Atburður sem þú ættir ekki að missa af
„Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa“ kemur frá Guði, föður okkar á himnum. (Jakobsbréfið 1:17) Mesta gjöfin, sem Guð hefur gefið föllnu mannkyni, er bjargræðisráðstöfun hans fyrir tilstilli eingetins sonar síns, Jesú Krists. Dauði Jesú sem lausnara okkar gerir okkur kleift að öðlast eilíft líf í paradís á jörð. Í Lúkasi 22:19 fáum við fyrirmæli um að minnast dauða hans.
Vottar Jehóva bjóða þér að vera með í því að hlýða fyrirmælum Jesú. Þessi árlega hátíð verður haldin eftir sólsetur þriðjudaginn 2. apríl 1996 sem svarar til 14. nísan samkvæmt tunglalmanaki Biblíunnar. Merktu við þessa dagsetningu hjá þér svo að þú gleymir henni ekki. Vottar Jehóva á staðnum geta gefið þér nánari upplýsingar um stund og stað.