Blaðsíða 12
Langalgengast er að atburðir fortíðarinnar ráði því hvaða trú menn tilheyra. Stjórnmálaklækir, trúarstyrjaldir og nýlendustefnan drógu hin trúarlegu landamæri út um allan heim endur fyrir löngu.
En ætti jafnmikilvægt atriði og trúarsannfæring einstaklingsins að ráðast af afstöðu konungs sem dó fyrir mörgum öldum eða trúarstríði sem háð var fyrir löngu? Ætti trúarsannfæring manns að ráðast af duttlungum mannkynssögunnar og fæðingarstað?