HABAKKUK
1 Boðskapur sem Habakkuk* spámanni var gefinn í sýn:
2 Hve lengi, Jehóva, þarf ég að hrópa á hjálp en þú heyrir ekki?+
Hve lengi þarf ég að biðja um hjálp vegna ofbeldisins án þess að þú skerist í leikinn?*+
3 Af hverju læturðu mig horfa upp á illskuna
og af hverju læturðu kúgun viðgangast?
Af hverju er eyðilegging og ofbeldi fyrir augum mér
og af hverju logar allt í deilum og átökum?
4 Lögin eru máttlaus
og réttlætið nær aldrei fram að ganga.
Illmenni umkringja hina réttlátu
og þess vegna er réttvísinni rangsnúið.+
5 „Lítið á þjóðirnar og gefið þeim gaum.
Starið agndofa á þær og undrist
því að atburðir munu gerast á ykkar dögum
sem þið mynduð ekki trúa þótt ykkur væri sagt frá þeim.+
Þeir geysast um víðáttur jarðar
til að leggja undir sig heimkynni sem eru ekki þeirra.+
Stríðshestar þeirra geysast fram,
gæðingar þeirra koma langt að.
Þeir eru eins og ernir sem steypa sér yfir bráðina.+
9 Allir koma þeir ákveðnir í að beita ofbeldi.+
Liðssveit þeirra er eins og austanvindurinn+
og þeir sópa saman stríðsföngum eins og sandi.
Þeir hlæja að hverju varnarvirki,+
hrúga að þeim mold og vinna þau.
12 Ert þú ekki frá eilífð, Jehóva?+
Minn heilagi, Guð minn, þú deyrð aldrei.*+
Hvers vegna umberðu þá svikula menn+
og þegir þegar vondur maður gleypir þann sem er réttlátari en hann?+
14 Af hverju læturðu fara með mennina eins og fiska hafsins,
eins og sjávardýrin sem eiga sér engan höfðingja?
Hann gleðst ákaflega yfir því.+
16 Þess vegna færir hann dragneti sínu fórnir
og fiskinetinu fórnargjafir.*
Þau afla honum ríkulegrar fæðu
og matur hans er ljúffengur.
17 Á hann að halda áfram að fylla og tæma dragnetið?*
Heldur hann áfram að strádrepa þjóðir án miskunnar?+
Ég ætla að vera á verði og sjá hvað hann vill að ég segi
og íhuga hverju ég svara þegar ég er áminntur.
2 Jehóva svaraði mér:
„Skrifaðu niður sýnina og skráðu hana skýrt og greinilega á töflur+
svo að auðvelt sé að lesa hana upphátt+
3 því að sýnin rætist á tilsettum tíma,
Henni seinkar ekki.
4 Líttu á þann sem er hrokafullur,
hann er ekki heiðarlegur innst inni.
En hinn réttláti mun lifa vegna trúfesti* sinnar.+
5 Vínið er varasamt
og hinn hrokafulli nær því ekki markmiði sínu.
Hann er gráðugur eins og gröfin,*
óseðjandi eins og dauðinn.
Hann safnar til sín öllum þjóðum
og dregur að sér alla þjóðflokka.+
Þeir munu segja:
‚Illa fer fyrir þeim sem sankar að sér því sem hann á ekki
og eykur skuldir sínar.
Hve miklu lengur fær hann að gera það?
7 Snúast ekki lánardrottnar þínir skyndilega gegn þér?
Þeir vakna og hrista þig harkalega
og ræna þig eigum þínum.+
8 Þú hefur rænt margar þjóðir.
Þess vegna munu þær sem eftir eru ræna þig.+
9 Illa fer fyrir þeim sem aflar húsi sínu rangfengins gróða
og gerir sér hreiður í hæðum
til að ógæfan nái ekki til hans.
10 Áform þín leiða skömm yfir hús þitt.
Þú syndgar gegn sjálfum þér með því að afmá margar þjóðir.+
11 Steinn mun hrópa úr múrveggnum
og bjálki svara honum úr tréverkinu.
12 Illa fer fyrir þeim sem reisir borg með blóðsúthellingum
og byggir hana á ranglæti.
13 Er það ekki Jehóva hersveitanna sem lætur þjóðirnar strita fyrir því sem fuðrar upp í eldi
og þjóðflokkana þreyta sig til einskis?+
15 Illa fer fyrir þeim sem gefur vinum sínum drykk
og blandar í hann reiði og heift til að gera þá drukkna
og geta séð þá nakta.
16 Þú mettast smán en ekki heiðri.
Þú skalt líka drekka og afhjúpa að þú ert óumskorinn.*
Bikarinn í hægri hendi Jehóva kemur einnig til þín+
og skömmin mun hylja vegsemd þína.
17 Ofbeldi þitt gegn Líbanon lendir á þér
og eyðingin sem skelfdi skepnurnar kemur yfir þig
af því að þú úthelltir blóði,
ollir eyðileggingu á jörðinni
og herjaðir á borgirnar og íbúa þeirra.+
18 Hvaða gagn er að úthöggnu líkneski
fyrst maður hefur búið það til?
Hvaða gagn er að málmlíkneski* og lygakennara?
Hvernig getur smiðurinn treyst því?
Hann býr til gagnslausa og mállausa guði.+
19 Illa fer fyrir þeim sem segir við trjádrumb: „Vaknaðu!“
eða við mállausan stein: „Vaknaðu! Leiðbeindu okkur!“
20 En Jehóva er í sínu heilaga musteri.+
Öll jörðin veri hljóð frammi fyrir honum!‘“+
3 Bæn Habakkuks spámanns, flutt sem sorgarljóð:
2 Jehóva, ég hef heyrt um verk þín.
Afrek þín, Jehóva, fylla mig lotningu.
Endurtaktu þau í fyllingu tímans.*
Gerðu þau kunnug í fyllingu tímans.*
Mundu eftir að sýna miskunn í öllu umrótinu.+
Hátign hans þakti himininn,+
jörðin fylltist lofgjörð um hann.
4 Ljómi hans var eins og dagsbirtan,+
tveim geislum stafaði út frá hendi hans
þar sem máttur hans var fólginn.
6 Hann stóð kyrr og jörðin skalf.+
Hann leit á þjóðirnar og þær hrukku við.+
Eilíf fjöllin molnuðu
og fornar hæðirnar féllu saman.+
Hann gengur hinar gömlu slóðir.
7 Ég sá óðagot í tjöldum Kúsans,
tjalddúkarnir í Midíanslandi skulfu.+
8 Er það gegn fljótunum, Jehóva,
er það gegn fljótunum sem reiði þín brennur?
Eða beinist heift þín að hafinu?+
Þú klýfur jörðina með fljótum.
10 Fjöllin engdust af sársauka við að sjá þig.+
Úrhelli gekk yfir.
Djúpið drundi+
og lyfti höndunum hátt.
11 Sól og tungl voru kyrr í bústað sínum á himnum.+
Örvar þínar þutu af stað eins og ljósið,+
spjót þitt leiftraði eins og elding.
13 Þú gekkst fram til að frelsa þjóð þína, bjarga þínum smurða.
Þú sigraðir leiðtogann* í húsi hins illa.
Það var afhjúpað frá þaki* ofan í grunn. (Sela)
14 Þú rakst vopn hermannanna gegnum höfuð þeirra
þegar þeir þustu fram til að tvístra mér.
Þeir voru himinlifandi að ráðast á hinn þjáða í leyni.
15 Þú fórst yfir hafið með hestum þínum,
yfir ólgandi víðáttur hafsins.
16 Þegar ég heyrði þetta varð mér órótt.*
En ég bíð rólegur eftir hörmungadeginum+
því að hann kemur yfir þjóðina sem ræðst á okkur.
17 Þótt fíkjutréð blómstri ekki
og vínviðurinn beri engan ávöxt,
þótt ólívuuppskeran bregðist
og akrarnir* gefi enga fæðu,
þótt sauðféð hverfi úr fjárbyrginu
og engir nautgripir verði eftir í fjósunum,
18 skal ég samt gleðjast yfir Jehóva
og fagna yfir Guði, frelsara mínum.+
19 Alvaldur Drottinn Jehóva er styrkur minn.+
Hann gerir mig léttan á fæti eins og hind
og lætur mig hlaupa yfir hæðirnar.+
Til tónlistarstjórans. Við undirleik strengjahljóðfæra minna.
Merkir hugsanl. ‚hlýlegt faðmlag‘.
Eða „komir til bjargar“.
Eða „heiður“.
Eða hugsanl. „því að máttur þeirra er guð þeirra“.
Eða hugsanl. „við deyjum ekki“.
Eða „ávíta“.
Það er, óvinurinn, Kaldear.
Eða „fórnarreyk“.
Eða hugsanl. „að bregða sverði“.
Eða „uppfyllingu“.
Orðrétt „lýgur“.
Eða „virðist dragast“.
Eða „bíða hennar með eftirvæntingu“.
Eða hugsanl. „trúar“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „og verða reikull í spori“.
Eða „steyptu líkneski“.
Eða hugsanl. „á okkar tímum“.
Eða hugsanl. „á okkar tímum“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „frelsun“.
Eða hugsanl. „örvarnar“.
Eða hugsanl. „ættkvíslirnar hafa svarið eiða sína“.
Orðrétt „þresktir“.
Orðrétt „höfuðið“.
Orðrétt „hálsi“.
Orðrétt „skalf kviður minn“.
Eða „gróðurstallarnir“.