NAHÚM
1 Yfirlýsing gegn Níníve:+ Bókin um sýnina sem Nahúm* Elkósíti sá:
2 Jehóva er Guð sem krefst óskiptrar hollustu+ og kemur fram hefndum.
Jehóva hefnir og er tilbúinn að gefa reiði sinni útrás.+
Jehóva kemur fram hefndum á fjandmönnum sínum
og safnar reiðinni í sjóð handa óvinum sínum.
3 Jehóva er seinn til reiði+ og máttugur mjög+
en Jehóva hlífir engum við refsingu sem á hana skilið.+
Eyðandi ofviðri og stormur fylgja honum
og skýin eru rykið undan fótum hans.+
Basan og Karmel skrælna+
og blómin í Líbanon visna.
5 Fjöllin skjálfa fyrir honum
og hæðirnar bráðna.+
Jörðin leikur á reiðiskjálfi frammi fyrir honum
og sömuleiðis landið og allir sem í því búa.+
6 Hver getur staðist gremju hans?+
Og hver þolir brennandi reiði hans?+
Hann úthellir heift sinni eins og eldi
og klettarnir klofna frammi fyrir honum.
7 Jehóva er góður,+ vígi á degi neyðarinnar.+
Hann annast þá* sem leita athvarfs hjá honum.+
8 Hann gereyðir borginni* í miklu flóði
og myrkrið eltir óvini hans.
9 Hvaða launráð bruggið þið gegn Jehóva?
Hann útrýmir ykkur með öllu.
Þrengingin kemur ekki í annað sinn.+
10 Þeir* eru eins og þéttvaxið þyrnigerði
og eins og menn drukknir af bjór*
en þeir munu fuðra upp eins og skraufþurr hálmur.
11 Frá þér kemur sá sem upphugsar illvirki gegn Jehóva
og gefur gagnslaus ráð.
12 Þetta segir Jehóva:
„Þótt þeir séu fjölmennir og sterkir
verða þeir felldir og hverfa.*
Ég hef þjakað þig* en mun ekki gera það framar.
13 Nú brýt ég okið sem hann lagði á þig+
og slít sundur fjötra þína.
14 Jehóva hefur fyrirskipað varðandi þig:*
‚Nafn þitt mun ekki varðveitast.
Ég útrými skurðgoðunum og málmlíkneskjunum* í húsi* guða þinna.
Ég gref þér gröf því að þú ert fyrirlitlegur.‘
15 Sjáið á fjöllunum fætur þess sem flytur fagnaðarboðskap,
þess sem boðar frið.+
Haltu hátíðir þínar,+ Júda, efndu heit þín
því að vondir menn gera aldrei innrás framar.
Þeim verður gereytt.“
2 Sá sem tvístrar heldur gegn þér.*+
Gætið varnarvirkjanna.
Hafið auga með veginum.
Verið viðbúnir* og safnið kröftum til að berjast.
2 Jehóva ætlar að endurvekja dýrð Jakobs
og stolt Ísraels
því að óvinirnir hafa rænt þá+
og eyðilagt vínvið þeirra.
3 Skildir stríðskappa hans eru rauðlitaðir,
hermenn hans eru klæddir skærrauðum fötum.
Járnið á stríðsvögnunum blikar eins og eldur
daginn sem hann býr sig til bardaga
og einiviðarspjótunum er sveiflað.
4 Stríðsvagnarnir geysast um strætin.
Þeir þjóta fram og til baka um torgin.
Þeir skína eins og logandi blys og leiftrandi eldingar.
5 Hann* kallar saman foringja sína.
Þeir hrasa á hlaupunum.
Þeir þjóta að borgarmúrnum
og reisa víggirðingar.
7 Þetta er ákveðið: Hún* skal standa nakin.
Hún er flutt burt og ambáttir hennar kveina.
Þær hljóma eins og dúfur og berja sér á brjóst.
„Verið kyrr! Verið kyrr!“
en enginn snýr við.+
9 Rænið silfri, rænið gulli!
Fjársjóðirnir eru endalausir.
Þar er fullt af alls konar dýrgripum.
10 Borgin er auð og yfirgefin, í rúst!+
Hjörtu manna bráðna af ótta, hnén gefa sig og mjaðmirnar skjálfa.
Allir eru náfölir.
11 Hvar er bæli ljónanna+ þar sem ungljónin nærðust,
þar sem ljónið fór út með hvolpana
án þess að nokkur hræddi þá?
12 Ljónið reif sundur næga bráð handa hvolpum sínum
og kæfði bráð handa ljónynjunum.
Það fyllti bæli sín bráð,
ból sín sundurrifnum dýrum.
13 „Ég held gegn þér,“ segir Jehóva hersveitanna.+
„Ég læt stríðsvagna þína fuðra upp í reyk+
og sverðið gleypa ungljón þín.
Engin bráð mun finnast handa þér á jörðinni
og rödd sendiboða þinna mun ekki heyrast framar.“+
3 Illa fer fyrir borg blóðsúthellinganna!
Hún er full af svikum og ránum.
Hana skortir aldrei bráð.
2 Það smellur í svipum og skröltir í hjólum,
hófatak heyrist og gnýr í vögnum.
3 Riddarar á hestum, blikandi sverð og leiftrandi spjót,
fjöldi fallinna og haugar af líkum
– hinir látnu eru óteljandi.
Menn hrasa um líkin.
4 Allt er þetta umfangsmiklu vændi hennar að kenna,
hennar sem er falleg og heillandi, meistari í göldrum.
Hún tælir þjóðir með vændi sínu og heilu ættirnar með göldrum sínum.
5 „Ég held gegn þér,“* segir Jehóva hersveitanna.+
„Ég lyfti upp pilsi þínu yfir andlit þitt,
læt þjóðir sjá nekt þína
og konungsríki smán þína.
6 Ég ata þig óhreinindum
og geri þig fyrirlitlega.
Þú verður höfð að athlægi.+
7 Allir sem sjá þig flýja frá þér+ og segja:
‚Níníve er lögð í rúst!
Hver finnur til með henni?‘
Hvar á ég að finna huggara handa þér?
8 Ertu betri en Nó Amón*+ sem lá við Nílarkvíslar?+
Hún var umkringd vatni,
hafið var auður hennar og hafið var múr hennar.
9 Til Eþíópíu sótti hún óþrjótandi styrk og eins til Egyptalands.
Pútmenn+ og Líbíumenn hjálpuðu henni.+
10 En jafnvel hún var flutt í útlegð,
hún var hneppt í ánauð.+
Börn hennar voru barin til bana á hverju götuhorni.
Menn vörpuðu hlutkesti um framámenn hennar
og öll stórmennin voru bundin fjötrum.
11 Þú verður líka ölvuð.+
Þú ferð í felur.
Þú leitar skjóls fyrir óvininum.
12 Öll varnarvirki þín eru eins og fíkjutré með fyrstu þroskuðu ávöxtunum.
Ef þau eru hrist falla fíkjurnar í opinn munninn
á gráðugum mönnum.
13 Hermenn þínir eru eins og konur.
Hliðin að landi þínu verða galopin fyrir óvinum þínum.
Eldur eyðir slagbröndunum.
14 Safnaðu vatni fyrir umsátrið!+
Styrktu varnarvirkin.
Stígðu út í leðjuna og troddu leirinn,
taktu fram leirmótið.
15 Eldurinn mun samt eyða þér.
Þú fellur fyrir sverði.+
Það gleypir þig eins og ungar engisprettur.+
Gerðu íbúa þína óteljandi eins og ungar engisprettur,
já, gerðu þá óteljandi eins og engispretturnar.
16 Kaupmönnum þínum hefur fjölgað og eru fleiri en stjörnur himins.
Ungu engispretturnar hafa hamskipti og fljúga burt.
17 Varðmenn þínir eru eins og engisprettur
og foringjarnir eins og engisprettusveimur.
Þær leita skjóls í steingörðum á köldum degi
en fljúga burt þegar sólin skín
og enginn veit hvað af þeim verður.
18 Hirðar þínir eru syfjaðir, Assýríukonungur.
Tignarmennirnir halda sig heima.
Fólk þitt er tvístrað um fjöllin
og enginn smalar því saman.+
19 Ekkert mildar hörmungar þínar,
sár þitt er ólæknandi.
Allir sem fá fréttirnar af þér klappa saman höndum+
því að hver hefur ekki orðið fyrir gegndarlausri grimmd þinni?“+
Sem þýðir ‚huggari‘.
Eða „gefur gaum að þeim“. Orðrétt „þekkir þá“.
Það er, Níníve.
Það er, Nínívemenn.
Eða „hveitibjór“.
Eða hugsanl. „felldir þegar hann gerir árás“.
Það er, Júda.
Það er, konung Assýríu eða ríkið sjálft.
Eða „steyptu líkneskjunum“.
Eða „hofi“.
Það er, Níníve.
Orðrétt „Styrkið mjaðmirnar“.
Hugsanlega er átt við Assýríukonung.
Eða „leysist upp“.
Það er, Níníve.
Það er, Níníve.
Það er, Þeba.