Ég mun líka aga þá þegar mér þóknast.
Þjóðir munu safnast gegn þeim
þegar báðar syndir þeirra verða lagðar á þá.*
11 Efraím var tamin kvíga sem naut þess að þreskja.
Ég hlífði fallegum hálsi hennar.
Nú spenni ég Efraím fyrir plóginn.+
Júda skal plægja, Jakob skal herfa.
12 Sáið réttlæti og uppskerið tryggan kærleika,
plægið land til ræktunar+
meðan enn er tími til að leita Jehóva.+
Þá kemur hann og fræðir ykkur um réttlæti.+
13 En þið hafið plægt illsku
og uppskorið ranglæti.+
Þið hafið borðað ávöxt blekkingarinnar.
Þú treystir á sjálfan þig
og þína mörgu hermenn.
14 Orrustugnýr mun rísa gegn þjóð þinni
og víggirtar borgir þínar verða allar lagðar í eyði+
eins og þegar Salman eyddi Bet Arbel
á orrustudeginum þegar mæður voru brytjaðar niður ásamt börnum sínum.
15 Þannig fer fyrir þér, Betel,+ vegna þess að illska þín er mikil.
Í dögun verður gert út af við* konung Ísraels.“+
2 Því oftar sem kallað var á þá
því lengra fóru þeir burt.+
3 En það var ég sem kenndi Efraím að ganga+ og bar hann á örmum mínum.+
Samt viðurkenndu þeir ekki að ég hafði læknað þá.
4 Ég dró þá með böndum manna,* með strengjum kærleikans.+
Ég reyndist þeim eins og sá sem lyftir oki af kjálkum þeirra
og fóðraði hvern og einn þeirra blíðlega.
5 Þeir snúa ekki aftur til Egyptalands en Assýría verður konungur þeirra+
því að þeir neituðu að snúa aftur til mín.+
6 Sverð mun herja á borgir þeirra,+
eyðileggja slagbranda þeirra og tortíma þeim vegna ráðabruggs þeirra.+
7 Þjóð mín er gjörn á að svíkja mig.+
Þótt kallað sé til hennar að hefja sig upp* stendur enginn upp.
8 Hvernig gæti ég sleppt af þér takinu, Efraím?+
Hvernig gæti ég framselt þig, Ísrael?
Hvernig gæti ég farið með þig eins og Adma?
Hvernig gæti ég látið fara eins fyrir þér og Sebóím?+
Mér hefur snúist hugur,
samúðin brennur í brjósti mér.+
9 Ég ætla ekki að gefa brennandi reiði minni útrás.
Ég held ekki gegn ykkur í heift.
10 Þeir munu fylgja Jehóva og hann mun öskra eins og ljón.+
Þegar hann öskrar koma synir hans skjálfandi úr vestri.+
11 Þeir koma skjálfandi eins og fuglar frá Egyptalandi,
eins og dúfur frá Assýríu,+
og ég læt þá búa í húsum sínum,“ segir Jehóva.+
12 „Efraím hefur umkringt mig með lygum
og Ísraelsmenn með svikum.+
En Júda gengur enn með Guði
og er trúr Hinum háheilaga.“+
12 „Efraím nærist á vindinum.
Hann eltist við austanvindinn allan liðlangan daginn.
Hann hrúgar upp lygum og ofbeldi.
Hann gerir sáttmála við Assýríu+ og flytur olíu til Egyptalands.+
2 Jehóva höfðar mál gegn Júda.+
Hann dregur Jakob til ábyrgðar fyrir verk hans
og endurgeldur honum eftir breytni hans.+
4 Hann glímdi við engil og bar sigur úr býtum.
Hann grét og bað hann um blessun.“+
Hann fann hann við Betel og þar talaði hann við okkur.+
6 „Snúðu því aftur til Guðs þíns,+
haltu fast í tryggan kærleika og réttlæti+
og vonaðu alltaf á Guð þinn.
7 En í hendi kaupmannsins er svikavog,
hann nýtur þess að svindla á fólki.+
Eftir allt erfiði mitt getur enginn sakað mig um misferli eða synd.‘
9 En ég, Jehóva, hef verið Guð þinn síðan í Egyptalandi.+
Ég læt þig aftur búa í tjöldum
eins og þú gerðir á hátíðardögum.*
10 Ég talaði til spámannanna+
og lét þá sjá margar sýnir.
Ég talaði í líkingum fyrir milligöngu þeirra.
11 Í Gíleað svíkja menn*+ og segja ósatt.
12 Jakob flúði til Aramlands,*+
Þar gerðist Ísrael+ þjónn vegna konu,+
hann gætti sauða til að eignast konu.+
13 Fyrir milligöngu spámanns leiddi Jehóva Ísrael út úr Egyptalandi+
og fyrir milligöngu spámanns var hans gætt.+
14 Efraím hefur valdið biturri reiði,+
blóðsekt hvílir á honum.
Drottinn hans endurgeldur honum skömmina sem hann olli.“+
13 „Þegar Efraím talaði skalf fólk af ótta.
2 Nú syndga þeir enn meir
og steypa líkneski úr silfri sínu.+
Þeir gera skurðgoð af mikilli list sem öll eru verk handverksmanna.
Þeir segja: ‚Mennirnir sem færa fórnir kyssi kálfana.‘+
3 Þess vegna verða þeir eins og morgunþokan,
eins og döggin sem hverfur snemma,
eins og hismi sem vindur feykir af þreskivellinum
og eins og reykur sem fer út um reykop á þaki.
4 En ég, Jehóva, hef verið Guð þinn síðan í Egyptalandi.+
Þú þekktir engan annan Guð en mig
og enginn frelsari er til nema ég.+
5 Ég annaðist þig í óbyggðunum,+ í landi þurrkanna.
6 Þeir átu fylli sína á beitilöndum sínum,+
þeir urðu saddir og hjörtu þeirra fylltust hroka.
Þess vegna gleymdu þeir mér.+
7 Ég verð þeim eins og ungljón,+
eins og hlébarði sem liggur í leyni við stíginn.
8 Ég ræðst á þá eins og birna sem hefur verið svipt húnum sínum
og ég ríf þá á hol.
Ég gleypi þá eins og ljón,
villidýr tætir þá í sundur.
9 Það mun gera út af við þig, Ísrael,
því að þú snerist gegn mér, hjálparhellu þinni.
10 Hvar er nú konungur þinn? Getur hann ekki bjargað þér í öllum borgum þínum?+
Og hvar eru leiðtogar* þínir sem þú sagðir um:
‚Gefðu mér konung og höfðingja‘?+
12 Sekt Efraíms er vafin saman,*
synd hans er geymd.
13 Fæðingarhríðirnar koma yfir hann.
En hann er heimskt barn.
Þegar hann á að fæðast vill hann ekki koma út.
Hvar eru broddar þínir, dauði?+
Hvar er eyðingarmáttur þinn, gröf?+
Meðaumkun verður hulin augum mínum.
15 Þótt Efraím blómstri innan um sefið
kemur austanvindurinn, vindur Jehóva.
Hann kemur frá eyðimörkinni, brunnur hans þornar upp og lind hans þrýtur.
Hann rænir fjárhirsluna öllum verðmætum.+
16 Samaría verður sakfelld+ því að hún hefur gert uppreisn gegn Guði sínum.+
Hún fellur fyrir sverði,+
börn hennar verða brytjuð niður
og barnshafandi konur hennar ristar á kvið.“
14 „Snúðu aftur, Ísrael, til Jehóva Guðs þíns +
því að synd þín varð þér að falli.
2 Snúið aftur til Jehóva og segið við hann:
‚Fyrirgefðu synd okkar+ og þiggðu hið góða.
Lofgjörð vara okkar+ verður eins og ungnautin sem við færum þér að fórn.
3 Assýría bjargar okkur ekki.+
Við ríðum ekki framar á hestum+
og segjum ekki lengur: „Guð okkar!“ við handaverk okkar
því að það ert þú sem sýnir föðurlausu barni miskunn.‘+
4 Ég ætla að lækna ótryggð þeirra+
og elska þá af fúsum og frjálsum vilja+
því að reiði mín er snúin frá þeim.+
5 Ég verð Ísrael eins og döggin,
hann mun blómstra eins og liljan
og skjóta rótum eins og trén í Líbanon.
6 Greinar hans breiða úr sér,
hann verður tignarlegur eins og ólívutré
og ilmar eins og Líbanon.
7 Þeir munu aftur búa í skugga hans.
Þeir rækta korn og blómgast eins og vínviður.+
Frægð hans verður eins og vínið frá Líbanon.
8 Efraím mun segja: ‚Hvað hef ég með skurðgoð að gera?‘+
Ég svara honum og vaki yfir honum.+
Ég verð eins og gróskumikill einiviður.
Hjá mér finnurðu ávöxt.“
9 Hver er vitur? Hann reyni að skilja þetta.
Hver er skynsamur? Hann átti sig á þessu.
Vegir Jehóva eru réttir.+
Hinir réttlátu ganga á þeim
en syndarar hrasa á þeim.
Stytting nafnsins Hósaja sem merkir ‚bjargað af Jah; Jah hefur bjargað‘.
Eða „er siðlaus; er lauslát“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Sem þýðir ‚Guð mun sá fræi‘.
Borgin þar sem konungar norðurríkisins Ísraels höfðu aðsetur.
Eða „á Jesreelsléttu“.
Sem þýðir ‚ekki miskunnað‘.
Sem þýðir ‚ekki fólk mitt‘.
Sjá Hós 1:9, nm.
Sjá Hós 1:6, nm.
Eða „siðleysi sínu; lauslæti sínu“.
Eða „stundaði siðleysi (lauslæti)“.
Eða „fyrsta eiginmanns“.
Eða „Akorsléttu“.
Eða „Baal minn“.
Eða „liggja örugga“.
Sem þýðir ‚Guð mun sá fræi‘.
Sjá Hós 1:6, nm.
Sjá Hós 1:9, nm.
Það er, þær sem notaðar voru við falsguðadýrkun.
Kómer jafngilti 220 l. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „marga daga“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Orðrétt „marga daga“.
Eða „skurðgoða“.
Eða „á síðustu dögum“.
Eða „gera út af við móður þína“.
Eða „Gert verður út af við fólk mitt“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Vísar sennilega til prestanna.
Eða hugsanl. „Þeir skiptu dýrð minni fyrir smán“.
Eða „verður yfirgengilega siðlaus; stundar vændi“.
Eða „Siðleysi; Lauslæti“.
Orðrétt „tekur hjartað burt“.
Eða „stafur spásagnarmannsins“.
Eða „siðleysisandinn; vændisandinn“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „hveitibjórinn“.
Eða „verður hann yfirgengilega siðlaus; stundar hann vændi“.
Orðrétt „skildir“.
Eða „sópar honum burt með vængjum sínum“.
Orðrétt „hús konungs“.
Eða „Uppreisnarseggirnir“.
Eða „mun aga þá alla“.
Eða „hefurðu stundað siðleysi (vændi)“.
Eða „siðleysisandi; vændisandi“.
Orðrétt „framan í hann“.
Hugsanlega voru þetta synir erlendra kvenna sem voru þar af leiðandi fjarlægir Guði.
Orðrétt „Nú skal mánuður eyða þeim“.
Eða „erfðahlutum“.
Orðrétt „leita auglits míns“.
Eða „Tryggur kærleikur“.
Eða „miskunnsemi“.
Eða hugsanl. „Hjörtu þeirra eru eins og ofn þegar þeir nálgast með illt í hyggju“.
Orðrétt „dómara“.
Það er, ekki að háleitri og sannri tilbeiðslu.
Orðrétt „hús“.
Eða „hreinleikinn“.
Eða „ókunnugir“.
Eða hugsanl. „mun snúa aftur“.
Eða „siðleysi; lauslæti“.
Eða „Netlur leggja“.
Eða „hinum svívirðilega guði“.
Orðrétt „húsi“.
Eða hugsanl. „gróskumikill“.
Orðrétt „verða látin þagna“.
Það er, þegar refsingin verður lögð á þá eins og ok.
Orðrétt „þaggað niður í“.
Eða „böndum manngæsku“. Líklega er átt við bönd sem foreldrar notuðu til að kenna börnunum að ganga.
Það er, til háleitrar og sannrar tilbeiðslu.
Orðrétt „tilsettum dögum“.
Eða „stunda menn galdra (dulspeki)“.
Eða „Sýrlands“.
Orðrétt „dómarar“.
Eða „varðveitt“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.