Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 26 bls. 137-141
  • Af hverju er svona erfitt að gera rétt?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Af hverju er svona erfitt að gera rétt?
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Við verðum að standast freistingar
    Lærum af kennaranum mikla
  • Hvers vegna er Jesús kallaður kennarinn mikli?
    Lærum af kennaranum mikla
  • „Standið gegn djöflinum“ eins og Jesús gerði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Óvinur eilífs lífs
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 26 bls. 137-141

26. KAFLI

Af hverju er svona erfitt að gera rétt?

HVER varð ánægður þegar Sál gerði það sem var rangt? — Satan djöfullinn. En trúarleiðtogar Gyðinga urðu líka ánægðir. Þegar Sál gerðist lærisveinn kennarans mikla og var kallaður Páll fóru trúarleiðtogarnir að hata hann. Skilurðu þá af hverju það getur verið erfitt fyrir lærisvein Jesú að gera það sem er rétt? —

Hvað þurfti Páll að þola af því að hann gerði það sem er rétt?

Einu sinni fyrirskipaði Ananías æðsti prestur mönnum að slá Pál í andlitið. Hann reyndi meira að segja að láta varpa Páli í fangelsi. Páll þurfti að þola margt eftir að hann varð lærisveinn Jesú. Vondir menn börðu hann til dæmis og reyndu að drepa hann með því að kasta í hann grjóti. — Postulasagan 23:1, 2; 2. Korintubréf 11:24, 25.

Margir reyna að fá okkur til að gera ýmislegt sem Guð vill ekki að við gerum. Spurningin er því sú hve mikið þú elskar það sem er rétt. Elskarðu það svo mikið að þú gerir rétt þótt aðrir hati þig fyrir það? Þarf ekki hugrekki til þess? —

Þú hugsar kannski: ,Af hverju hata aðrir okkur fyrir að gera það sem er rétt? Ættu þeir ekki að vera ánægðir?‘ Það mætti halda það. Oft líkaði fólki vel við Jesú af því að hann gerði mörg góðverk. Einu sinni söfnuðust allir bæjarbúar saman fyrir utan hús þar sem hann dvaldist. Þeir komu vegna þess að Jesús hafði læknað marga sjúka. — Markús 1:33.

En stundum líkaði fólki ekki það sem Jesús kenndi jafnvel þótt hann hafi alltaf kennt það sem var rétt. Sumir hötuðu hann einmitt vegna þess að hann kenndi sannleikann. Þetta gerðist einu sinni í borginni Nasaret, þar sem Jesús ólst upp. Hann fór í samkunduhúsið, en þar hittust Gyðingar til að tilbiðja Guð.

Jesús hélt góða ræðu út frá Ritningunni. Í fyrstu var fólk hrifið af ræðunni og undraðist það sem hann sagði. Það trúði því varla að hann væri ungi maðurinn sem hafði alist upp í borginni þeirra.

En síðan fór Jesús að tala um þann tíma þegar Guð myndi sýna öðrum en Gyðingum sérstaka góðvild. Þeir sem voru í samkunduhúsinu reiddust þegar Jesús sagði þetta. Veistu af hverju? — Af því að þeir héldu að Guð sýndi engum nema Gyðingum góðvild. Þeir héldu að þeir væru betri en aðrir. Þess vegna hötuðu þeir Jesú fyrir það sem hann sagði. Veistu hvað þeir reyndu að gera? —

Biblían segir að fólkið hafi ,hrakið Jesú út úr borginni. Það fór með hann út á fjallsbrún til að hrinda honum fram af og drepa hann. En Jesús komst undan.‘ — Lúkas 4:16-30.

Af hverju er fólkið að reyna að drepa Jesú?

Hefðir þú farið aftur að segja þessu fólki frá Guði ef þú hefðir lent í þessu? — Það hefði kostað hugrekki, ertu ekki sammála því? — Jesús fór samt aftur til Nasaret ári seinna. Biblían segir: „Hann . . . tók að kenna þeim í samkundu þeirra.“ Jesús hætti ekki að tala um sannleikann vegna ótta við menn sem elskuðu ekki Guð. — Matteus 13:54.

Við annað tækifæri hitti Jesús mann sem var með visna eða fatlaða hönd. Þetta var á hvíldardegi. Jesús fékk kraft frá Guði til að lækna manninn. En sumir reyndu að koma Jesú í klandur. Hvað ætli kennarinn mikli hafi gert? — Fyrst spurði hann: ,Ef þið ættuð kind sem dytti ofan í djúpa holu á hvíldardegi, mynduð þið þá ekki draga hana upp úr?‘

Þeir hefðu alveg örugglega dregið kindina upp úr jafnvel á hvíldardegi, en þá áttu þeir að hvíla sig frá allri vinnu. Jesús sagði því: ,Það er miklu mikilvægara að hjálpa mönnum á hvíldardegi þar sem menn eru meira virði en kindur.‘ Er ekki greinilegt að Jesús átti að hjálpa manninum með því að lækna hann? —

Jesús sagði manninum að rétta út höndina og samstundis læknaðist hún. Maðurinn varð himinlifandi! En hvað um hina mennina? Urðu þeir ánægðir? — Nei, alls ekki. Þeir hötuðu Jesú jafnvel enn meira og þeir fóru og lögðu á ráðin um að drepa hann! — Matteus 12:9-14.

Ástandið er svipað nú á dögum. Það er alveg sama hvað við gerum, við getum aldrei gert öllum til hæfis. Við verðum því að ákveða hverja við viljum gleðja. Ef við viljum gleðja Jehóva Guð og son hans, Jesú Krist, verðum við alltaf að fara eftir því sem þeir kenna. En hver hatar okkur ef við gerum það? Hver gerir okkur erfitt fyrir að gera það sem er rétt? —

Það er Satan. Og hverjir aðrir? — Það eru þeir sem Satan hefur blekkt svo að þeir trúa því sem er rangt. Jesús sagði við trúarleiðtogana: ,Þið eigið djöfulinn að föður og viljið gera það sem faðir ykkar girnist.‘ — Jóhannes 8:44.

Satan er mjög ánægður með marga. Jesús kallar þetta fólk ,heiminn‘. Hver heldurðu að „heimurinn“ sé sem Jesús er að tala um? — Við skulum skoða hvað hann segir í Jóhannesi 15. kafla, versi 19. Þar lesum við þessi orð: „Væruð þér af heiminum, mundi heimurinn elska sitt eigið. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum, heldur hef ég útvalið yður úr heiminum.“

Heimurinn, sem hatar lærisveina Jesú, er því allir þeir sem fylgja Jesú ekki. En af hverju hatar heimurinn lærisveina hans? — Hugsaðu málið aðeins. Hver stjórnar heiminum? — Biblían segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ Og hinn vondi er Satan djöfullinn. — 1. Jóhannesarbréf 5:19.

Skilurðu núna af hverju það er svona erfitt að gera það sem er rétt? — Satan og heimur hans gera okkur erfitt fyrir. En það er annað sem gerir það líka. Manstu hvað það er? — Við lærðum í 23. kaflanum í þessari bók að við erum öll fædd syndug. Heldurðu að það verði ekki stórkostlegt þegar syndin, Satan og heimur hans verða ekki lengur til? —

Hvað verður um þá sem gera rétt þegar heimurinn ferst?

Biblían lofar því að þetta muni gerast. Hún segir: „Heimurinn fyrirferst.“ Þetta þýðir að þeir sem fylgja ekki kennaranum mikla verða ekki framar til. Þeir fá ekki að lifa að eilífu. Veistu hverjir fá að lifa að eilífu? — Biblían segir í áframhaldinu: „Sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:17) Já, aðeins þeir sem gera rétt, það er að segja þeir sem gera ,vilja Guðs‘, fá að lifa að eilífu í nýjum heimi hans. Viljum við ekki gera það sem er rétt, jafnvel þótt það sé erfitt? —

Lesum saman eftirfarandi ritningarstaði sem sýna okkur hvers vegna það er ekki auðvelt að gera rétt: Matteus 7:13, 14; Lúkas 13:23, 24 og Postulasagan 14:21, 22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila