Ofsóknir
Hvers vegna ættu þjónar Guðs að búast við því að verða ofsóttir?
Hvers vegna ættum við að leita til Jehóva þegar við erum ofsótt?
Sl 55:22; 2Kor 12:9, 10; 2Tí 4:16–18; Heb 13:6
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 19:1–18 – Elía spámaður úthellir hjarta sínu fyrir Jehóva þegar hann er ofsóttur og fær uppörvun og hughreystingu.
Pos 7:9–15 – Bræður Jósefs ofsækja hann en Jehóva er honum trúfastur, bjargar honum og notar hann til að bjarga fjölskyldu hans.
Hvernig ofsóknum gætum við orðið fyrir?
Svívirðingar
2Kr 36:16; Mt 5:11; Pos 19:9; 1Pé 4:4
Dæmi úr Biblíunni:
2Kon 18:17–35 – Yfirhirðstjórinn, talsmaður Assýríuskonungs, smánar Jehóva og hæðist að íbúum Jerúsalem.
Lúk 22:63–65; 23:35–37 – Þeir sem ofsækja Jesú smána hann og gera gys að honum meðan hann er í varðhaldi og þegar hann hangir á kvalastaurnum.
Andstaða frá ættingjum
Handtökur og að vera dreginn fyrir rétt
Líkamlegt ofbeldi
Múgæsingur
Dráp
Hvernig ættum við að bregðast við ofsóknum?
Mt 5:44; Pos 16:25; 1Kor 4:12, 13; 1Pé 2:23
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 7:57–8:1 – Lærisveinninn Stefán er að dauða kominn af völdum múgæsings en biður samt Guð um að sýna ofsækjendum sínum miskunn, þar á meðal Sál frá Tarsus.
Pos 16:22–34 – Þó að Páll postuli sé barinn og settur í stokk sýnir hann fangaverðinum góðvild, sem verður til þess að vörðurinn og allt heimilisfólk hans tekur trú.
Hvað kom fyrir suma kristna menn á fyrstu öld?
Hvernig ættum við að líta á ofsóknir?
Hvernig styrkir framtíðarvonin okkur þegar við erum ofsótt?
Af hverju leyfum við ofsóknum ekki að valda okkur skömm, ótta eða kjarkleysi og hvers vegna neitum við að hætta að þjóna Jehóva?
Sl 56:1–4; Pos 4:18–20; 2Tí 1:8, 12
Dæmi úr Biblíunni:
2Kr 32:1–22 – Þegar Sanheríb konungur ógnar Jerúsalem með máttugum her sínum reiðir Hiskía konungur sig á Jehóva og hughreystir þjóðina. Jehóva launar Hiskía ríkulega fyrir það.
Heb 12:1–3 – Ofsækjndur leitast við að smána Jesú en hann lætur það ekki á sig fá.
Hvað gott getur hlotist af ofsóknum?
Við gleðjum Jehóva og heiðrum nafn hans þegar við sýnum þolgæði í raunum
Dæmi úr Biblíunni:
Job 1:6–22; 2:1–10 – Job veit ekki að Satan er að ofsækja hann en hann heldur samt áfram að vera trúfastur Jehóva. Þetta heiðrar nafn Jehóva og sannar að Satan er lygari.
Dan 1:6, 7; 3:8–30 – Hananja, Mísael og Asarja (Sadrak, Mesak og Abed Negó) vilja frekar deyja hræðilegum dauðdaga en að óhlýðnast Jehóva. Þetta verður til þess að heiðni konungurinn Nebúkadnesar lofar Jehóva opinberlega.
Ofsóknir geta leitt til vitnisburðar
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 11:19–21 – Kristnir menn sem hafa dreifst vegna ofsókna halda áfram að boða fagnaðarboðskapinn víða.
Fil 1:12, 13 – Páll postuli er ánægður með að fangavist hans hefur orðið fagnaðarboðskapnum til framdráttar.
Þolgæði okkar í ofsóknum getur styrkt trúsystkini okkar
Hverjir bera oft ábyrgð á ofsóknum á hendur þjónum Jehóva?
Jer 26:11; Mr 3:6; Jóh 11:47, 48, 53; Pos 25:1–3
Dæmi úr Biblíunni:
Pos 19:24–29 – Þeim sem búa til eftirlíkingar af musteri Artemisar í Efesus finnst boðskapur kristinna manna gegn skurðgoðadýrkun ógna viðskiptum sínum og ofsækja því kristna menn.
Ga 1:13, 14 – Áður en Páll (Sál) varð kristinn var hann svo ákafur í gyðingdóminum að hann ofsótti söfnuðinn.