Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g98 8.10. bls. 14
  • Nafn Guðs í tékkneskri byggingarlist

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nafn Guðs í tékkneskri byggingarlist
  • Vaknið! – 1998
  • Svipað efni
  • A4 Nafn Guðs í Hebresku ritningunum
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Vaknið! – 1998
g98 8.10. bls. 14

Nafn Guðs í tékkneskri byggingarlist

Eftir fréttaritara Vaknið! í Tékklandi

VÍÐA um heim er nafnið Jehóva eingöngu sett í samband við votta Jehóva. Þér kemur það kannski á óvart að fjórstafanafnið, hebresku stafirnir fjórir (יהוה) sem mynda nafn Guðs, Jehóva, skreytir fjölmörg sögufræg mannvirki í Tékklandi.

Eitt þekktasta dæmið um fjórstafanafnið er á Karlsbrúnni sem smíðuð var árið 1357 yfir hina fögru Moldá (Vltava) og liggur nálægt gamla borgarhlutanum í Prag. Beggja vegna brúarinnar eru höggmyndir og ein þeirra grípur athygli nánast allra er leið eiga hjá. Það er stytta af Jesú Kristi á krossi umluktum gylltum hebreskum stöfum — meðal annars fjórstafanafninu — sem á stendur ‚Heilagur, heilagur, heilagur er Jehóva allsherjar.‘

Hvernig bar það til að þessi biblíutexti úr Jesaja 6:3 var settur á styttuna? Áletrun neðst á henni segir að Gyðingur nokkur hafi átt leið þar hjá dag einn árið 1696 og talað óvirðulega um krossinn. Fyrir vikið var hann dreginn fyrir Hinn konunglega áfrýjunarrétt og dæmdur til að greiða sekt. Hann greiddi sektina með gylltum baugi á krossinn með áðurnefndri tilvitnun.

Ekki langt frá þessum stað er Gamla-nýja samkunduhúsið og elsti grafreitur Gyðinga í Evrópu. Á stúku forsöngvarans í samkunduhúsinu stendur fjórstafanafnið í silfurramma. En fjórstafanafnið er ekki aðeins að finna í byggingum Gyðinga. Suðaustur af Prag, á klettóttum fjallsrana við bakka Sázavafljóts, stendur miðaldakastalinn Český Šternberk. Yfir altarinu í kastalakapellunni eru fjórir gylltir stafir — fjórstafanafnið. Stafirnir virðast svífa í loftinu þar eð þeir hanga á vírum. Á bak við þá glampar ljós — en ekki frá lampa. Ljóri, er sést ekki innan frá, varpar rósrauðum bjarma á hvítt altarið sem fjórstafanafnið hangir yfir.

Fjórstafanafnið er líka að finna á freskum og veggmyndum í öðrum tékkneskum byggingum. Það er til frekara vitnis um að margir könnuðust við nafn Guðs hér áður fyrr. Vottar Jehóva í Tékklandi og meira en 200 öðrum löndum fagna því að þekkja nafn Guðs og geta sagt öðrum frá því. (Jesaja 43:10-12) Jesajabók í Biblíunni segir enn fremur frá þeim tíma þegar nafn Guðs — og líka eiginleikar hans, tilgangur og athafnir — skal „kunnugt verða um alla jörðina.“ — Jesaja 12:4, 5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila