Blaðsíða 2
Þjóðaleiðtogar, umhverfisverndarmenn og áhyggjufullir borgarar hafa gert sér grein fyrir að sorp og sorpeyðing er orðið alvarlegt og aðkallandi vandamál. Það hefur verið kallað „vandamál tíunda áratugarins.“ Tímarit eyða miklu rými í að vara við þessu vandamáli. „Grafin lifandi,“ stóð á forsíðu tímaritsins Newsweek fyrir nokkru. „Sorpfjallið: umhverfisvandi kominn að dyrum okkar,“ sagði í blaðinu. „Sorp í tonnatali sem hvergi kemst fyrir,“ var fyrirsögn greinar um sorp í tímaritinu U.S. News & World Report. „Allt á kafi í sorpi. Sorphaugar troðfullir en fáir aðrir kostir,“ stóð með feitu letri í tímaritinu Time. „Sorp Vesturlanda — vaxandi byrði þriðja heimsins,“ sagði í Parísarblaðinu International Herald Tribune.