13. HLUTI
Hvað verðum við að gera til að gleðja Guð?
Forðumst það sem er illt. 1. Korintubréf 6:9, 10
Ef við elskum Jehóva viljum við ekki gera það sem hann hatar.
Jehóva vill ekki að við stelum, drekkum okkur full eða notum eiturlyf.
Guð hatar morð, fóstureyðingar og kynvillu. Hann vill ekki að við séum ágjörn eða ofbeldisfull.
Við eigum ekki að tilbiðja skurðgoð eða koma nálægt spíritisma.
Þeir sem stunda hið illa fá ekki að lifa í paradísinni sem verður hér á jörð.
Gerum það sem er gott. Matteus 7:12
Til að gleðja Guð verðum að líkja eftir honum.
Sýnum öðrum kærleika með því að vera góð og örlát.
Verum heiðarleg.
Verum miskunnsöm og fús til að fyrirgefa.
Segjum öðrum frá Jehóva og leiðbeiningum hans. – Jesaja 43:10.