Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g92 8.4. bls. 24
  • Kolmanskop — þar sem sandur og ryð eyða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kolmanskop — þar sem sandur og ryð eyða
  • Vaknið! – 1992
Vaknið! – 1992
g92 8.4. bls. 24

Kolmanskop — þar sem sandur og ryð eyða

Á sviðnum sandi Namibíueyðimerkurinnar, nálægt vindasamri strönd Suður-Namibíu, liggja rústir Kolmanskop — bæjar sem búið var í innan við 50 ár.

Þegar demantar fundust þar árið 1908 komu demantagrafarar, námujöfrar og alls konar skuggalegar persónur svífandi að eins og gammar. Áður en langt um leið var Kolmanskop orðinn blómlegur bær með reisulegum húsum í þýskum nýlendustíl, pósthúsi og gistihúsi. Kolmanskop státaði jafnvel af spilavíti á tveim hæðum með leikhúsi og keiluspilsbraut — munaði sem gerði lífið í afskekktri Namibíueyðimörkinni ánægjulegra.

En tilvist bæjarins stóð og féll með demöntunum. Brátt tæmdust námurnar af steinum í þeim stærðar- og gæðaflokki sem borgaði sig að vinna. Demantagrafararnir fluttust fljótlega burt er stærri og betri demantar fundust annars staðar. Við það bættist svo verðhrun á demantamarkaðinum snemma á öldinni. Líf Kolmanskop fjaraði smám saman út og árið 1956 var bærinn kominn í eyði.

Núna liggja gamlar vélar og ryðga í brennheitri sólinni og minna á skammlífar tilraunir mannsins til að sækja auð í greipar jarðar. Kolmanskop er skýr áminning um hversu fánýtt það er að sækjast eftir veraldlegum auði. Jesús sagði: „Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð.“ — Matteus 6:20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila