Það vakti athygli hans
Unglingi var gefið eintak af smáritinu Hver er höfðingi heimsins? á aðalgötu í Bangví, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins. Forvitni hans var vakin og hann vildi ólmur vita meira. Hann byrjaði að lesa ritið og vinur hans sýndi því líka áhuga. En það var aðeins eitt eintak og hann hafði ekki í hyggju að láta það frá sér. Hvernig ætluðu þeir að leysa málið?
Þeir ákváðu að láta ljósrita smáritið fyrir 100 miðafríska franka, að andvirði um það bil 15 íslenskra króna. Það er talsverð upphæð fyrir skólastrák í Bangví. Nú höfðu þeir báðir eintak af riti sem milljónir manna um heim allan hafa haft gagn af.
Þér er velkomið að fá eintak af þessu smáriti og fræðast um það hvaða umbætur verða bráðlega gerðar á stjórnarfari heimsins. Þú getur eignast þetta smárit ásamt bæklingnum „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“ (32 blaðsíður) með því að útfylla og senda miðann hér að neðan.
□ Vinsamlegast sendið mér smáritið Hver er höfðingi heimsins? ásamt bæklingnum „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.