Verðum við nokkurn tíma laus við svona lagað?
SPENNA, átök og stríð blasa við hvert sem litið er. En það er ekki markmið þessa tímarits að bæta við öll þau ótíðindi sem þú hefur þegar fengið. Þessi sérútgáfa bendir þér á að minnsta kosti tvennt sem er mjög hughreystandi. Í fyrsta lagi lýstu spádómar Biblíunnar endur fyrir löngu stórum hluta þeirra ótíðinda sem dunið hafa á okkur. Í öðru lagi talar þessi sama spádómsbók um þann dag þegar svipmyndir eins og þessar verða liðin tíð. Stríð verða ekki framar til. Sprengjuárásir, leyniskyttur, jarðsprengjur og hryðjuverk heyra fortíðinni til. Angistarfullir munaðarleysingjar og heimilislausir flóttamenn heyra sögunni til. Sannur friður og ró gagntekur heiminn. Langar þig til að lifa þá tíma? Við hvetjum þig til að skoða það sem Biblían segir. Kannski veitir það þér meiri hughreystingu en þig órar fyrir.