Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • my saga 104
  • Jesús fer aftur til himna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús fer aftur til himna
  • Biblíusögubókin mín
  • Svipað efni
  • Hvað er Guðsríki?
    Hvað kennir Biblían?
  • Um ríki Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hverjir fara til himna og hvers vegna?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hvað er Guðsríki?
    Hvers krefst Guð af okkur?
Sjá meira
Biblíusögubókin mín
my saga 104

KAFLI 104

Jesús fer aftur til himna

DAGARNIR líða og Jesús birtist fylgjendum sínum mörgum sinnum. Eitt sinn eru það um 500 lærisveinar sem sjá hann. Hvað heldur þú að Jesús tali um við þá þegar hann birtist þeim? Guðsríki. Jehóva sendi Jesú til jarðarinnar til að fræða menn um Guðsríki. Og Jesús heldur áfram að gera það jafnvel eftir að hann er risinn upp frá dauðum.

Manstu hvað Guðsríki er? Já, Guðsríki er raunveruleg stjórn Guðs á himni og Guð hefur valið Jesú til að vera konungur. Eins og við höfum lært sýndi Jesús hve dásamlegur konungur hann mun verða; hann gaf hungruðum að borða, læknaði sjúka og reisti jafnvel dauða til lífs á ný!

Hvernig ætli ástandið verði þá á jörðinni þegar Jesús ríkir sem konungur á himni í þúsund ár? Öll jörðin verður þá gerð að fallegri paradís. Þá verða ekki lengur stríð, glæpir eða sjúkdómar. Jafnvel dauðinn mun hverfa. Við vitum þetta vegna þess að Guð skapaði jörðina til að vera paradís þar sem menn gætu notið lífsins. Þess vegna bjó hann til Edengarðinn í upphafi. Og Jesús mun sjá um að það sem Guð vill að gert sé verði að lokum framkvæmt.

Nú er kominn tíminn fyrir Jesú að fara aftur til himna. Í 40 daga hefur hann birst lærisveinum sínum af og til. Þess vegna eru þeir sannfærðir um að hann sé aftur á lífi. En áður en hann fer segir hann við þá: ‚Verið kyrrir í Jerúsalem þar til þið fáið heilagan anda.‘ Heilagur andi er starfskraftur Guðs, kraftur eins og vindurinn. Hann mun hjálpa lærisveinunum að gera vilja Guðs. Að síðustu segir Jesús: ‚Þið skuluð prédika um mig út til ystu endimarka jarðarinnar.‘

Þegar Jesús hefur sagt þetta gerist eitthvað furðulegt. Hann byrjar að stíga upp til himins eins og þú sérð hér. Loks ber ský á milli hans og lærisveinanna og þeir sjá Jesú ekki framar. Jesús fer til himna og hann byrjar að ríkja þaðan yfir fylgjendum sínum á jörðinni.

1. Korintubréf 15:3-8; Opinberunarbókin 21:3, 4; Postulasagan 1:1-11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila