Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • scl bls. 110-112
  • Uppörvun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Uppörvun
  • Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
scl bls. 110-112

Uppörvun

Hvers vegna er mikilvægt að þjónar Guðs uppörvi hver annan?

Jes 35:3, 4; Kól 3:16; 1Þe 5:11; Heb 3:13

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Kr 32:2–8 – Hiskía konungur uppörvar þjóð sína þegar hún stendur frammi fyrir mikilli ógn.

    • Dan 10:2, 8–11, 18, 19 – Engill styrkir og uppörvar Daníel spámann sem er orðinn gamall og uppgefinn.

Hvers vegna ætlast Jehóva til þess að öldungar uppörvi aðra?

Jes 32:1, 2; 1Pé 5:1–3

Sjá einnig Mt 11:28–30.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 5Mó 3:28; 31:7, 8 – Móse spámaður fylgir leiðsögn Jehóva og uppörvar og styrkir Jósúa eftirmann sinn.

    • Pos 11:22–26; 14:22 – Postularnir Páll og Barnabas hvetja trúsystkini í Antíokkíu þegar þau eru ofsótt.

Hvers vegna er einlægt hrós mikilvægur þáttur í að uppörva aðra?

Okv 31:28, 29; 1Kor 11:2

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Dóm 11:37–40 – Konurnar í Ísrael heimsækja dóttur Jefta dómara á hverju ári til að hrósa henni fyrir óeigingjarna lífsstefnu hennar.

    • Op 2:1–4 – Þó að Jesús þurfi að leiðrétta söfnuðinn í Efesus tekur hann líka fram hvað söfnuðurinn gerir vel.

Hvernig getum við uppörvað bræður okkar og systur?

Okv 15:23; Ef 4:29; Fil 1:13, 14; Kól 4:6; 1Þe 5:14

Sjá einnig 2Kor 7:13, 15, 16.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 23:16–18 – Jónatan veit að Davíð vinur hans er að ganga í gegnum erfiðleika og leitar að honum til að uppörva hann.

    • Jóh 16:33 – Jesús uppörvar lærisveina sína og fullvissar þá um að þeir geti líka sigrað heiminn með því að fylgja fordæmi hans.

    • Pos 28:14–16 – Páll er á leið til Rómar þar sem hann á að mæta fyrir dóm. Hann fær nýjan kraft þegar hann kemur auga á trúfasta bræður og systur sem eru að koma til að hitta hann og uppörva.

Hvers vegna er mikilvægt að bera virðingu fyrir öðrum og vera ekki neikvæð?

Fil 2:14–16; Júd 16–19

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 4Mó 11:10–15 – Móse spámaður er mjög vonsvikinn vegna þess hversu óhlýðin og neikvæð þjóðin er.

    • 4Mó 13:31, 32; 14:2–6 – Neikvæðni trúlausu njósnaranna tíu dregur kjarkinn úr þjóðinni og verður til þess að hún gerir uppreisn.

Hvers vegna uppörvar félagsskapur við trúsystkini okkur?

Okv 27:17; Róm 1:11, 12; Heb 10:24, 25; 12:12

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Kr 20:1–19 – Jósafat konungur safnar þjóðinni saman til að biðja til Jehóva þegar stór her ógnar henni.

    • Pos 12:1–5, 12–17 – Söfnuðurinn í Jerúsalem safnast saman til að biðja þegar Jakob postuli hefur verði tekinn af lífi og Pétur postuli fangelsaður.

Hvernig getur jákvætt hugarfar hjálpað okkur að halda út á erfiðum tímum?

Pos 5:40, 41; Róm 8:35–39; 1Kor 4:11–13; 2Kor 4:16–18; 1Pé 1:6, 7

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 39:19–23; 40:1–8 – Jósef er trúfastur og fús til að hjálpa öðrum þótt hann sé ákærður ranglega og settur í fangelsi.

    • 2Kon 6:15–17 – Elísa spámaður óttast ekki her sem kemur á móti honum og hann biður þess að þjónn sinn óttist ekki heldur.

Biblían veitir okkur uppörvun

Hvernig lofar Jehóva að hjálpa okkur?

Sl 55:22; 94:14; Róm 8:38, 39; 1Kor 10:13

Hvernig veitir það okkur uppörvun að hugleiða þolinmæði og miskunn Jehóva?

Neh 9:17; Sl 103:13, 14; 2Pé 3:9, 15

Hvað getur Jehóva gert fyrir þá sem finnst þeir veikburða?

Sl 46:1; Jes 12:2; 40:29–31; Fil 4:13

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 1:10, 11, 17, 18 – Jehóva hlustar á bæn Hönnu og veitir henni innri frið þegar hún er í uppnámi og líður illa.

    • 1Kon 19:1–19 – Jehóva gefur Elía spámanni mat og drykk þegar hann er kjarklítill. Hann hvetur hann og uppörvar með því að gefa honum von.

Hvernig getur vonin sem Biblían gefur veitt okkur uppörvun?

2Kr 15:7; Sl 27:13, 14; Heb 6:17–19; 12:2

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Job 14:1, 2, 7–9, 13–15 – Upprisuvonin hughreystir Job, jafnvel á verstu stundunum í lífi hans.

    • Dan 12:13 – Daníel spámaður er um 100 ára þegar engill uppörvar hann með því að segja honum frá þeirri umbun sem bíður hans.

Hvernig uppörvar það okkur að biðja til Jehóva og hugleiða eiginleika hans?

Sl 18:6; 56:4, 11; Heb 13:6

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 30:1–9 – Davíð konungur leitar til Jehóva í erfiðleikum og fær styrk.

    • Lúk 22:39–43 – Jesús biður ákaft til Jehóva þegar hann stendur frammi fyrir erfiðustu prófraun lífsins og Jehóva svarar honum með því að senda engil til að uppörva hann.

Hvernig getur það uppörvað okkur að heyra góðar fréttir og deila þeim með öðrum?

Okv 15:30; 25:25; Jes 52:7

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Pos 15:2–4 – Postularnir Páll og Barnabas veita söfnuðunum sem þeir heimsækja mikla uppörvun.

    • 3Jó 1–4 – Þegar Jóhannes postuli er orðinn gamall veitir það honum mikla uppörvun að frétta af trúfesti þeirra sem hann kenndi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila