Kristinn þroski
Af hverju ættum við að vinna að kristnum þroska?
Hvernig hjálpar þekking á Biblíunni okkur að þroskast í trúnni?
Er kristinn þroski háður aldri?
Dæmi úr Biblíunni:
Dan 1:6–20 – Daníel og félagar hans þrír sýna mikinn þroska og trúfesti þó að þeir séu ungir.
Pos 16:1–5 – Tímóteusi er treyst fyrir mikilli ábyrgð þó að hann sé líklega ekki nema um tvítugur.
Hvaða áhrif getur góður félagsskapur í söfnuðinum haft á okkur?
Hvað gefur til kynna að við séum þroskuð í trúnni?
Af hverju ætti þroskaður bróðir að vera tilbúinn að taka á sig meiri ábyrgð innan safnaðarins?
Hver er eina leiðin til að þroskast og ná árangri í boðun okkar og kennslu?
Lúk 21:14, 15; 1Kor 2:6, 10–13
Sjá einnig Lúk 11:13.
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 10:19, 20 – Jesús fullvissar fylgjendur sína um að heilagur andi láti þá vita hvað þeir eigi að segja þegar þeir verða dregnir fyrir dómstóla.