Hvers vegna hefur Jehóva opinberað nafn sitt?
SKÝRINGARIT við „Gamlatestamentið,“ sem gefið var út í Póllandi árið 1964 með prentleyfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar, svaraði þessari spurningu á mjög athyglisverðan hátt. Í því sagði dr. Stanisław Łach, prófessor við Lublín-háskóla:
„Endurleyst fólk ber ábyrgð á nafni Guðs frammi fyrir mannkyninu.“ Það var ábyrgð Ísraelsmanna að leggja sig fram „þannig að heiðingjarnir blessuðu nafn Jahve og löstuðu það ekki.“ Nafnið „Jahve hefur merkingu . . . Heimurinn verður dæmdur eftir viðbrögðum sínum við þeim sem játa það nafn.“ Prófessorinn lýsti yfir að „nafn Jahve muni verða mikið meðal þjóðanna . . . það verður útbreitt um allan heiminn. Slíkt var hlutskipti . . . þess nafns í augum Móse.“
Já, eins og Malakí 1:11 spáir: „Nafn mitt er mikið meðal þjóðanna — segir [Jehóva] allsherjar.“ Og hverjir eru það sem boða þetta nafn um allan heim núna þannig að allir ‚sem ákalla nafn Jehóva muni frelsast‘? Það eru vottar Jehóva! Viðbrögð manna við þessum ‚lýð er ber nafn hans,‘ já, þeim „sem játa það nafn,“ ráða lífi eða dauða fyrir þá. Hver eru viðbrögð þín við Jehóva og vottum hans? — Postulasagan 2:21; 15:14; samanber Malakí 3:16-18.