Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 102
  • Jesús er lifandi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús er lifandi
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Guð man eftir syni sínum
    Lærum af kennaranum mikla
  • Jesús lifir!
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Ég hef séð Drottin!“
    Líkjum eftir trú þeirra
  • Grafinn á föstudegi, tóm gröf á sunnudegi
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 102

KAFLI 102

Jesús er lifandi

VEISTU hvaða kona og menn þetta eru? Konan er María Magdalena, vinur Jesú. Og mennirnir tveir í hvítu fötunum eru englar. Þessi litli hellir, sem María horfir inn í, er staðurinn þar sem líkami Jesú var lagður eftir að hann dó. Hann er kallaður grafhýsi. En núna er líkaminn horfinn! Hver tók hann? Við skulum nú sjá.

Eftir dauða Jesú segja prestarnir við Pílatus: ‚Þegar Jesús var á lífi sagði hann að hann yrði reistur upp eftir þrjá daga. Láttu því menn standa vörð við grafhýsið. Lærisveinar hans geta þá ekki stolið líkama hans og sagt að hann hafi verið reistur upp frá dauðum!‘ Pílatus segir prestunum að senda hermenn til að gæta grafarinnar.

En snemma á þriðja degi eftir dauða Jesú birtist skyndilega engill frá Jehóva. Hann veltir steininum burt frá dyrum grafarinnar. Hermennirnir verða máttlausir af hræðslu. Og þegar þeir loks áræða að líta inn í grafhýsið er líkaminn horfinn! Nokkrir hermannanna fara inn í borgina og segja prestunum þetta. Veistu hvað vondu prestarnir gera? Þeir borga hermönnunum fyrir að ljúga. ‚Segið að þið hafið sofnað og lærisveinar hans komið um nóttina og stolið líkinu,‘ segja prestarnir við hermennina.

Á meðan þessu fer fram koma nokkrar konur, sem eru vinir Jesú, að gröfinni. Þær verða forviða að sjá hana tóma! Allt í einu birtast tveir englar í skínandi klæðum. ‚Hvers vegna leitið þið að Jesú hér?‘ spyrja þeir. ‚Hann er upprisinn. Flýtið ykkur af stað og segið lærisveinum hans frá því.‘ Og svo sannarlega flýta þær sér! En á leiðinni stöðvar maður þær. Veistu hver það er? Það er Jesús! ‚Segið lærisveinum mínum frá þessu,‘ segir hann.

Lærisveinarnir eiga erfitt með að trúa konunum þegar þær segja þeim að Jesús sé á lífi og að þær hafi séð hann. Pétur og Jóhannes hlaupa til grafarinnar til að athuga það sjálfir en gröfin er tóm! Pétur og Jóhannes fara en María Magdalena dokar við. Það er þá sem hún lítur inn og sér englana tvo.

Veistu hvað varð um líkama Jesú? Guð lét hann hverfa. Guð reisti Jesú ekki upp til lífs í þeim mannslíkama sem hann dó í. Hann gaf Jesú andalíkama eins og englarnir á himnum hafa. En til að sýna lærisveinum sínum að hann sé á lífi getur Jesús birst í líkama sem menn geta séð eins og við munum læra um.

Matteus 27:62-66; 28:1-15; Lúkas 24:1-12; Jóhannes 20:1-12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila