Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.12. bls. 6-7
  • Nýr heimur er í nánd!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýr heimur er í nánd!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Svipað efni
  • Styrjaldir heyra brátt sögunni til
    Vaknið! – 1996
  • Síðustu dagar — hvað svo?
    Vaknið! – 2008
  • „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“
    „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“
  • Bráðum kemur paradís!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.12. bls. 6-7

Nýr heimur er í nánd!

EKKI skortir tillögur um það hvernig leysa beri vandamál veraldar. Yfirleitt gera þær ráð fyrir umhyggju og samvinnu og samstilltu átaki allra þjóða heims. Margir telja að versnandi ástand muni þvinga þjóðir heims til að setja sér ný forgangsverkefni og vinna saman að myndun nýrrar og traustrar heimsskipanar. Menn sjá fyrir sér að hernaðarútgjöld verði skorin stórlega niður og fjármunum og kröftum í staðin beitt gegn umhverfisvá og, eins og það var orðað í State of the World 1990, að „ríkisstjórnir muni kjósa að leggja traust sitt á stórefldan friðargæsluher Sameinuðu þjóðanna sem hefði bolmagn og vald til að verja sérhvert aðildarríki gegn árás annarrar þjóðar, í stað þess að einstakar þjóðir haldi sjálfar uppi stóru varnarkerfi.“

Mikið vantar þó á að slík áform nægi til þess að tryggja þau skilyrði sem flestir þrá og lýst var á þriðju síðu blaðsins. Menn eru ekki þess megnugir að lækna mannkynið af synd og ágirnd; þeir geta ekki ráðið niðurlögum fordóma og átaka milli þjóðflokka og þjóðabrota; þeir geta ekki vakið upp óeigingjarnan kærleika milli manna og þeir geta ekki heldur tryggt að endi verði bundinn á sjúkdóma og dauða. Menn hafa ekki fundið ráð sem dugir til að kveða niður glæpi og ekki er minnst á hvernig sigrast megi á ágreiningi og hatri af trúarlegum toga. Og það er með öllu óraunhæft að láta sé detta í hug að menn fái komið í veg fyrir náttúruhamfarir. Þjóðernishyggjan á að halda velli þótt alltaf sé hætta á að hún valdi vandræðum þjóða í milli. Við hljótum því miður að verða að álykta að mönnum hafi ekki tekist að koma fram með nothæfa lausn.

En það er til nothæf lausn! Öllu því sem mannkynið þráir hefur verið heitið og það fyrirheit kemur frá Guði sem „ekki lýgur.“ (Títusarbréfið 1:2) Hann veit nákvæmlega hvað gera þarf og býr yfir visku, mætti og kunnáttu til að gera það sem hann ætlar sér. — Opinberunarbókin 7:12; 19:1.

Guð lofar: „Innan stundar eru engir guðlausir til framar, þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir. En hinir hógværu fá landið til eignar, gleðjast yfir ríkulegri gæfu.“ — Sálmur 37:10, 11.

Hvernig verður þessu áorkað? Jesaja 11:9 svarar: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á [Jehóva], eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ Já, allir menn verða fræddir í ‚þekkingu á Jehóva‘ og enginn sem neitar að laga sig að þeirri þekkingu fær að lifa áfram og spilla friði annarra. Hin fagra jörð, sem við byggjum, verður ekki framar eyðilögð.

„Skoðið dáðir [Jehóva], . . . hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar,“ lofar Sálmur 46:9, 10. (Sjá einnig Míka 4:3, 4.) Mikilvægt atriði í því að tryggja varanlegan heimsfrið er uppræting alls þjóðernislegs skoðanamunar. Samstarf þjóð er tryggt vegna þess að ein stjórn mun ráða yfir öllum heiminum — stjórn Guðs. Þessi stjórn er Guðsríkið sem „aldrei skal á grunn ganga.“ (Daníel 2:44) Konungur hennar er hinn upprisni, ódauðlegi Jesú Kristur sem stjórnar með réttvísi og réttlæti. — Jesaja 9:6, 7; 32:1.

En er ekki hætta á að meðfæddur ófullkomleiki mannsins spilli öllu þessu og þjáningar, sjúkdómar, sorg og dauði haldi áfram sem fyrr? Nei, því að það mun líka heyra fortíðinni til. Opinberunarbókin 21:4 fullvissar okkur: „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ Hin meðfædda synd verður fyrirgefin á grundvelli lausnarfórnar Jesú og mannkyninu lyft upp til fullkomleika. (Rómverjabréfið 6:23; Efesusbréfið 1:7) Og hver getur verið færari um að stýra náttúruöflunum en skapari þeirra og sjá um að þau valdi mönnum ekki tjóni? — Sálmur 148:5-8; Jesaja 30:30.

Guð mun koma til leiðar því sem menn geta einungis látið sér dreyma um að gera. En hvenær? Spádómar Biblíunnar gefa til kynna að breytingarnar muni koma á þeim tíma meðan þjóðirnar eru ‚reiðar‘ og eru að ‚eyða jörðina.‘ (Opinberunarbókin 11:18) Síðustu dagar þessa gamla heims áttu að einkennast af ‚örðugum tíðum‘ versnandi ástands sem við sjáum allt í kringum okkur núna. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5, 13) Og Jesús sagði fyrir að kynslóðin, sem sæi allt þetta gerast, myndi einnig sjá uppfyllingu fyrirheita Guðs. — Matteus 24:3-14, 32-34.

Taktu þér tíma til að kynna þér þessi fyrirheit Biblíunnar, því að um eitt eru bæði glöggskyggnir menn og Guð sammála: Núna er tíminn fyrir nýjan heim!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila