Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.2. bls. 3
  • Hvernig lítur þú á boðorðin tíu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig lítur þú á boðorðin tíu?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Svipað efni
  • Hvað eru boðorðin tíu?
    Biblíuspurningar og svör
  • Boðorðin tíu og þú
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Eru boðorðin tíu bindandi fyrir okkur?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hvað þýða boðorðin tíu fyrir þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.2. bls. 3

Hvernig lítur þú á boðorðin tíu?

VIÐHORF manna til hinna tíu boðorða Biblíunnar eru með ýmsu móti. Sjöundadagsaðventistar segja að boðorðin tíu séu bindandi fyrir alla menn. Lúterstrúarmenn líta á þau sem „bestu lífsreglur sem hægt er að byggja líf sitt á.“ Talsmaður kaþólskra segir: „Séu boðorðin tíu rétt skilin eru þau enn grundvöllur kristilegs lífs.“

Af þessu má sjá að sumir trúflokkar telja að okkur beri að hlýða boðorðunum til síðasta bókstafs en aðrir líta á þau einungis sem siðferðilega vegvísi er hafa megi hliðsjón af. Að sögn fræðibókarinnar Encyclopædia of Religion and Ethics „er sennilega ekkert plagg til sem hefur haft meiri áhrif á trúarlíf og siðferði manna en boðorðin tíu.“ Hver er ástæðan? Skoðum fyrst efni boðorðanna tíu. Þau eru stuttorð en þó yfirgripsmikil og kraftmikil. En hvernig ber þér að líta á boðorðin tíu? Hvaða þýðingu hafa þau fyrir þig?

[Rammi á blaðsíðu 3]

BOÐORÐIN TÍU

1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

2. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær . . .

3. Þú skalt ekki leggja nafn [Jehóva] Guðs þíns við hégóma . . .

4. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk . . . Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna . . .

5. Heiðra föður þinn og móður þína . . .

6. Þú skalt ekki morð fremja.

7. Þú skalt ekki drýgja hór.

8. Þú skalt ekki stela.

9. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. — 2. Mósebók 20:3-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila