‚Óviðjafnanleg gjöf‘
ÞANNIG talaði kona frá São Paulo í Brasilíu efnislega um Biblíusögubókina mína. Frænka hennar hafði sent fimm ára dóttur hennar bókina að gjöf. Móðirin skrifar:
„Ég les smávegis í bókinni fyrir hana á hverju kvöldi og hún hefur mjög gaman af því. Hún er afar áhugasöm, spyr spurninga, kemur með athugasemdir og yfirfærir jafnvel dæmi úr bókinni á eigið líf. Hún sækir bókina án þess að ég þurfi að minna hana á það og er mjög spennt að heyra næstu sögu.
En mig langar til að bæta við að þetta var ekki bara góð gjöf handa Natalíu, því að það hefur gert sjálfri mér mjög gott að lesa um Guðs orð fyrir dóttur mína. Það hefur aukið til muna gleði mína og þakklæti fyrir að vera móðir.
Gjafir eru metnar eftir ýmsu, sumar eftir því hvað þær kosta, aðrar eftir stærð. En þessi bók er óviðjafnanleg. Verðmæti hennar mælist einungis eftir þeim kærleika sem bjó að baki gjöfinni og þeirri gleði sem hún veitir þeim sem fá hana.“
Vottar Jehóva eru alþjóðasamtök yfir fjögurra milljóna biblíunemenda sem helga sig því að hjálpa fólki að kynnast tilgangi Guðs. Ef þig langar til að fá frekari upplýsingar eða ókeypis biblíunám á heimili þínu, hafðu þá samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík.