Sannleiksgildi guðspjallsins
HANDRITASLITRIN þrjú af Matteusarguðspjalli, þekkt sem P64, eru ekki stór, en þau hafa verið í eigu Magdalen College í Oxford á Englandi síðan 1901. Um skeið töldu fræðimenn sig hafa aldursgreint þau frá síðari helmingi annarrar aldar.
Carsten P. Thiede í Paderborn í Þýskalandi, sem er papírushandritafræðingur, rannsakaði P64 ítarlega fyrir skömmu, en á þessum slitrum eru hlutar úr 10 versum 26. kafla Matteusarguðspjalls. Niðurstöður Thiedes birtust í Zeitschrift für Papyrologie und Epigraphik (Tímarit um papírushandritafræði og áletranafræði). Hann lýsir handritaslitrunum frá Oxford sem „kristnum bókarslitrum frá fyrstu öld, kannski (óvíst þó) frá því fyrir 70 e.Kr.“
Niðurstöður Thiedes ollu talsverðu fjaðrafoki í fjölmiðlum og meðal fræðimanna. Hvers vegna? Vegna þess að almennt er viðurkennt að P52, slitur úr Jóhannesarguðspjalli frá því um árið 125, sé elsti guðspjallatexti sem til er, það er að segja ekki eldri en frá annarri öld.
Tíminn verður að leiða í ljós hvort hin nýja aldursgreining á P64 öðlast almenna viðurkenningu. Hvað sem því líður myndi þessi aldursgreining bæði þýða að P64 væru elstu guðspjallaslitur sem til eru og eins vera frekari rök fyrir því að Matteusarguðspjall sé virkilega skrifað á fyrstu öld, hugsanlega jafnvel fyrir árið 70 meðan fjölmargir sjónarvottar að þeim atburðum, sem gerðust á starfsævi Jesú, voru enn á lífi og gátu staðfest sannleiksgildi guðspjallsins.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Með leyfi President and Fellows of Magdalen College í Oxford.