SEFANÍA
1 Orð Jehóva sem kom til Sefanía,* sonar Kúsí, sonar Gedalja, sonar Amarja, sonar Hiskía, á dögum Jósía+ Amónssonar+ Júdakonungs:
2 „Ég ætla að sópa öllu burt af yfirborði jarðar,“ segir Jehóva.+
3 „Ég sópa burt mönnum og skepnum.
Ég afmái mannkynið af yfirborði jarðar,“ segir Jehóva.
4 „Ég mun rétta út höndina gegn Júda
og gegn öllum Jerúsalembúum
og afmá af þessum stað öll ummerki um Baal,+
nöfn hjáguðaprestanna og hinna prestanna.+
5 Ég afmái þá sem falla fram á húsþökum fyrir her himinsins+
og þá sem falla fram og heita Jehóva hollustu+
en sverja líka Malkam*+ hollustueið,
6 og eins þá sem snúa baki við Jehóva+
og leita hvorki Jehóva né leiðsagnar hans.“+
7 Verið hljóð frammi fyrir alvöldum Drottni Jehóva því að dagur Jehóva er nálægur.+
Jehóva hefur efnt til sláturfórnar, hann hefur helgað þá sem hann bauð.
8 „Á fórnardegi Jehóva dreg ég höfðingjana til ábyrgðar,
syni konungs+ og alla sem klæðast útlendum fötum.
9 Ég dreg til ábyrgðar alla sem stíga upp á pallinn* á þeim degi,
þá sem fylla hús húsbænda sinna með ofbeldi og svikum.
11 Kveinið, þið sem búið í Maktes,*
því að allir kaupmennirnir hafa verið upprættir*
og öllum sem vega silfur verið útrýmt.
12 Á þeim tíma mun ég leita með logandi ljósi í Jerúsalem
og draga til ábyrgðar þá sem eru ánægðir með sig* og hugsa með sér:
‚Jehóva gerir ekkert, hvorki gott né illt.‘+
13 Auðæfum þeirra verður rænt og hús þeirra lögð í rúst.+
Þeir munu byggja hús en ekki búa í þeim,
planta víngarða en ekki drekka vínið frá þeim.+
14 Hinn mikli dagur Jehóva er nálægur!+
Hann er nálægur og færist óðfluga nær!+
Ómurinn af degi Jehóva er ógnvekjandi.+
Stríðskappinn rekur upp óp.+
dagur neyðar og angistar,+
dagur óveðurs og eyðingar,
dagur myrkurs og sorta,+
dagur skýja og niðdimmu,+
17 Ég leiði ógæfu yfir mennina
og þeir munu reika um eins og blindir menn+
því að þeir hafa syndgað gegn Jehóva.+
18 Hvorki silfur þeirra né gull getur bjargað þeim á reiðidegi Jehóva.+
Öll jörðin eyðist í brennandi reiði hans+
því að hann leiðir eyðingu, já, skelfilega eyðingu, yfir alla jarðarbúa.“+
2 Áður en dóminum verður fullnægt,
áður en dagurinn feykist hjá eins og hismi,
áður en brennandi reiði Jehóva kemur yfir ykkur,+
áður en reiðidagur Jehóva kemur yfir ykkur,
3 leitið Jehóva,+ öll þið auðmjúku á jörðinni,
þið sem haldið réttlát ákvæði hans.*
Leitist við að gera rétt* og vera auðmjúk.
Líklega* verðið þið falin á reiðidegi Jehóva.+
4 Gasaborg verður yfirgefin
og Askalon leggst í eyði.+
Íbúar Asdód verða hraktir burt um hábjartan dag
og Ekron verður gereytt.+
5 „Illa fer fyrir þeim sem búa við sjávarsíðuna, þjóð Kereta!+
Orð Jehóva beinist gegn ykkur.
Kanaan, land Filistea, ég legg þig í eyði
svo að enginn íbúi verður eftir.
6 Sjávarströndin verður að beitilandi
með brunnum fyrir fjárhirða og steinbyrgjum fyrir sauðfé.
7 Hún kemur í hlut þeirra sem eftir verða af ætt Júda.+
Þar verða þeir á beit.
Í húsum Askalon leggjast þeir til hvíldar að kvöldi
því að Jehóva Guð þeirra mun annast þá*
og flytja útlagana aftur heim.“+
8 „Ég hef heyrt háðsglósur Móabíta+ og móðganir Ammóníta.+
Þeir hafa hæðst að þjóð minni og hótað með hroka að taka land hennar.+
9 Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels,
„verður Móab eins og Sódóma+
og Ammón eins og Gómorra,+
saltgröf, vaxin netlum og eilíf auðn.+
Þeir sem eftir verða af fólki mínu munu ræna þá
og leifarnar af þjóð minni hrekja þá burt.
10 Þetta fá þeir fyrir hroka sinn,+
fyrir að hæðast að þjóð Jehóva hersveitanna og upphefja sig yfir hana.
11 Jehóva mun vekja með þeim óttablandna lotningu*
því að hann gerir alla guði jarðarinnar máttvana
og allar eyþjóðirnar falla fram fyrir honum,*+
hver á sínum stað.
12 Þið Eþíópíumenn munuð einnig falla fyrir sverði mínu.+
14 Þar munu hjarðir liggja, alls konar villt dýr.
Pelíkanar og puntsvín búa sér náttstað innan um súlnahöfuðin.
Söngur heyrist í gluggunum,
múrbrot liggja á þröskuldunum
og sedrusþilin eru óvarin.
15 Þetta er borgin stolta sem taldi sig óhulta
og hugsaði með sér: ‚Ég er best, enginn jafnast á við mig.‘
En nú hryllir menn við henni.
Hún er orðin að bæli villidýra!
Allir sem eiga leið hjá blístra og steyta hnefann.“+
3 Illa fer fyrir þessari uppreisnargjörnu og spilltu borg sem kúgar þegna sína!+
2 Hún hlustar ekki á neinn+ og þiggur ekki ögun.+
Hún treystir ekki á Jehóva+ og nálgast ekki Guð sinn.+
Þeir skilja ekki eftir ónagað bein til morguns.
4 Spámenn hennar eru ósvífnir og svikulir.+
5 Jehóva er réttlátur og býr í borginni,+ hann gerir ekkert rangt.
Á hverjum morgni birtir hann dóma sína,+
það bregst ekki frekar en dagsbirtan.
En hinn rangláti kann ekki að skammast sín.+
6 „Ég útrýmdi þjóðum, turnar* þeirra voru brotnir niður.
Ég lagði stræti þeirra í eyði svo að enginn fór þar um.
Borgir þeirra voru lagðar í rúst, þær eru mannlausar, enginn býr þar.+
7 Ég sagði: ‚Bara að þú myndir óttast mig og þiggja ögun.‘*+
En þeim var enn meira í mun að gera það sem er illt.+
8 ‚Bíðið mín því með eftirvæntingu,‘*+ segir Jehóva,
‚þar til dagurinn kemur að ég tek herfang*
því að ég hef ákveðið að safna saman þjóðum, stefna saman konungsríkjum
og úthella yfir þau bræði minni, allri minni logandi heift.+
Öll jörðin eyðist í brennandi reiði minni.+
9 Þá mun ég gefa þjóðunum hreint tungumál
svo að þær geti allar ákallað nafn Jehóva
10 Frá fljótasvæði Eþíópíu
koma þeir sem biðja til mín, dreifðir þjónar mínir, dóttir mín, og færa mér gjöf.+
11 Þann dag þarftu ekki að skammast þín
fyrir öll verk þín þegar þú gerðir uppreisn gegn mér+
því að þá mun ég fjarlægja hrokafulla gortara sem eru hjá þér.
Þú verður aldrei aftur hrokafull á heilögu fjalli mínu.+
12 Ég leyfi þeim sem eru hógværir og lítillátir að vera um kyrrt í þér+
og þeir munu leita hælis í nafni Jehóva.
13 Þeir sem verða eftir af Ísrael+ viðhafa ekkert ranglæti,+
þeir fara ekki með lygar og svikul tunga mun ekki finnast í munni þeirra.
Þeir verða á beit og leggjast til hvíldar og enginn hræðir þá.“+
14 Hrópaðu af gleði, dóttirin Síon!
Rektu upp siguróp, Ísrael!+
Gleðstu og fagnaðu af öllu hjarta, dóttirin Jerúsalem!+
Jehóva konungur Ísraels er með þér.+
Þú þarft ekki að óttast neina ógæfu framar.+
16 Á þeim degi verður sagt við Jerúsalem:
17 Jehóva Guð þinn er með þér.+
Hann er máttugur og bjargar þér.
Hann gleðst og fagnar yfir þér.+
Hann er hljóður* í kærleika sínum.
Hann fagnar yfir þér með gleðiópum.
18 Ég safna saman þeim sem harma að hafa ekki sótt hátíðir þínar.+
Þeir voru fjarri þér vegna smánarinnar sem hvíldi á þeim.+
19 Á þeim tíma læt ég til skarar skríða gegn öllum sem kúga þig.+
Ég læt þá hljóta lof og góðan orðstír*
í öllum þeim löndum þar sem þeir voru smánaðir.
20 Á þeim tíma flyt ég ykkur heim,
þá safna ég ykkur saman.
Ég læt ykkur hljóta góðan orðstír* og lof+ meðal allra þjóða jarðar
þegar ég flyt útlagana aftur heim í augsýn ykkar,“ segir Jehóva.+
Sem þýðir ‚Jehóva hefur falið (varðveitt)‘.
Hér virðist átt við hluti eða athafnir tengdar skurðgoðadýrkun.
Sjá orðaskýringar.
Eða „þröskuldinn“. Hugsanlega er átt við pallinn sem hásæti konungs stóð á.
Eða „Öðru hverfinu“.
Líklega hverfi í Jerúsalem nálægt Fiskhliðinu.
Orðrétt „þaggað hefur verið niður í öllum kaupmönnunum“.
Orðrétt „þá sem þykkna eins og botnfall (dreggjar)“ líkt og í vínkeri.
Eða „háu hornturnunum“.
Orðrétt „innyfli þeirra verða“.
Orðrétt „fylgið dómi hans“.
Eða „vera réttlát“.
Eða „Ef til vill“.
Eða „gefa þeim gaum“.
Eða „skelfingu“.
Eða „tilbiðja hann“.
Eða „hornturnar“.
Eða „leiðréttingu“.
Orðrétt „bústað hennar“.
Eða „refsa henni“.
Eða „þolinmóð“.
Eða hugsanl. „rís upp sem vottur“.
Eða „tilbeðið hann í einingu“.
Orðrétt „láttu þér ekki fallast hendur“.
Eða „finnur ró; er sáttur; er ánægður“.
Orðrétt „og nafn“.
Orðrétt „hljóta nafn“.