Að varðveita gott mannorð
ÞAÐ getur verið ánægjulegt að virða fyrir sér fallegt málverk. Ef maður grannskoðar það sér maður hvernig listamaðurinn hefur borið hina ýmsu liti á strigann með mörg hundruð pensilstrokum.
Á sama hátt ávinnum við okkur ekki gott mannorð með einni, stórri pensilstroku, ef svo má að orði komast, heldur með mörgum smáum verkum á alllöngu tímabili. Við byggjum upp góðan orðstír smám saman með verkum okkar.
En það er hægt að rýra verðmæti málverks með einni rangri pensilstroku. Eins er það með mannorðið. Hinn vitri Salómon konungur sagði: „Flónska mannsins steypir fyrirtækjum hans.“ (Orðskviðirnir 19:3) Það þarf ekki nema litla svokallaða flónsku — ofsafengið reiðikast, hóflausa neyslu áfengis eða einn siðlausan verknað — til að að spilla góðu mannorði. (Orðskviðirnir 6:32; 14:17; 20:1) Það er því mikilvægt að leggja sig fram um að ávinna sér gott mannorð og leggja sig í líma við að varðveita það. — Samanber Opinberunarbókina 3:5.