Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt Míka 1:1-7:20
  • Míka

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Míka
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
Míka

MÍKA

1 Orð Jehóva um Samaríu og Jerúsalem sem opinberuðust Míka*+ frá Móreset í sýn á dögum Jótams,+ Akasar+ og Hiskía,+ konunga í Júda:+

 2 „Heyrið, allir þjóðflokkar!

Hlustaðu, jörð og allt sem á þér er.

Alvaldur Drottinn Jehóva vitni gegn ykkur+

– Jehóva í heilögu musteri sínu.

 3 Jehóva kemur út frá dvalarstað sínum,

hann stígur niður og gengur yfir hæðir jarðar.

 4 Fjöllin bráðna undan honum+

og dalirnir* klofna,

eins og vax fyrir eldi,

eins og vatn sem steypist niður bratta hlíð.

 5 Þetta gerist vegna uppreisnar Jakobs,

vegna synda Ísraelsmanna.+

Hverjum er uppreisn Jakobs að kenna?

Er það ekki Samaríu?+

Og hverjum eru fórnarhæðirnar í Júda að kenna?+

Er það ekki Jerúsalem?

 6 Ég geri Samaríu að grjótrúst á víðavangi,

að gróðurreit til að planta víngarða.

Ég kasta steinum hennar niður í dalinn

og læt beran grunninn blasa við.

 7 Öll skurðgoð hennar verða brotin í spað+

og allar gjafirnar sem hún seldi sig fyrir verða brenndar* í eldi.+

Ég eyðilegg öll guðalíkneski hennar.

Hún keypti þau fyrir vændislaun sín

og þau verða aftur notuð sem vændislaun.“

 8 Af þessari ástæðu græt ég og kveina,+

ég geng berfættur og nakinn.+

Ég ýlfra eins og sjakali,

kveina af sorg eins og strútur

 9 því að sár hennar er ólæknandi,+

það hefur dreift sér alla leið til Júda.+

Plágan hefur náð að hliði samlanda minna, að Jerúsalem.+

10 „Boðið það ekki í Gat,

þið skuluð alls ekki gráta.

Veltið ykkur í rykinu í Betleafra.*

11 Farið burt nakin og auðmýkt, þið sem búið í Safír.

Íbúar Saanan voga sér ekki út.

Kveinað verður í Bet Haesel, frá henni fáið þið engan stuðning framar.

12 Íbúar Marot héldu að þeir ættu gott í vændum

en ógæfa frá Jehóva hefur náð hliði Jerúsalem.

13 Spennið hesta fyrir vagninn, íbúar Lakís.+

Hjá ykkur hófst synd dótturinnar Síonar

því að hjá ykkur fannst uppreisn Ísraels.+

14 Þess vegna gefið þið Móreset Gat kveðjugjafir.

Íbúar* Aksíb+ ollu konungum Ísraels vonbrigðum.

15 Ég sendi sigurvegarann til ykkar,*+ íbúar Maresa.+

Dýrð Ísraels skal ná allt til Adúllam.+

16 Krúnurakið ykkur, skerið af ykkur hárið af sorg yfir elskuðum börnum ykkar.

Rakið ykkur sköllótta eins og hrægamm*

því að börnin hafa verið tekin frá ykkur og send í útlegð.“+

2 „Illa fer fyrir þeim sem hafa illt í hyggju,

sem upphugsa vonskuverk í rúmi sínu.

Þeir hrinda þeim í framkvæmd þegar birtir af degi

því að það er á þeirra valdi að gera það.+

 2 Þeir ágirnast akra og slá eign sinni á þá,+

ágirnast hús og leggja þau undir sig.

Þeir hafa hús af mönnum með brögðum+

og svíkja erfðalönd þeirra af þeim.

 3 Þess vegna segir Jehóva:

‚Ég ætla mér að senda yfir ykkur ógæfu+ sem þið komist ekki undan.+

Þið munuð ekki lengur ganga um með hrokasvip+ því að þetta verða hörmungatímar.+

 4 Þann dag fer fólk með málshátt um ykkur,

syngur harmljóð yfir ykkur+

og segir: „Við höfum misst allt!+

Hann hefur tekið erfðaland fólks míns og gefið það öðrum.+

Hann úthlutar hinum ótrúu akra okkar.“

 5 Þess vegna getur enginn hjá þér strengt mælisnúruna

til að úthluta landi í söfnuði Jehóva.

 6 „Hættið að prédika!“ segja þeir.

„Menn ættu ekki að boða þetta.

Við látum ekki auðmýkja okkur!“

 7 Ætt Jakobs, þið segið kannski:

„Er andi Jehóva orðinn óþolinmóður?

Er það hann sem gerir þetta?“

Eru ekki orð mín til góðs fyrir þá sem lifa réttlátu lífi?

 8 En undanfarið hefur mín eigin þjóð risið gegn mér sem óvinur.

Fyrir opnum tjöldum rífið þið fagurt skrautið af fötum þeirra* sem eiga leið hjá

og eiga sér einskis ills von, ekki frekar en menn sem snúa heim úr stríði.

 9 Þið hrekið konur þjóðar minnar burt af notalegum heimilum sínum,

sviptið börn þeirra yndislegri blessun minni að eilífu.

10 Standið upp og farið því að þetta er enginn hvíldarstaður.

Vegna óhreinleika+ verður landið lagt í rúst, algera rúst.+

11 Ef einhver eltist við vind og blekkingar, færi með lygi og segði:

„Ég boða þér vín og áfengan drykk,“

þá væri hann rétti spámaðurinn fyrir þetta fólk!+

12 Ég mun safna ykkur öllum saman, Jakob.

Ég safna þeim saman sem eftir eru af Ísrael.+

Ég sameina þá eins og sauðfé í rétt,

eins og hjörð í haga.+

Þar verður mikill kliður af mannfjöldanum.‘+

13 Sá sem brýst út fer á undan þeim,

þeir brjótast út og streyma út um hliðið.+

Konungurinn fer á undan þeim

og Jehóva er í broddi fylkingar.“+

3 Ég sagði: „Hlustið, þið höfðingjar Jakobs

og leiðtogar Ísraelsmanna.+

Ættuð þið ekki að vita hvað er rétt?

 2 En þið hatið hið góða+ og elskið hið illa.+

Þið slítið húðina af fólki mínu og holdið af beinum þess.+

 3 Þið étið holdið af fólki mínu+

og fláið húðina af,

brjótið beinin og molið þau í sundur+

eins og bein sem soðin eru í potti,* eins og kjöt í potti.

 4 Á þeim tíma munu menn kalla á hjálp Jehóva

en hann svarar þeim ekki.

Hann hylur andlitið fyrir þeim+

vegna illskuverka þeirra.+

 5 Þetta segir Jehóva við spámennina sem leiða fólk mitt afvega,+

sem hrópa: ‚Friður!‘+ meðan þeir hafa eitthvað til að tyggja*+

en segja þeim stríð á hendur sem stingur engu upp í þá:

 6 ‚Hjá ykkur verður nótt,+ engar sýnir.+

Þið fáið ekkert nema myrkur, ekkert spákukl.

Sólin sest hjá spámönnunum

og dagurinn verður myrkur hjá þeim.+

 7 Sjáendurnir verða sér til skammar+

og spásagnarmennirnir verða fyrir vonbrigðum.

Þeir neyðast allir til að hylja yfirvaraskeggið*

því að ekkert svar berst frá Guði.‘“

 8 En mér hefur andi Jehóva veitt kraft,

réttlæti og mátt

til að segja Jakobi frá uppreisn hans og Ísrael frá synd hans.

 9 Heyrið þetta, þið höfðingjar Jakobs

og leiðtogar Ísraelsmanna,+

þið sem fyrirlítið réttlæti og gerið bogið allt sem er beint,+

10 þið sem byggið Síon með blóðsúthellingum og Jerúsalem með ranglæti.+

11 Leiðtogar hennar þiggja mútur fyrir dóma sína,+

prestar hennar fræða gegn greiðslu+

og spámenn hennar taka gjald* fyrir að spá.+

Þeir reiða sig samt á* stuðning Jehóva og segja:

„Er Jehóva ekki með okkur?+

Engin ógæfa kemur yfir okkur.“+

12 En ykkar vegna

verður Síon plægð eins og akur,

Jerúsalem verður rústir einar+

og musterisfjallið eins og skógi vaxnar hæðir.+

4 Á síðustu dögum*

mun fjallið sem hús Jehóva stendur á+

verða óbifanlegt og gnæfa yfir hæstu fjallatinda.

Það mun rísa yfir hæðirnar

og þjóðir streyma þangað.+

 2 Margar þjóðir munu koma og segja:

„Komið, förum upp á fjall Jehóva,

til húss Guðs Jakobs.+

Hann mun fræða okkur um vegi sína

og við munum ganga á stígum hans,“

því að lög koma* frá Síon

og orð Jehóva frá Jerúsalem.

 3 Hann mun dæma meðal margra þjóðflokka+

og útkljá mál* meðal voldugra þjóða langt í burtu.

Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum

og garðhnífa úr spjótum sínum.+

Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóð

né læra hernað framar.+

 4 Hver og einn mun sitja* undir sínum vínviði og sínu fíkjutré+

og enginn mun hræða þá+

því að Jehóva hersveitanna hefur talað.

 5 Allar aðrar þjóðir ganga hver í nafni síns guðs

en við munum ganga í nafni Jehóva Guðs okkar+ um alla eilífð.

 6 „Á þeim degi,“ segir Jehóva,

„mun ég safna saman þeim sem höltruðu

og smala saman hinum dreifðu+

ásamt þeim sem ég beitti hörku.

 7 Ég læt suma af þeim sem höltruðu lifa af+

og geri þá sem eru langt í burtu að voldugri þjóð.+

Jehóva mun ríkja sem konungur þeirra á Síonarfjalli

héðan í frá og að eilífu.

 8 Og þú, turn hjarðarinnar,

hæð Síonardóttur,+

hann kemur, hinn upphaflegi* yfirráðaréttur kemur til þín,+

ríkið sem tilheyrir dótturinni Jerúsalem.+

 9 Hvers vegna hróparðu?

Áttu engan konung

eða er ráðgjafi þinn horfinn?

Er það þess vegna sem þú kvelst eins og kona í fæðingu?+

10 Þú skalt engjast um og kveina, dóttir Síonar,

eins og kona í fæðingu

því að nú yfirgefur þú borgina og þarft að búa á víðavangi.

Þú ferð alla leið til Babýlonar+

og þar verður þér bjargað,+

þar kaupir Jehóva þig aftur af óvinum þínum.+

11 Nú munu margar þjóðir safnast gegn þér.

Þær segja: ‚Síon verði vanhelguð,

sjáum með eigin augum það sem kemur yfir hana.‘

12 En þær vita ekki hvað Jehóva hefur í huga,

þær skilja ekki fyrirætlanir* hans.

Hann ætlar að safna þeim eins og kornknippum á þreskivöll.

13 Stattu upp til að þreskja, dóttir Síonar,+

því að ég geri horn þín að járni

og klaufir þínar að kopar

og þú skalt mylja margar þjóðir.+

Þú skalt helga Jehóva rangfenginn gróða þeirra

og auðæfi þeirra hinum sanna Drottni allrar jarðarinnar.“+

5 „Nú ristirðu hörund þitt,

þú dóttir sem ráðist er á,

óvinirnir hafa gert umsátur um okkur.+

Þeir slá dómara Ísraels á kinnina+ með staf.

 2 Og þú, Betlehem Efrata,+

sem ert of lítil til að teljast meðal borga* Júda,

frá þér læt ég koma stjórnanda í Ísrael.+

Hann er af ævafornum uppruna, frá löngu liðinni tíð.

 3 Þeir verða yfirgefnir

þar til sú sem á að fæða hefur fætt.

Þeir sem eftir eru af bræðrum hans munu snúa aftur til Ísraelsmanna.

 4 Hann kemur fram sem hirðir í krafti Jehóva,+

í háleitu nafni Jehóva Guðs síns.

Þeir munu búa við öryggi+

því að þá verður öllum jarðarbúum ljóst hve mikill hann er.+

 5 Hann kemur á friði.+

Ef Assýringurinn ræðst inn í landið og brýst inn í virkisturna okkar+

teflum við gegn honum sjö hirðum, já, átta mönnum sem eru höfðingjar.*

 6 Þeir munu refsa* Assýríu með sverði+

og landi Nimrods+ þar sem farið er inn í það.

Hann bjargar okkur úr höndum Assýringsins+

þegar hann ræðst inn í landið og fótumtreður svæði okkar.

 7 Þeir sem eftir eru af ætt Jakobs verða meðal margra þjóðflokka

eins og dögg frá Jehóva,

eins og regnskúrir á gróðurinn

sem eru óháðar mönnum

og bíða ekki eftir þeim.

 8 Þeir sem eftir eru af ætt Jakobs verða meðal þjóðanna,

innan um marga þjóðflokka,

eins og ljón meðal skógardýra,

eins og ungljón í sauðahjörð

sem ræðst á bráðina og slítur hana í sundur

og enginn getur bjargað henni.

 9 Þú lyftir hendinni sigri hrósandi yfir andstæðingum þínum

og allir óvinir þínir verða afmáðir.“

10 „Þann dag,“ segir Jehóva,

„útrými ég hestum þínum og eyði vögnunum.

11 Ég legg borgir lands þíns í eyði

og ríf niður öll varnarvirki þín.

12 Ég bind enda á særingar þínar

og enginn sem stundar galdra verður hjá þér framar.+

13 Ég eyðilegg skurðgoð þín og súlur

og þú hættir að falla fram fyrir verki handa þinna.+

14 Ég ríf upp helgistólpa* þína+

og legg borgir þínar í rúst.

15 Í reiði og bræði kem ég fram hefndum

á þjóðunum sem hlýddu mér ekki.“

6 Heyrið það sem Jehóva segir.

Stattu upp og gerðu grein fyrir máli þínu frammi fyrir fjöllunum

og láttu hæðirnar heyra rödd þína.+

 2 Heyrið, fjöll, dómsmál Jehóva,

þið undirstöður jarðar,+

því að Jehóva höfðar mál gegn þjóð sinni.

Hann lætur Ísrael svara til saka:+

 3 „Þjóð mín, hvað hef ég gert þér?

Hvernig hef ég dregið úr þér þrótt?+

Vitnaðu gegn mér.

 4 Ég leiddi þig út úr Egyptalandi,+

leysti þig úr þrælahúsinu.+

Ég sendi Móse, Aron og Mirjam+ til þín.

 5 Mundu, þjóð mín, hvað Balak konungur Móabs lagði til+

og hverju Bíleam Beórsson svaraði+

– hvað gerðist á leiðinni frá Sittím+ til Gilgal+ –

til að þú skiljir að Jehóva gerir það sem er rétt.“

 6 Hvað á ég að koma með fram fyrir Jehóva?

Hvað á ég að færa Guði í hæðum þegar ég fell fram fyrir honum?

Á ég að færa honum brennifórnir,

veturgamla kálfa?+

 7 Hefur Jehóva ánægju af hrútum í þúsundatali,

olíu í stríðum straumum?+

Á ég að gefa frumgetinn son minn fyrir uppreisn mína,

mitt eigið barn* fyrir synd mína?+

 8 Hann hefur sagt þér, maður, hvað er gott.

Og til hvers ætlast Jehóva af þér?*

Þess eins að þú gerir það sem er rétt,*+ sýnir tryggð*+

og gangir hógvær+ með Guði þínum.+

 9 Jehóva hrópar til borgarinnar.

Þeir sem eru vitrir óttast nafn þitt.

Hlustið á vöndinn og þann sem ákvað refsinguna.+

10 Er enn að finna rangfenginn auð í húsi hins illa

og andstyggilegt falsað efumál?*

11 Get ég verið siðferðilega hreinn* með svikavog

og poka af fölsuðum vogarsteinum?+

12 Auðmenn borgarinnar beita ofbeldi

og íbúarnir fara með lygar.+

Tungan í munni þeirra er svikul.+

13 „Þess vegna slæ ég þig og særi+

og geri þig að engu vegna synda þinna.

14 Þú munt borða en ekki fá nægju þína,

þú verður svangur áfram.+

Þú getur ekki bjargað því sem þú reynir að forða

og það sem þú tekur með þér gef ég sverðinu.

15 Þú sáir en uppskerð ekki,

treður ólívur en færð ekki að nota olíuna

og pressar þrúgur en færð ekkert vín að drekka.+

16 Þú fylgir ákvæðum Omrí og öllu sem ætt Akabs hefur gert+

og ferð eftir ráðum þeirra.

Þess vegna læt ég fólk hrylla við þér

og blístra hæðnislega að íbúum borgarinnar.+

Þú þarft að þola fyrirlitningu þjóðanna.“+

7 Æ! Ég er eins og maður

sem finnur engan berjaklasa til að borða

eða snemmvaxnar fíkjur sem hann sárlangar í

eftir að sumarávöxtum hefur verið safnað

og eftirtíningi vínuppskerunnar er lokið.

 2 Hinn trúfasti er horfinn af jörðinni,

meðal manna er enginn réttlátur.+

Allir bíða færis til að úthella blóði,+

þeir reyna að veiða hver annan í net.

 3 Þeir eru færir í að gera það sem er illt.+

Höfðinginn gerir kröfur,

dómarinn krefst greiðslu,+

hinn voldugi lætur óskir sínar í ljós+

og saman leggja þeir á ráðin.*

 4 Sá besti meðal þeirra er eins og þyrnar,

sá réttlátasti verri en þyrnigerði.

Dagurinn sem varðmenn þínir vöruðu við kemur, dagur uppgjörsins.+

Nú fyllast þeir skelfingu.+

 5 Trúðu ekki félaga þínum

og treystu ekki nánum vini.+

Gættu þín hvað þú segir við hana sem liggur í faðmi þínum.

 6 Sonur fyrirlítur föður sinn,

dóttir snýst gegn móður sinni+

og tengdadóttir gegn tengdamóður sinni.+

Heimilismenn manns eru óvinir hans.+

 7 En ég ætla að skima eftir Jehóva.+

Ég ætla að bíða þolinmóður eftir Guði, frelsara mínum.+

Guð minn mun heyra til mín.+

 8 Hlakkaðu ekki yfir mér, óvinur* minn.

Þótt ég hafi fallið stend ég upp aftur,

þótt ég búi í myrkri er Jehóva ljós mitt.

 9 Ég hef syndgað gegn Jehóva+

og þarf því að þola reiði hans

þar til hann flytur mál mitt og lætur mig ná rétti mínum.

Hann leiðir mig út í ljósið,

ég fæ að sjá réttlæti hans.

10 Óvinur minn sér það líka

og skömm leggst yfir hana sem spurði mig:

„Hvar er Jehóva Guð þinn?“+

Ég mun sjá hana

þegar hún verður troðin niður eins og aur á götu.

11 Sá dagur kemur að múrar þínir verða reistir,

þann dag verða landamærin færð út.*

12 Þann dag koma menn til þín

alla leið frá Assýríu og borgum Egyptalands,

frá Egyptalandi allt til Fljótsins,*

frá hafi til hafs og fjalli til fjalls.+

13 Og landið leggst í eyði vegna íbúa sinna,

vegna þess sem þeir hafa gert.*

14 Gættu fólks þíns með hirðisstaf þínum, hjarðarinnar sem þú átt*+

og bjó út af fyrir sig í skógi – í miðjum aldingarði.

Haltu henni á beit í Basan og Gíleað+ eins og forðum daga.

15 „Ég læt ykkur sjá máttarverk

eins og þegar þið fóruð út úr Egyptalandi.+

16 Þjóðir sjá þau og skammast sín þrátt fyrir allan mátt sinn.+

Þær grípa fyrir munninn,

missa heyrnina.

17 Þær sleikja rykið eins og höggormar,+

eins og skriðdýr jarðar koma þær skjálfandi út úr virkjum sínum.

Þær koma óttaslegnar til Jehóva Guðs okkar

og þær munu hræðast þig.“+

18 Hvaða guð er eins og þú?

Þú fyrirgefur syndir og horfir fram hjá misgerðum+ þeirra sem eftir eru af fólki þínu.*+

Þú ert ekki reiður að eilífu

því að þú hefur yndi af að sýna tryggð og kærleika.+

19 Þú sýnir okkur aftur miskunn+ og yfirbugar* syndir okkar.

Þú kastar öllum syndum okkar í djúp hafsins.+

20 Þú sýnir Jakobi tryggð,

Abraham tryggan kærleika,

eins og þú sórst forfeðrum okkar forðum daga.+

Stytting á nafninu Mikael (sem þýðir ‚hver er eins og Guð?‘) eða Míkaja (sem þýðir ‚hver er eins og Jehóva?‘).

Eða „lágslétturnar“.

Eða „öll vændislaun hennar verða brennd“.

Eða „í húsi Afra“.

Orðrétt „Hús“.

Eða „sendi til ykkar þann sem hrekur ykkur burt“.

Hebreska orðið getur einnig merkt örn.

Eða „fagurt skrautið og fötin af þeim“.

Eða „víðum potti“.

Eða hugsanl. „þeir bíta með tönnunum“.

Eða „munninn“.

Eða „þiggja silfur“.

Eða „Þeir segjast samt reiða sig á“.

Eða „Á lokaskeiði daganna“.

Eða „fræðsla kemur; leiðsögn kemur“.

Eða „greiða úr málum“.

Eða „búa“.

Eða „fyrri“.

Eða „ráðagerð“.

Eða „ættflokka“. Orðrétt „þúsunda“.

Eða „leiðtogar“.

Orðrétt „gæta“.

Sjá orðaskýringar.

Eða „ávöxt líkama míns“.

Eða „hvað vill Jehóva fá frá þér í staðinn“.

Eða „sért réttlátur; sért sanngjarn“.

Eða „sért góður og tryggur í kærleika þínum“. Orðrétt „elskir tryggan kærleika“.

Sjá viðauka B14.

Eða „verið saklaus“.

Orðrétt „og þeir vefa þær saman“.

Hebreska orðið sem þýtt er ‚óvinur‘ er í kvenkyni.

Eða hugsanl. „verður úrskurðurinn fjarri“.

Það er, Efrat.

Orðrétt „vegna ávaxtar verka þeirra“.

Eða „sem er arfleifð þín“.

Eða „arfleifð þinni“.

Eða „treður niður; sigrar“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila