Lestu með börnunum
Að sögn brasilíska tímaritsins Veja eru meiri líkur á að börn verði bókhneigð ef foreldrarnir eru bókhneigðir, en séu foreldrarnir lítið fyrir bækur má búast við því sama af börnunum. „Þegar foreldrar lesa með börnum sínum styrkir það samband þeirra og auðveldar börnunum að meðtaka efni bókarinnar,“ segir Martha Hoppe sem er sérfræðingur í þroska barna.
Þegar þú lest upphátt fyrir barn hefurðu jafnframt tækifæri til að svara spurningum og ræða við barnið um myndir sem fylgja textanum. „Því betur sem barnið skilur efni bóka, þeim mun meiri áhuga hefur það á bókum þegar það vill svala forvitninni,“ segir Hoppe.
Margir foreldrar meðal votta Jehóva lesa fyrir börnin sín, til dæmis bækur eins og Biblíusögubókina mína, Hlýðum á kennarann mikla og Mesta mikilmenni sem lifað hefur.a Bækur af þessu tagi bæði þjálfa börn í lestri og auka áhuga þeirra á mestu metsölubók veraldar — Heilagri biblíu. Ef þú átt börn skaltu vera þeim góð fyrirmynd með því að lesa oft í orði Guðs. (Jósúabók 1:7, 8) Og taktu þér fyrir alla muni tíma til að lesa fyrir þau.
[Neðanmáls]
a Gefnar út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc., í samvinnu við votta Jehóva á Íslandi.