Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w96 1.11. bls. 32
  • Uppfylling Biblíuspádóms

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Uppfylling Biblíuspádóms
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
w96 1.11. bls. 32

Uppfylling Biblíuspádóms

Í STRÍÐSMINJASAFNINU Imperial War Museum í Lundúnum getur að líta sérstæða klukku ásamt stafrænum teljara. Meðan klukkuvísirinn snýst smellur í teljaranum með 3,31 sekúndu millibili og talan, sem hann sýnir, hækkar um einn í hvert sinn. Hver smellur og hver tala táknar karl, konu eða barn sem dáið hefur af völdum hernaðar á þessari öld.

Teljarinn var gangsettur í júní 1989 og búist er við að hann ljúki talningunni á miðnætti um áramótin 2000. Þá verður teljarinn kominn upp í eitt hundrað milljónir — en það er sá fjöldi sem áætlað er að deyi af völdum hernaðar á 20. öldinni.

Fyrir nálega 2000 árum spáði Jesús að sá tími kæmi er ‚þjóð myndi rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.‘ Í samræmi við þennan spádóm hafa vottar Jehóva prédikað lengi að hinar hrikalegu styrjaldir þessarar aldar, ásamt ótal jarðskjálftum, drepsóttum, hallærum og öðru slíku, séu samanlagt sönnun þess að við lifum á „síðustu dögum“ — tímanum eftir krýningu Jesú Krists sem konungs á himnum árið 1914. — Lúkas 21:10, 11; 2. Tímóteusarbréf 3:1.

Varðturninn notar Biblíuna sem heimild og boðar það fagnaðarerindi að bráðlega eyði Guðsríki öllum kúgurum og breyti jörðinni í paradís. Og hvað um hernað? Biblían segir: „Komið, skoðið dáðir [Jehóva], hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.“ — Sálmur 46:9, 10.

[Rétthafi á blaðsíðu 32]

Klukka: Með leyfi Imperial War Museum

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila