Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g17 Nr. 5 bls. 14-15
  • Heimsókn til Kasakstans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Heimsókn til Kasakstans
  • Vaknið! – 2017
Vaknið! – 2017
g17 Nr. 5 bls. 14-15
Astana í Kasakstan.

Borgin Astana

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Kasakstans

Kort af Kasakstan.

KASAKAR hafa í gegnum tíðina lifað hirðingjalífi. Enn ferðast sumir kasakskir hirðingjar eftir árstíðum með hjarðir sínar á milli beitilanda. Yfir sumarið dvelja þeir á beitilöndum á hálendinu en flytja hjarðir sínar niður á hlýrri svæði þegar veturinn nálgast með snjó og kulda.

Þó að margir Kasakar búi í nútímalegum borgum endurspeglast hirðingjalíf forfeðranna í mörgum hefðum þeirra, mat og handiðn. Þeir eiga ríka arfleifð ljóða, söngva og tónlistar sem leikin er á hljóðfæri innfæddra.

Færanleg tjöld hirðingja – kölluð júrt – eru orðin táknmynd fólks sem lifir í sátt og samlyndi við náttúruna. Hirðar kjósa enn að búa í þessum tjöldum og Kasakar, sem búa í þéttbýli, nota þau oft við sértök tækifæri. Þau eru einnig þægilegar vistarverur fyrir ferðamenn. Tjöldin eru gjarnan skreytt fallegum vefnaði, útsaumi og teppum sem endurspegla fjölbreytilega handiðn kasakskra kvenna.

Fjölskylda inni í júrt-tjaldi.

Inni í júrt-tjaldi.

Kasakskar fjölskyldur, sem búa í sveitum, meta hesta mikils. Kasakar eiga að minnsta kosti 21 orð yfir hesta, hvert með sínum merkingarblæ. Þar að auki eiga þeir fleiri en 30 orð og orðasambönd yfir lit hesta. Góður hestur er enn þá verðmæt gjöf í Kasakstan. Á landsbyggðinni læra drengir snemma að sitja hest.

Hefðbundin máltíð Kasaka inniheldur alltaf kjöt og er yfirleitt ekki mikið krydduð. Meðal eftirlætisdrykkja Kasaka er kúmis sem er búið til úr merarmjólk og talið hin mesta heilsubót og shúbat sem er saðsamur og örlítið súr drykkur gerður úr úlfaldamjólk.

Vottar Jehóva bjóða gesti velkomna til að skoða deildarskrifstofu sína í Almaty.

Snæhlébarði

Snæhlébarðinn er sjaldséður og heldur sig hátt uppi í fjöllum Kasakstans á sumrin

VISSIR ÞÚ?

Að minnsta kosti 36 tegundir túlípana vaxa villtar í Kasakstan og túlípanamynstur er algengt í hefðbundinni list Kasaka.

Austurhluti Balkhashvatns er saltur en vatnið er næstum seltulaust vestan megin.

Ekki er óalgengt að Kasakar temji erni og aðra ránfugla til veiða. Þeir bera af í að temja gullörninn sem er eftirlætisfugl þeirra.

Örn með kollhettu situr á hönd manns.

Kollhetta er sett á höfuð arnarins til að hann hræðist manninn síður.

  • HELSTU TUNGUMÁL: KASAKSKA OG RÚSSNESKA.

  • ÍBÚAFJÖLDI: 17.563.000

  • HÖFUÐBORG: ASTANA

  • LOFTSLAG: HEITT OG ÞURRT Á SUMRIN, KALT OG SNJÓASAMT Á VETURNA.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila