Hjartað
Hvernig vitum við að þegar Biblían talar um hið táknræna hjarta á hún við hinn innri mann, sem felur í sér hugsanir, ásetning, eiginleika og tilfinningar?
Sl 49:3; Okv 16:9; Lúk 5:22; Pos 2:26
Dæmi úr Biblíunni:
Lúk 9:46–48 – Jesús leiðréttir postulana fyrir að líta of stórt á sjálfa sig.
Af hverju er nauðsynlegt að vernda hjartað?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 6:5–7 – Illskan í hjörtum manna gerir þá ofbeldisfulla og verður til þess að Guð lætur flóð koma yfir jörðina.
1Kon 11:1–10 – Salómon konungur verndar ekki hjarta sitt og kvænist útlendum konum sem snúa hjarta hans frá Jehóva.
Mr 7:18–23 – Jesús útskýrir að allar rangar langanir komi frá hjartanu og að þær geti fengið okkur til að gera hluti sem Guð hatar.
Hvernig getum við verndað hjartað?
Sl 19:14; Okv 3:3–6; Lúk 21:34; Fil 4:8
Sjá einnig Esr 7:8–10; Sl 119:11.
Dæmi úr Biblíunni:
Ef 6:14–18; 1Þe 5:8 – Þegar Páll postuli lýsir andlegu herklæðunum útskýrir hann að réttlæti, trú og kærleikur geti verndað táknræna hjartað rétt eins og brynja verndar bókstaflega hjartað.
Hvernig getum við séð hvort eitthvað sé að táknrænu hjarta okkar?
Sjá einnig Okv 6:12–14.
Dæmi úr Biblíunni:
2Kr 25:1, 2, 17–27 – Amasía konungur gerir það sem er rétt í augum Jehóva um tíma en ekki af heilu hjarta. Með tímanum verður hann hrokafullur og ótrúr og fær að kenna á því.
Mt 7:17–20 – Jesús segir að rétt eins og slæmt tré ber vondan ávöxt, ber illt hjarta slæma hegðun.
Af hverju ættum við að rækta með okkur gott hjarta og hvernig förum við að því?
Sjá einnig Sl 119:97, 104; Róm 12:9–16; 1Tí 1:5.
Dæmi úr Biblíunni:
2Kon 20:1–6 – Hiskía konungur stendur frammi fyrir dauðanum og sárbænir Jehóva um miskunn á grundvelli þess að hann hafi þjónað honum af heilu hjarta.
Mt 21:28–32 – Jesús notar dæmisögu til að sýna að hjartalag manns sést frekar á því sem hann gerir en því sem hann segist ætla að gera.
Af hverju er hughreystandi að vita að Jehóva rannsakar hjörtu okkar?
Sjá einnig 1Sa 2:3.
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 16:1–13 – Samúel spámaður lærir að Jehóva lætur ekki stjórnast af ytra útliti heldur sér hann hjartalag fólks.
2Kr 6:28–31 – Bæn Salómons konungs við vígslu musteris Jehóva sýnir að Guð er miskunnsamur og les hjörtu manna af nákvæmni.